Reykjavík á réttri leið Dagur B. Eggertsson skrifar 14. maí 2022 13:01 Um hvað er kosið? Reykjavík er í örum vexti sem skapar ótal spennandi verkefni og brýn viðfangsefni. Við þurfum að tryggja græna borgarþróun og að samfélagið skapi öllum borgarbúum jöfn tækifæri. Framundan eru brýn verkefni en í mínum huga er það ótvírætt að Reykjavík er á réttri leið. Fjárfest fyrir börn Á undanförnum árum hefur borgin fjárfest í því sem skiptir máli í Reykjavík. Við höfum sett mikið fjármagn í leik- og grunnskólana okkar, íþróttamannvirki, húsnæðismál og búsetukjarna fyrir fatlað fólk. Við höfum lagt áherslu á meiri velferð þannig að engin sé skilin eftir – og við viljum borg þar sem gott er að eldast. Öruggt húsnæði Fimm þúsund Reykjavíkingar hafa fengið öruggt húsaskjól á vegum óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga undanfarin ár. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði hafa minnkað um helming. Þessari uppbyggingu þarf að halda áfram og önnur sveitarfélög þurfa að fylgja með. Þannig sköpum við heilbrigðari húsnæðismarkað. Það hafa aldrei byggst eins margar íbúðir í sögu Reykjavíkur og á undanförnum fjórum árum og nú eru tilbúnar vel staðsettar lóðir til að tvöfalda uppbygginguna á næstu árum. Dreifing byggðar væri tafsamari og dýrari. Allt er loftslagsmál Með þéttingu byggðar erum við að nýta innviðina betur, bæta þjónustu og skapa skemmtilegri og betri borg. Við erum líka að bæta umferðarmálin, umhverfið og loftslagið. Við höfum lagt hjólastíga út um allt og ætlum að gera meira af því. Á næsta kjörtímabili mun Borgarlínan komast til framkvæmda og Miklabraut fer í stokk – ef núverandi stefna heldur áfram. Annars verður stóra stopp og umferðin, umhverfið og loftslagsmálin líða fyrir. Kæri kjósandi. Samfylkingin er öflugt og jákvætt umbreytingarafl sem vill græna borg og jöfnuð. Til þess þarf skýra framtíðarsýn og útsjónarsemi en líka úthald, festu og seiglu. Ég bið um þinn stuðning og skýrt umboð til að halda áfram. Höfundur er borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Sjá meira
Um hvað er kosið? Reykjavík er í örum vexti sem skapar ótal spennandi verkefni og brýn viðfangsefni. Við þurfum að tryggja græna borgarþróun og að samfélagið skapi öllum borgarbúum jöfn tækifæri. Framundan eru brýn verkefni en í mínum huga er það ótvírætt að Reykjavík er á réttri leið. Fjárfest fyrir börn Á undanförnum árum hefur borgin fjárfest í því sem skiptir máli í Reykjavík. Við höfum sett mikið fjármagn í leik- og grunnskólana okkar, íþróttamannvirki, húsnæðismál og búsetukjarna fyrir fatlað fólk. Við höfum lagt áherslu á meiri velferð þannig að engin sé skilin eftir – og við viljum borg þar sem gott er að eldast. Öruggt húsnæði Fimm þúsund Reykjavíkingar hafa fengið öruggt húsaskjól á vegum óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga undanfarin ár. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði hafa minnkað um helming. Þessari uppbyggingu þarf að halda áfram og önnur sveitarfélög þurfa að fylgja með. Þannig sköpum við heilbrigðari húsnæðismarkað. Það hafa aldrei byggst eins margar íbúðir í sögu Reykjavíkur og á undanförnum fjórum árum og nú eru tilbúnar vel staðsettar lóðir til að tvöfalda uppbygginguna á næstu árum. Dreifing byggðar væri tafsamari og dýrari. Allt er loftslagsmál Með þéttingu byggðar erum við að nýta innviðina betur, bæta þjónustu og skapa skemmtilegri og betri borg. Við erum líka að bæta umferðarmálin, umhverfið og loftslagið. Við höfum lagt hjólastíga út um allt og ætlum að gera meira af því. Á næsta kjörtímabili mun Borgarlínan komast til framkvæmda og Miklabraut fer í stokk – ef núverandi stefna heldur áfram. Annars verður stóra stopp og umferðin, umhverfið og loftslagsmálin líða fyrir. Kæri kjósandi. Samfylkingin er öflugt og jákvætt umbreytingarafl sem vill græna borg og jöfnuð. Til þess þarf skýra framtíðarsýn og útsjónarsemi en líka úthald, festu og seiglu. Ég bið um þinn stuðning og skýrt umboð til að halda áfram. Höfundur er borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun