Allar borgir þurfa Pawel Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifa 13. maí 2022 17:30 Það eru 11 framboð í Reykjavík. Nokkur hundruð manns sem nú bjóða fram krafta sína til að vinna fyrir Reykvíkinga og stýra borginni okkar næstu árin. Í þessum stóra hópi er fjöldinn allur af frambærilegu fólki með þá þekkingu og getu sem þarf til. Þegar fjöldi fólks í mismunandi flokkum býður fram krafta sína mætti ímynda sér að valið gæti verið flókið. En í raun og veru snýst það bara um tvennt, málefni og traust. Hvað segjast flokkarnir ætla að gera og getum við treyst því að þeir geri það? Stefna Viðreisnar í Reykjavík er skýr og árangur flokksins í borgarstjórn síðustu fjögur ár talar sínu máli. Rauði þráðurinn í stefnu flokksins er að sýna ábyrgð og vanda til verka þegar farið er með völd. Að halda áfram ábyrgum rekstri á sama tíma og við stöndum vörð um grunnþjónustuna. Að vinna í þágu almannahagsmuna. Alltaf og alls staðar. En kosningarnar snúast ekki síður um fólkið sem er í framboði en stefnuna. Einn sá allra besti úr þeirra röðum er Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar sem skipar 2. sæti á framboðslista flokksins. Pawel er framsýnn og heiðarlegur stjórnmálamaður sem lætur verkin tala. Veigrar sér aldrei við að taka að sér erfið verkefni, ber virðingu fyrir andstæðum sjónarmiðum og elskar rökræður, stundum jafnvel full mikið fyrir smekk sumra. Hann er hugmyndaríkur og frjór á sama tíma og hann er ábyrgur og lausnamiðaður. Maður sem hefur ástríðu fyrir Reykjavík og hefur skýra sýn á það hvernig borgin okkar getur bæði vaxið og dafnað. Þetta eru dýrmætir eiginleikar, ekki síst í fari stjórnmálafólks. Það er óhætt að treysta því að Pawel meinar það sem hann segir og gerir það sem hann segist ætla að gera. Reykvíkingar eiga það skilið að hafa Pawel áfram í borgarstjórn. Í þessum kosningum mun hvert atkvæði telja. X við C þýðir meiri Pawel og betri borg. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það eru 11 framboð í Reykjavík. Nokkur hundruð manns sem nú bjóða fram krafta sína til að vinna fyrir Reykvíkinga og stýra borginni okkar næstu árin. Í þessum stóra hópi er fjöldinn allur af frambærilegu fólki með þá þekkingu og getu sem þarf til. Þegar fjöldi fólks í mismunandi flokkum býður fram krafta sína mætti ímynda sér að valið gæti verið flókið. En í raun og veru snýst það bara um tvennt, málefni og traust. Hvað segjast flokkarnir ætla að gera og getum við treyst því að þeir geri það? Stefna Viðreisnar í Reykjavík er skýr og árangur flokksins í borgarstjórn síðustu fjögur ár talar sínu máli. Rauði þráðurinn í stefnu flokksins er að sýna ábyrgð og vanda til verka þegar farið er með völd. Að halda áfram ábyrgum rekstri á sama tíma og við stöndum vörð um grunnþjónustuna. Að vinna í þágu almannahagsmuna. Alltaf og alls staðar. En kosningarnar snúast ekki síður um fólkið sem er í framboði en stefnuna. Einn sá allra besti úr þeirra röðum er Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar sem skipar 2. sæti á framboðslista flokksins. Pawel er framsýnn og heiðarlegur stjórnmálamaður sem lætur verkin tala. Veigrar sér aldrei við að taka að sér erfið verkefni, ber virðingu fyrir andstæðum sjónarmiðum og elskar rökræður, stundum jafnvel full mikið fyrir smekk sumra. Hann er hugmyndaríkur og frjór á sama tíma og hann er ábyrgur og lausnamiðaður. Maður sem hefur ástríðu fyrir Reykjavík og hefur skýra sýn á það hvernig borgin okkar getur bæði vaxið og dafnað. Þetta eru dýrmætir eiginleikar, ekki síst í fari stjórnmálafólks. Það er óhætt að treysta því að Pawel meinar það sem hann segir og gerir það sem hann segist ætla að gera. Reykvíkingar eiga það skilið að hafa Pawel áfram í borgarstjórn. Í þessum kosningum mun hvert atkvæði telja. X við C þýðir meiri Pawel og betri borg. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar