Húsnæðisvandi Framsóknarflokksins Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 13. maí 2022 16:40 Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur skrifað hverja greinina á fætur annarri hér á Vísi.is undanfarna daga þar sem látið er að því liggja að hátt húsnæðisverð og allt það sem miður fer í húsnæðismálum á Íslandi sé borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík að kenna. Einhvern veginn virðist það hafa farið fram hjá honum hvaða flokkur það er sem hefur farið með húsnæðismálin í ríkisstjórn nær óslitið síðan 2013 og mótað húsnæðisstefnu íslenskra stjórnvalda. Það er Framsóknarflokkurinn. Það væri ósanngjarnt að nudda Einari Þorsteinssyni upp úr því hvernig Framsókn lagði niður verkamannabústaðakerfið um aldamótin, hvernig flokkurinn blés í húsnæðisbólu með 90% lánum og rústaði Íbúðalánasjóði. En þegar fjallað er um stöðuna á húsnæðismarkaði í dag verður hins vegar að halda til haga ábyrgð Framsóknarflokksins sem stefnumótandi afls í ríkisstjórn síðastliðinn áratug. Á þeim tíma hefur átt sér stað eðlisbreyting í húsnæðisstuðningi þar sem honum er beint í sívaxandi mæli til tekjuhæstu heimilanna í formi skattafsláttar. Um leið hafa frumskógarlögmál ríkt á fasteigna- og leigumarkaði og stjórnvöld einkum gripið til aðgerða á eftirspurnarhliðinni frekar en framboðshliðinni með tilheyrandi verðþrýstingi. Þá líða nú leigendur fyrir það að ríkisstjórnin sem Framsóknarflokkurinn á aðild að hirðir ekki um um að efna loforð um réttarbætur fyrir leigjendur sem gefin voru við undirritun lífskjarasamningsins árið 2019. Reykjavíkurborg undir forystu jafnaðarmanna hefur gert sitt besta til að vega upp á móti þessari þróun með metuppbyggingu íbúðarhúsnæðis og metúthlutun lóða; fjöldi útgefinna byggingarleyfa er alla jafna langt umfram fjölda framkvæmda sem ráðist er í og samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins í fyrra voru 900 fleiri íbúðir í byggingu í Reykjavík en í öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til samans. Lögð hefur verið áhersla á að drjúgur hluti uppbyggingarinnar sé á félagslegum forsendum. Niðurstaðan er sú að 4 af hverjum 5 íbúðum í almenna íbúðakerfinu rísa í Reykjavík þótt í Reykjavík búi bara rúmlega þriðjungur Íslendinga. „Við í Framsókn leggjum ríka áherslu á að byggðar verðir fleiri almennar íbúðir í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög,“ skrifar oddviti Framsóknarflokksins í borginni um leið og ríkisstjórn Framsóknarflokksins sker niður stofnframlög ríkisins til óhagnaðardrifinnar íbúðauppbyggingar og framkallar þannig samdrátt í framboði af félagslegu húsnæði miðað við íbúafjölda með handafli. Þá virðist formaður Framsóknarflokksins og húsnæðismálaráðherra ætla að leggjast fyrir vinnuvélarnar í Nýja Skerjafirði og koma í veg uppbyggingu mörghundruð nýrra íbúða. Allt rímar þetta illa við hugmyndina um Framsóknarflokkinn sem lausnina á húsnæðisvanda höfuðborgarsvæðisins. Kjósendur hljóta að sjá í gegnum slíkt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur skrifað hverja greinina á fætur annarri hér á Vísi.is undanfarna daga þar sem látið er að því liggja að hátt húsnæðisverð og allt það sem miður fer í húsnæðismálum á Íslandi sé borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík að kenna. Einhvern veginn virðist það hafa farið fram hjá honum hvaða flokkur það er sem hefur farið með húsnæðismálin í ríkisstjórn nær óslitið síðan 2013 og mótað húsnæðisstefnu íslenskra stjórnvalda. Það er Framsóknarflokkurinn. Það væri ósanngjarnt að nudda Einari Þorsteinssyni upp úr því hvernig Framsókn lagði niður verkamannabústaðakerfið um aldamótin, hvernig flokkurinn blés í húsnæðisbólu með 90% lánum og rústaði Íbúðalánasjóði. En þegar fjallað er um stöðuna á húsnæðismarkaði í dag verður hins vegar að halda til haga ábyrgð Framsóknarflokksins sem stefnumótandi afls í ríkisstjórn síðastliðinn áratug. Á þeim tíma hefur átt sér stað eðlisbreyting í húsnæðisstuðningi þar sem honum er beint í sívaxandi mæli til tekjuhæstu heimilanna í formi skattafsláttar. Um leið hafa frumskógarlögmál ríkt á fasteigna- og leigumarkaði og stjórnvöld einkum gripið til aðgerða á eftirspurnarhliðinni frekar en framboðshliðinni með tilheyrandi verðþrýstingi. Þá líða nú leigendur fyrir það að ríkisstjórnin sem Framsóknarflokkurinn á aðild að hirðir ekki um um að efna loforð um réttarbætur fyrir leigjendur sem gefin voru við undirritun lífskjarasamningsins árið 2019. Reykjavíkurborg undir forystu jafnaðarmanna hefur gert sitt besta til að vega upp á móti þessari þróun með metuppbyggingu íbúðarhúsnæðis og metúthlutun lóða; fjöldi útgefinna byggingarleyfa er alla jafna langt umfram fjölda framkvæmda sem ráðist er í og samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins í fyrra voru 900 fleiri íbúðir í byggingu í Reykjavík en í öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til samans. Lögð hefur verið áhersla á að drjúgur hluti uppbyggingarinnar sé á félagslegum forsendum. Niðurstaðan er sú að 4 af hverjum 5 íbúðum í almenna íbúðakerfinu rísa í Reykjavík þótt í Reykjavík búi bara rúmlega þriðjungur Íslendinga. „Við í Framsókn leggjum ríka áherslu á að byggðar verðir fleiri almennar íbúðir í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög,“ skrifar oddviti Framsóknarflokksins í borginni um leið og ríkisstjórn Framsóknarflokksins sker niður stofnframlög ríkisins til óhagnaðardrifinnar íbúðauppbyggingar og framkallar þannig samdrátt í framboði af félagslegu húsnæði miðað við íbúafjölda með handafli. Þá virðist formaður Framsóknarflokksins og húsnæðismálaráðherra ætla að leggjast fyrir vinnuvélarnar í Nýja Skerjafirði og koma í veg uppbyggingu mörghundruð nýrra íbúða. Allt rímar þetta illa við hugmyndina um Framsóknarflokkinn sem lausnina á húsnæðisvanda höfuðborgarsvæðisins. Kjósendur hljóta að sjá í gegnum slíkt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun