Skólamál eru kosningamál Magnús Þór Jónsson skrifar 13. maí 2022 09:50 Laugardagurinn 14. maí er lýðræðishátíðisdagur á Íslandi þegar gengið verður til sveitarstjórnarkosninga. Sveitarstjórnarkosningar snúast um nærþjónustu, sveitarfélög ólíkrar gerðar og stærðar taka ákvörðun um stefnumörkun þeirra málaflokka sem þau bera ábyrgð á. Það eru vissulega mörg verkefni sem eru þar brýn en það er þó einn sem tekur stærstan hluta útsvarstekna íslenskra sveitarfélaga. Skólamálin. Kosningabaráttan hefur verið býsna stutt og snörp og þar hafa frambjóðendur ólíkra sveitarfélaga stigið á stokk og lýst sýn sinni og flokka sinna. Þar hefur margt verið forvitnilegt en þó er líka forvitnilegt hversu lítið hefur þar ratað upp á yfirborðið sem snýr að þessum mikilvæga málaflokki. Tugþúsundir barna sækja menntun og þjónustu í íslenska leik-, grunn- og tónlistarskóla hvern dag og að hverjum nemanda standa forráðamenn og fjölskylda. Með allri virðingu fyrir ólíkum áherslum sem snúa sem dæmi að skipulagsmálum sveitarfélaga, félagsþjónustu eða íþrótta- og æskulýðsstarfi þá er snertiflötur skólanna sá langstærsti við íbúa hvers sveitarfélags. Á því kjörtímabili sem nú er að klárast bættist í flóruna óvænt verkefni í formi alheimsfaraldurs sem datt í fang okkar allra. Þá sannaðist enn á ný hvaða afl býr í íslensku skólafólki og athygli sem fylgdi í kjölfarið þar sem hinir kjörnu fulltrúar færðu framlínustéttinni kennurum verðskuldað hrós. Í kosningunum á laugardaginn velja forráðamenn og aðstandendur þá fulltrúa sem þeir ætla að treysta fyrir málefnum barna sinna næstu fjögur ár. Þrátt fyrir að fátt hafi komið fram í pistlum og umræðum stjórnmálamanna, jú nema kannski óútfærðar tillögur um leikskólamál, þá treysti ég því að hægt sé að finna í kynningarefni flokka í hverju sveitarfélagi hverjar áherslurnar eru í þessum stærsta málaflokki hvers samfélags. Jafnmikið nefnilega og það gladdi að heyra hvatningu og hrós til þeirra sem héldu skólunum okkar gangandi í gegnum heimsfaraldur og leiddu börnin okkar menntaveginn þá skiptir það okkur skólafólkið miklu meira máli að stjórnmálamenn hvers sveitarfélags sýni þann metnað að styðja við starfsaðstæður nemenda og kennara á þann hátt að við náum að virkja það afl sem í skólunum okkar býr. Ég treysti öllum forráðamönnum í íslenskum sveitarfélögum að horfa til málefna barnanna sinna þegar þau merkja við atkvæði sitt á kjörseðlinum. Öll málefni nærsamfélags okkar skipta máli en skólarnir sem eru að jafnaði stærstu vinnustaðir í hverju samfélagi eru hjartsláttur þeirra og stærsta framtíðarfjárfestingin. Höfum skólamál kosningamál bæði nú á morgun og í allri framtíð! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Laugardagurinn 14. maí er lýðræðishátíðisdagur á Íslandi þegar gengið verður til sveitarstjórnarkosninga. Sveitarstjórnarkosningar snúast um nærþjónustu, sveitarfélög ólíkrar gerðar og stærðar taka ákvörðun um stefnumörkun þeirra málaflokka sem þau bera ábyrgð á. Það eru vissulega mörg verkefni sem eru þar brýn en það er þó einn sem tekur stærstan hluta útsvarstekna íslenskra sveitarfélaga. Skólamálin. Kosningabaráttan hefur verið býsna stutt og snörp og þar hafa frambjóðendur ólíkra sveitarfélaga stigið á stokk og lýst sýn sinni og flokka sinna. Þar hefur margt verið forvitnilegt en þó er líka forvitnilegt hversu lítið hefur þar ratað upp á yfirborðið sem snýr að þessum mikilvæga málaflokki. Tugþúsundir barna sækja menntun og þjónustu í íslenska leik-, grunn- og tónlistarskóla hvern dag og að hverjum nemanda standa forráðamenn og fjölskylda. Með allri virðingu fyrir ólíkum áherslum sem snúa sem dæmi að skipulagsmálum sveitarfélaga, félagsþjónustu eða íþrótta- og æskulýðsstarfi þá er snertiflötur skólanna sá langstærsti við íbúa hvers sveitarfélags. Á því kjörtímabili sem nú er að klárast bættist í flóruna óvænt verkefni í formi alheimsfaraldurs sem datt í fang okkar allra. Þá sannaðist enn á ný hvaða afl býr í íslensku skólafólki og athygli sem fylgdi í kjölfarið þar sem hinir kjörnu fulltrúar færðu framlínustéttinni kennurum verðskuldað hrós. Í kosningunum á laugardaginn velja forráðamenn og aðstandendur þá fulltrúa sem þeir ætla að treysta fyrir málefnum barna sinna næstu fjögur ár. Þrátt fyrir að fátt hafi komið fram í pistlum og umræðum stjórnmálamanna, jú nema kannski óútfærðar tillögur um leikskólamál, þá treysti ég því að hægt sé að finna í kynningarefni flokka í hverju sveitarfélagi hverjar áherslurnar eru í þessum stærsta málaflokki hvers samfélags. Jafnmikið nefnilega og það gladdi að heyra hvatningu og hrós til þeirra sem héldu skólunum okkar gangandi í gegnum heimsfaraldur og leiddu börnin okkar menntaveginn þá skiptir það okkur skólafólkið miklu meira máli að stjórnmálamenn hvers sveitarfélags sýni þann metnað að styðja við starfsaðstæður nemenda og kennara á þann hátt að við náum að virkja það afl sem í skólunum okkar býr. Ég treysti öllum forráðamönnum í íslenskum sveitarfélögum að horfa til málefna barnanna sinna þegar þau merkja við atkvæði sitt á kjörseðlinum. Öll málefni nærsamfélags okkar skipta máli en skólarnir sem eru að jafnaði stærstu vinnustaðir í hverju samfélagi eru hjartsláttur þeirra og stærsta framtíðarfjárfestingin. Höfum skólamál kosningamál bæði nú á morgun og í allri framtíð! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun