Megi heppnin vera með þér… að loknu fæðingarorlofi Heiðdís Geirsdóttir skrifar 12. maí 2022 14:00 Við maðurinn minn erum heppin, ég er á leið aftur að vinna í haust eftir dásamlegt fæðingarorlof og við erum ein af þessum heppnu. Við erum nefnilega með pláss hjá dagforeldri. Þetta er staðreynd og hún er pínulítið galin. Það á ekki að vera spurning um heppni að barn fái dagvistun að loknu fæðingarorlofi. Það er bara ekki sanngjarnt. Þegar frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar var samþykkt árið 2020 og fæðingarorlof lengt í 12 mánuði var mikið framfaraskref stigið. Nú er kominn tími til að taka næsta skref. Sannarlega væri heppilegast ef fæðingarorlof yrði lengt í 18 mánuði og barn kæmist þá beint inn á leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Við getum því miður ekki boðið það hér, ríkið þyrfti að koma að slíku. En við getum þó boðið lausnir og fjölgað þeim úrræðum sem standa foreldrum til boða að loknu fæðingarorlofi, núna. Hvaða umönnun barn fær, þau tengsl sem það myndar og áreiti sem það verður fyrir fyrstu ár ævinnar hefur allt mikil mótandi áhrif á barnið. Í Kópavogi eru börn alla jafna komin með leikskólapláss á öðru aldursári, sum aðeins fyrr og önnur seinna, sá breytileiki stafar einkum af því að aðeins er unnt að taka stóran hóp ungra barna inn í skólana að hausti þegar elstu börnin fara á næsta skólastig, í grunnskóla. Með heimgreiðslum til foreldra væri hægt að gera foreldrum það kleift að vera heima með börn sín þar til þau fá pláss á leikskóla eða til tveggja ára aldurs. Það er skref sem Framsókn vill taka og myndi breyta miklu fyrir fjölskyldur ungra barna, núna. En ekki hafa allir foreldrar kost á eða hug á að vera svo lengi frá vinnu, hvað með þá? Jú fjölbreytni er lykilatriði í þessu eins og svo mörgu öðru. Framsókn ætlar að styrkja dagforeldra í bænum, leitast við að fjölga þeim og gera dagvistun hjá dagforeldrum að raunhæfum kosti fyrir foreldra sem það kjósa auk þess að bæta inntökuferli svo það sé ekki bara spurning um heppni að fá pláss. Það má nefnilega ekki gleyma því að leikskólar eru fyrst og fremst skólar, fyrsta skólastigið og því mikilvægt að gera greinarmun á dagvistun og faglegu skólastarfi. Vissulega má einnig tala fyrir fjölgun leikskólarýma og ungbarnadeildum en þau loforð eru eins og að pissa í skóinn sinn, skammgóður vermir. Með sífelldum loforðum um fjölgun barna í leikskólum er vegið að því mikilvæga og metnaðarfulla faglega starfi sem er í leikskólum bæjarins, en það starf er til fyrirmyndar i Kópavogi. Hlutfall faglærða starfsmanna á leikskólum í Kópavogi er með því hæsta sem þekkist á höfuðborgarsvæðinu og viljum við halda því þannig. Með fjölgun leikskólarýma myndi hlutfall leikskólakennara lækka enn frekar og það er ekki sú þróun sem við viljum sjá á fyrsta skólastiginu. Framsókn í Kópavogi vill raunhæfar lausnir en ekki tálsýn, við ætlum að gera það besta fyrir börnin og það er ekki endilega það sama sem hentar öllum börnum og foreldrum, það er því mikilvægt að bjóða fjölbreyttari mögulega að loknu fæðingarorlofi. Verum raunsæ, hættum að stóla á heppnina og mætumst á miðjunni í Kópavogi. Höfundur skipar 8. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Við maðurinn minn erum heppin, ég er á leið aftur að vinna í haust eftir dásamlegt fæðingarorlof og við erum ein af þessum heppnu. Við erum nefnilega með pláss hjá dagforeldri. Þetta er staðreynd og hún er pínulítið galin. Það á ekki að vera spurning um heppni að barn fái dagvistun að loknu fæðingarorlofi. Það er bara ekki sanngjarnt. Þegar frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar var samþykkt árið 2020 og fæðingarorlof lengt í 12 mánuði var mikið framfaraskref stigið. Nú er kominn tími til að taka næsta skref. Sannarlega væri heppilegast ef fæðingarorlof yrði lengt í 18 mánuði og barn kæmist þá beint inn á leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Við getum því miður ekki boðið það hér, ríkið þyrfti að koma að slíku. En við getum þó boðið lausnir og fjölgað þeim úrræðum sem standa foreldrum til boða að loknu fæðingarorlofi, núna. Hvaða umönnun barn fær, þau tengsl sem það myndar og áreiti sem það verður fyrir fyrstu ár ævinnar hefur allt mikil mótandi áhrif á barnið. Í Kópavogi eru börn alla jafna komin með leikskólapláss á öðru aldursári, sum aðeins fyrr og önnur seinna, sá breytileiki stafar einkum af því að aðeins er unnt að taka stóran hóp ungra barna inn í skólana að hausti þegar elstu börnin fara á næsta skólastig, í grunnskóla. Með heimgreiðslum til foreldra væri hægt að gera foreldrum það kleift að vera heima með börn sín þar til þau fá pláss á leikskóla eða til tveggja ára aldurs. Það er skref sem Framsókn vill taka og myndi breyta miklu fyrir fjölskyldur ungra barna, núna. En ekki hafa allir foreldrar kost á eða hug á að vera svo lengi frá vinnu, hvað með þá? Jú fjölbreytni er lykilatriði í þessu eins og svo mörgu öðru. Framsókn ætlar að styrkja dagforeldra í bænum, leitast við að fjölga þeim og gera dagvistun hjá dagforeldrum að raunhæfum kosti fyrir foreldra sem það kjósa auk þess að bæta inntökuferli svo það sé ekki bara spurning um heppni að fá pláss. Það má nefnilega ekki gleyma því að leikskólar eru fyrst og fremst skólar, fyrsta skólastigið og því mikilvægt að gera greinarmun á dagvistun og faglegu skólastarfi. Vissulega má einnig tala fyrir fjölgun leikskólarýma og ungbarnadeildum en þau loforð eru eins og að pissa í skóinn sinn, skammgóður vermir. Með sífelldum loforðum um fjölgun barna í leikskólum er vegið að því mikilvæga og metnaðarfulla faglega starfi sem er í leikskólum bæjarins, en það starf er til fyrirmyndar i Kópavogi. Hlutfall faglærða starfsmanna á leikskólum í Kópavogi er með því hæsta sem þekkist á höfuðborgarsvæðinu og viljum við halda því þannig. Með fjölgun leikskólarýma myndi hlutfall leikskólakennara lækka enn frekar og það er ekki sú þróun sem við viljum sjá á fyrsta skólastiginu. Framsókn í Kópavogi vill raunhæfar lausnir en ekki tálsýn, við ætlum að gera það besta fyrir börnin og það er ekki endilega það sama sem hentar öllum börnum og foreldrum, það er því mikilvægt að bjóða fjölbreyttari mögulega að loknu fæðingarorlofi. Verum raunsæ, hættum að stóla á heppnina og mætumst á miðjunni í Kópavogi. Höfundur skipar 8. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun