Skoðun

Höfnum ekki stórum hug­myndum

Bjarni Gunnólfsson skrifar

Nú eru kosningar á laugardaginn og við í Miðflokknum viljum að allir mæti á kjörstað og nýti kosningarétt sinn. Þeir sem hafa búið á Íslandi í 3 ár eða lengur hafa kosningarétt í bæjar- og sveitastjórnarkosningum.

Miðflokkurinn er samansettur af harðduglegu fólki sem mun vinna fyrir ykkur kjósendur, við höfum ekki verið með ófjármögnuð kosningaloforð eða gjafir vegna þess að við munum sýna ábyrgð í fjármálum. Ef þið viljið engu breyta og hafa það sama næstu fjögur árin, sem er jú frekar langur tími í þessu stutta jarðlífi, þá erum við ekki flokkurinn fyrir ykkur.

Við í Miðflokknum viljum vinna að hag Reykjanesbæjar og gera hann að eftirsóttasta bæjarfélagi landsins og höfum stórar hugmyndir, en það þarf að framkvæma rétt, það þýðir ekki að endalaust búa til nefndir og setja hluti í þarfagreiningu.

Ef þið viljið harðduglegt fólk til vinnu þá er X-M rétta svarið fyrir ykkur í Reykjanesbæ, fólk sem er þekkt fyrir vinnusemi og áræðni hefur sett saman lista sem mun skila árangri bæði í fjármálum og framkvæmdum.

Við viljum nýjan miðbæ sem myndi laða að bæði Íslendinga og ferðamenn og sjá allt sem við höfum upp á að bjóða. Við viljum að fjölskyldufólk og eldri borgarar fái að njóta sín sem íbúar Reykjanesbæjar og njóta bættra lífsgæða.

Fyrir okkur sem erum í þessu framboði þá þýðir það að við verðum að hlusta, ekki gaspra, og taka þannig mark á því sem íbúar vilja. Við munum setja okkur það markmið, að ef eitthvað fer í íbúakosningu, munu allir á listanum fara eftir vilja íbúa. Fyrir okkur þá þýðir það að kynningar fyrir íbúa verða að vera á mannamáli þannig að allt sé auðskilið.

Ef þið viljið skýra framtíðasýn og framtaksemi þá endilega mætið og merkið X-við M.

Höfundur er oddviti Miðflokksins í Reykjanesbæ.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.