Hvort viltu eignast börn eða vinna? Guðrún Runólfsdóttir og Leifur Gunnarsson skrifa 12. maí 2022 11:00 Þetta eru ekki valkostir sem nokkur manneskja ætti að þurfa að velja á milli. Því miður er samt staðan þannig allt of víða í heiminum. Jafnvel á vesturlöndum svarar það víðast hvar ekki kostnaði fyrir foreldra að vera bæði útivinnandi áður en barnið fer í grunnskóla. Leikskólagjöld eru einfaldlega of há eða þjónustan ekki nóg aðgengileg. Hvað þýðir þetta? Jú, til að stofna fjölskyldu þarf (nánast undantekningalaust) móðirin að hætta á vinnumarkaði og sinna barninu eða börnunum. Móðirin missir af verðmætum tíma á vinnumarkaði sem hefur óumflýjanlega áhrif á launakjör hennar til frambúðar. Enda er þetta meðal þeirra þátta sem viðheldur launamuni kynjanna. En samfélagið missir líka verðmætan starfskraft af vinnumarkaði. Það er nefnilega ekki bara móðirin sem tapar á þessu, samfélagið allt tapar á kynjamisrétti. Fjölskylduvæn samfélög eru góð samfélög Sem betur fer er þetta ekki alveg svona ýkt hér á landi. En með því að gera okkur grein fyrir stöðunni í heiminum sjáum við oft betur hvert við eigum að stefna hér á landi. Því miður er það normið að eftir að fæðingarorlof foreldra er liðið tekur óvissan við. Oft geta ömmur og afar hlaupið undir bagga og ef heppnin er með foreldrunum kemst kannski barnið inni hjá dagforeldri. En ekkert af þessu er gefið. Það er enn þá allt of algengt að annað foreldri detti út af vinnumarkaði til að annast barn áður en það kemst inn á leikskóla. Oftar en ekki fellur það hlutverk mömmunni í skaut. Þessu verðum við að breyta. Við Vinstri græn viljum að gjaldfrjáls leikskóli taki við fæðingarorlofi. Leikskólinn á að vera aðgengilegur öllum börnum óháð stétt eða stöðu foreldra þeirra. Þá eiga foreldrar að geta snúið aftur til starfa að fæðingarorlofi loknu. Það mun vafalaust kosta og sveitarfélög, ríki og aðilar vinnumarkaðarins munu þurfa að vinna saman að þessu markmiði. En þetta mun borga sig margfalt til baka. Við græðum öll á fjölskylduvænna samfélagi. Bæði betra Við Vinstri græn erum með skýra sýn hvernig við viljum sjá samfélagið. Í okkar huga er það risastórt réttlætismál að engin manneskja eigi að þurfa að spyrja sig þeirrar spurningar hvort hún vilji heldur eignast börn eða vinna. Fólk á að njóta þess frelsis að geta gert hvort tveggja. Höfundar skipa 5. og 6. sæti á lista VG í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta eru ekki valkostir sem nokkur manneskja ætti að þurfa að velja á milli. Því miður er samt staðan þannig allt of víða í heiminum. Jafnvel á vesturlöndum svarar það víðast hvar ekki kostnaði fyrir foreldra að vera bæði útivinnandi áður en barnið fer í grunnskóla. Leikskólagjöld eru einfaldlega of há eða þjónustan ekki nóg aðgengileg. Hvað þýðir þetta? Jú, til að stofna fjölskyldu þarf (nánast undantekningalaust) móðirin að hætta á vinnumarkaði og sinna barninu eða börnunum. Móðirin missir af verðmætum tíma á vinnumarkaði sem hefur óumflýjanlega áhrif á launakjör hennar til frambúðar. Enda er þetta meðal þeirra þátta sem viðheldur launamuni kynjanna. En samfélagið missir líka verðmætan starfskraft af vinnumarkaði. Það er nefnilega ekki bara móðirin sem tapar á þessu, samfélagið allt tapar á kynjamisrétti. Fjölskylduvæn samfélög eru góð samfélög Sem betur fer er þetta ekki alveg svona ýkt hér á landi. En með því að gera okkur grein fyrir stöðunni í heiminum sjáum við oft betur hvert við eigum að stefna hér á landi. Því miður er það normið að eftir að fæðingarorlof foreldra er liðið tekur óvissan við. Oft geta ömmur og afar hlaupið undir bagga og ef heppnin er með foreldrunum kemst kannski barnið inni hjá dagforeldri. En ekkert af þessu er gefið. Það er enn þá allt of algengt að annað foreldri detti út af vinnumarkaði til að annast barn áður en það kemst inn á leikskóla. Oftar en ekki fellur það hlutverk mömmunni í skaut. Þessu verðum við að breyta. Við Vinstri græn viljum að gjaldfrjáls leikskóli taki við fæðingarorlofi. Leikskólinn á að vera aðgengilegur öllum börnum óháð stétt eða stöðu foreldra þeirra. Þá eiga foreldrar að geta snúið aftur til starfa að fæðingarorlofi loknu. Það mun vafalaust kosta og sveitarfélög, ríki og aðilar vinnumarkaðarins munu þurfa að vinna saman að þessu markmiði. En þetta mun borga sig margfalt til baka. Við græðum öll á fjölskylduvænna samfélagi. Bæði betra Við Vinstri græn erum með skýra sýn hvernig við viljum sjá samfélagið. Í okkar huga er það risastórt réttlætismál að engin manneskja eigi að þurfa að spyrja sig þeirrar spurningar hvort hún vilji heldur eignast börn eða vinna. Fólk á að njóta þess frelsis að geta gert hvort tveggja. Höfundar skipa 5. og 6. sæti á lista VG í Árborg.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar