Er gaman að búa í Kópavogi? Þórunn Björnsdóttir skrifar 12. maí 2022 07:00 Það var ævintýraheimur að flytjast í Kópavoginn 1960. Allt í kring voru nýbyggingar að rísa innan um litlu fallegu bústaðina sem hýstu fólk sem hafði hrakist úr Reykjavík þegar þar var hvergi húsaskjól að finna. Þetta var alvöru sjálfsbjargarfólk sem ræktaði sinn eigin garð og hjálpaðist að. Þetta var líka hugsjónafólk sem tókst með útsjónarsemi og ómældri sjálfboðavinnu að tryggja Kópavogi flest það sem prýða má einn bæ. Þau byggðu skóla, félagsheimili, kirkju, stofnuðu tónlistarskóla, skólalúðrasveit, gæsluvelli, bókasafn o.fl. Þegar bærinn fékk árið 1955 kaupstaðaréttindi var ákveðið að 1% af útsvarstekjum bæjarins skyldi renna til lista- og menningarráðs. Enda blómstraði menningin og metnaðaðurinn svo eftir var tekið. Kópavogsbúar voru t.d. stórtækari við kaup á glæsilegum listaverkum en öll nágrannasveitafélögin til samans. Alltaf var vandað til hátíðarhalda, hvort sem það var afmælisdagur bæjarins, þjóðhátíðardagurinn 17. Júní, vorhátíðir sem voru fastur liður um allan bæ eða sumardagurinn fyrsti. Nú í ár, í fyrsta skipti í 67 ár ákvað bæjarstjórn að fella niður hátíðarhöld í Kópavogi á sumardaginn fyrsta og heyrst hefur að bærinn ætli líka að snuða okkur um 17. júní og bjóða bara upp á litlar hverfishátíðir. Erum við virkilega svona lítil og tíkarleg? Þessir dagar eru nauðsynlegir til að tengja okkur Kópavogsbúa saman, Vatnsendann við Kársnesið, Smárann við Snælandið o.sfrv. Mig langar að eiga tækifæri að hitta alla gömlu vinina, samkennara og gamla nemendur í Kópavogi – ekki í nágrannasveitarfélögunum. Er þetta kannski of kostnaðarsamt fyrir bæinn? Naumt skammtað til lista og menningarstarfs Mér skilst að lista og menningarráð fái tæpar 30 milljónir til að styðja listalíf í bænum en það er aðeins tæpar 800 kr á mann. Er þetta ekki frekar aumkunarvert af sveitarfélagi sem telur sig til fyrirmyndar í rekstri? Getum við virkilega ekki gert betur? Sú var tíð eftir að Salurinn, tónlistarhús Kópavogs var tekinn í notkun, að öll grunnskólabörn fóru á tónleika a.m.k. tvisvar á ári. Allir áttu að finna að Salurinn var þeirra og þangað áttu þau erindi. Það var ekið reglulega með nemendur út um hvippinn og hvappinn í allskonar vettvangsferðir, heimsóknir á söfn og leikhús en allt þetta heyrir nú sögunni til. Bærinn telur sig ekki hafa efni á að splæsa í rútur. Menning er dýr fjárfesting en hún er ómetanleg og hún er gríðarlega stórt réttlætismál sem bæjaryfirvöldum ber að standa vörð um. Skólarnir eiga að fá tækifæri og fjármuni til að stuðla að jöfnuði barna og tryggja þeim öllum aðgengi að fjölbreyttum menningarviðburðum. Þá verður enn skemmtilegra að fara í skólann og örugglega skemmtilegra að búa í Kópavogi. Mikið vona ég að áherslurnar breytist með næstu bæjarstjórn. Vandið því valið á laugardaginn. Verum öll Vinir Kópavogs. Höfundur er fyrrverandi tónmenntakennari og kórstjóri í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það var ævintýraheimur að flytjast í Kópavoginn 1960. Allt í kring voru nýbyggingar að rísa innan um litlu fallegu bústaðina sem hýstu fólk sem hafði hrakist úr Reykjavík þegar þar var hvergi húsaskjól að finna. Þetta var alvöru sjálfsbjargarfólk sem ræktaði sinn eigin garð og hjálpaðist að. Þetta var líka hugsjónafólk sem tókst með útsjónarsemi og ómældri sjálfboðavinnu að tryggja Kópavogi flest það sem prýða má einn bæ. Þau byggðu skóla, félagsheimili, kirkju, stofnuðu tónlistarskóla, skólalúðrasveit, gæsluvelli, bókasafn o.fl. Þegar bærinn fékk árið 1955 kaupstaðaréttindi var ákveðið að 1% af útsvarstekjum bæjarins skyldi renna til lista- og menningarráðs. Enda blómstraði menningin og metnaðaðurinn svo eftir var tekið. Kópavogsbúar voru t.d. stórtækari við kaup á glæsilegum listaverkum en öll nágrannasveitafélögin til samans. Alltaf var vandað til hátíðarhalda, hvort sem það var afmælisdagur bæjarins, þjóðhátíðardagurinn 17. Júní, vorhátíðir sem voru fastur liður um allan bæ eða sumardagurinn fyrsti. Nú í ár, í fyrsta skipti í 67 ár ákvað bæjarstjórn að fella niður hátíðarhöld í Kópavogi á sumardaginn fyrsta og heyrst hefur að bærinn ætli líka að snuða okkur um 17. júní og bjóða bara upp á litlar hverfishátíðir. Erum við virkilega svona lítil og tíkarleg? Þessir dagar eru nauðsynlegir til að tengja okkur Kópavogsbúa saman, Vatnsendann við Kársnesið, Smárann við Snælandið o.sfrv. Mig langar að eiga tækifæri að hitta alla gömlu vinina, samkennara og gamla nemendur í Kópavogi – ekki í nágrannasveitarfélögunum. Er þetta kannski of kostnaðarsamt fyrir bæinn? Naumt skammtað til lista og menningarstarfs Mér skilst að lista og menningarráð fái tæpar 30 milljónir til að styðja listalíf í bænum en það er aðeins tæpar 800 kr á mann. Er þetta ekki frekar aumkunarvert af sveitarfélagi sem telur sig til fyrirmyndar í rekstri? Getum við virkilega ekki gert betur? Sú var tíð eftir að Salurinn, tónlistarhús Kópavogs var tekinn í notkun, að öll grunnskólabörn fóru á tónleika a.m.k. tvisvar á ári. Allir áttu að finna að Salurinn var þeirra og þangað áttu þau erindi. Það var ekið reglulega með nemendur út um hvippinn og hvappinn í allskonar vettvangsferðir, heimsóknir á söfn og leikhús en allt þetta heyrir nú sögunni til. Bærinn telur sig ekki hafa efni á að splæsa í rútur. Menning er dýr fjárfesting en hún er ómetanleg og hún er gríðarlega stórt réttlætismál sem bæjaryfirvöldum ber að standa vörð um. Skólarnir eiga að fá tækifæri og fjármuni til að stuðla að jöfnuði barna og tryggja þeim öllum aðgengi að fjölbreyttum menningarviðburðum. Þá verður enn skemmtilegra að fara í skólann og örugglega skemmtilegra að búa í Kópavogi. Mikið vona ég að áherslurnar breytist með næstu bæjarstjórn. Vandið því valið á laugardaginn. Verum öll Vinir Kópavogs. Höfundur er fyrrverandi tónmenntakennari og kórstjóri í Kópavogi.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun