Áhyggjur af borðaklippingum Hallur Guðmundsson skrifar 11. maí 2022 12:15 Ég hef áhyggjur. Ég hef miklar áhyggjur af meirihlutanum í Hafnarfirði. Þau hafa ekki undan að klippa á borða og fagna verkefnum. Þau stunda allskyns opnanir, passa sig á að mæta á ýmsa viðburði til að skreyta sig með fjöðrum og skenkja sér freyðivín. Ég hef áhyggjur af þeim þar sem þau eru ekki í neinu formi til að gera þetta. Hvenær sefur þetta fólk? Eru þau aldrei timbruð? Heyrðu, jú, Síðastliðin fjögur ár hefur farið lítið fyrir þessu fólki á vettvangi borðaklippinga og annarra uppbyggingarviðburða. Reyndar fréttist lítið af þeim fjögur ár þar á undan líka. Það er líklega vegna timburmanna eftir borðaklippingarnar. Kosningar eru í nánd og líklegt er að verð á skærum og klippanlegum litaborðum hækki talsvert fram í miðjan maí, eða svo. Stjórnmálaflokkar vilja bæta, breyta, laga og skreyta ef marka má loforð og fagurgalann sem frá þeim streymir þessa dagana. Loforðin eru til þess fallin að safna atkvæðum og vekja von í hjörtum fólks. En vonin er veik. Kjósendur hafa um áratuga skeið kosið sér fulltrúa til að hafa áhrif. Margir flokkar sem bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum (og raunar líka í þingkosningum) fylgja Excelskjali sem sýnir atkvæðamagn og niðurstöður skoðanakannana. Þetta er ekki leiðin til að þjóna fólkinu í bæjunum. Nú stendur yfir sala á gullkálfum sem gefið hafa af sér tryggar tekjur. Þegar gullkálfunum hefur verið smalað úr tekjufjósinu þá stendur eftir tómt fjós og engar tekjur. Tekjurnar af sölu kálfana fóru í kaffibæti handa stórbændunum og lengra dugði það ekki. Bóndi sem selur bústofninn og fær ekkert í staðinn til tekjuöflunar þykir ekki góður bóndi nema hann sé að hætta búskap. Hér er ég auðvitað að líkja bústofni við veitufyrirtæki. Tengi hver sem vill. Reynt að fegra fjárhag sveitarfélaga með sölu eigna og frestun útgjaldaliða svo uppfylla megi gömul kosningaloforð skömmu fyrir kosningar. Ástæður fyrir frestun verkefna - að mati meirihlutaflokka - eru aðallega tvær. Annars vegar óstjórn fyrri meirihluta. Hins vegar mantran „Við urðum að fórna fyrir samstarf“. Opnum bókhaldið, höfum störfin gagnsæ og verum heiðarleg! Málamiðlun er betri en að hætta við. Píratar í Hafnarfirði vilja breyta þessu verklagi. Píratar vilja stöðugar borðaklippingar ef tilefni er til. Það á ekki að fresta bráðnauðsynlegum verkefnum til að næra skammtímaminni kjósenda. Píratar vilja að bætt sé stöðugt í góðu verkin. Píratar vilja að bæjarbúar geti hugsað með jákvæðum hætti um stjórnmálin í bænum. Íbúar Hafnarfjarðar eiga betra skilið en geðþóttastjórnmál og að þurfa að horfa upp á aðgerðarleysi þar til kosningar nálgast. Íbúar Hafnarfjarðar eiga skilið að stjórnmálamenn hætti að hugsa í kjörtímabilum og tækifærum fyrir sinn flokk. Hugsunin þarf að snúast um að þjóna fólkinu, fara í þær framkvæmdir sem eru nauðsynlegar eins fljótt og mögulegt er. Til að hægt sé að breyta þessum hugsanagangi í Hafnarfirði þá þurfum við öll að mæta á kjörstað þann 14. maí og nýta atkvæðisréttinn okkar ef við höfum mögulega tök á því. Píratar vilja aukið lýðræði meðal íbúa og ef íbúar vilja aukið lýðræði innan bæjarins þá er hægt að stuðla að því með því að kjósa Pírata. XP! Höfundur situr í 10. sæti á framboðslista Pírata í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég hef áhyggjur. Ég hef miklar áhyggjur af meirihlutanum í Hafnarfirði. Þau hafa ekki undan að klippa á borða og fagna verkefnum. Þau stunda allskyns opnanir, passa sig á að mæta á ýmsa viðburði til að skreyta sig með fjöðrum og skenkja sér freyðivín. Ég hef áhyggjur af þeim þar sem þau eru ekki í neinu formi til að gera þetta. Hvenær sefur þetta fólk? Eru þau aldrei timbruð? Heyrðu, jú, Síðastliðin fjögur ár hefur farið lítið fyrir þessu fólki á vettvangi borðaklippinga og annarra uppbyggingarviðburða. Reyndar fréttist lítið af þeim fjögur ár þar á undan líka. Það er líklega vegna timburmanna eftir borðaklippingarnar. Kosningar eru í nánd og líklegt er að verð á skærum og klippanlegum litaborðum hækki talsvert fram í miðjan maí, eða svo. Stjórnmálaflokkar vilja bæta, breyta, laga og skreyta ef marka má loforð og fagurgalann sem frá þeim streymir þessa dagana. Loforðin eru til þess fallin að safna atkvæðum og vekja von í hjörtum fólks. En vonin er veik. Kjósendur hafa um áratuga skeið kosið sér fulltrúa til að hafa áhrif. Margir flokkar sem bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum (og raunar líka í þingkosningum) fylgja Excelskjali sem sýnir atkvæðamagn og niðurstöður skoðanakannana. Þetta er ekki leiðin til að þjóna fólkinu í bæjunum. Nú stendur yfir sala á gullkálfum sem gefið hafa af sér tryggar tekjur. Þegar gullkálfunum hefur verið smalað úr tekjufjósinu þá stendur eftir tómt fjós og engar tekjur. Tekjurnar af sölu kálfana fóru í kaffibæti handa stórbændunum og lengra dugði það ekki. Bóndi sem selur bústofninn og fær ekkert í staðinn til tekjuöflunar þykir ekki góður bóndi nema hann sé að hætta búskap. Hér er ég auðvitað að líkja bústofni við veitufyrirtæki. Tengi hver sem vill. Reynt að fegra fjárhag sveitarfélaga með sölu eigna og frestun útgjaldaliða svo uppfylla megi gömul kosningaloforð skömmu fyrir kosningar. Ástæður fyrir frestun verkefna - að mati meirihlutaflokka - eru aðallega tvær. Annars vegar óstjórn fyrri meirihluta. Hins vegar mantran „Við urðum að fórna fyrir samstarf“. Opnum bókhaldið, höfum störfin gagnsæ og verum heiðarleg! Málamiðlun er betri en að hætta við. Píratar í Hafnarfirði vilja breyta þessu verklagi. Píratar vilja stöðugar borðaklippingar ef tilefni er til. Það á ekki að fresta bráðnauðsynlegum verkefnum til að næra skammtímaminni kjósenda. Píratar vilja að bætt sé stöðugt í góðu verkin. Píratar vilja að bæjarbúar geti hugsað með jákvæðum hætti um stjórnmálin í bænum. Íbúar Hafnarfjarðar eiga betra skilið en geðþóttastjórnmál og að þurfa að horfa upp á aðgerðarleysi þar til kosningar nálgast. Íbúar Hafnarfjarðar eiga skilið að stjórnmálamenn hætti að hugsa í kjörtímabilum og tækifærum fyrir sinn flokk. Hugsunin þarf að snúast um að þjóna fólkinu, fara í þær framkvæmdir sem eru nauðsynlegar eins fljótt og mögulegt er. Til að hægt sé að breyta þessum hugsanagangi í Hafnarfirði þá þurfum við öll að mæta á kjörstað þann 14. maí og nýta atkvæðisréttinn okkar ef við höfum mögulega tök á því. Píratar vilja aukið lýðræði meðal íbúa og ef íbúar vilja aukið lýðræði innan bæjarins þá er hægt að stuðla að því með því að kjósa Pírata. XP! Höfundur situr í 10. sæti á framboðslista Pírata í Hafnarfirði.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar