Umbót svarar kallinu! - Skólafélagsráðgjafa í skólana okkar Margrét Þórararinsdóttir og Úlfar Guðmundsson skrifa 11. maí 2022 10:16 Þörfin: Á síðastliðnum áratugum hefur orðið breyting á okkar samfélagi á landsvísu. Félagsmótunarhlutverk skóla hefur aukist sem hefur aukið álag á kennara og starfsfólk grunnskóla til að sinna ekki bara kennslu heldur einnig velferð og vellíðan nemenda. Ein af grundvallar stefnumálum Umbótar fyrir kosningarnar er að ráða skólafélagsráðgjafa í skólana okkar. Hugmyndafræðin: Af hverju skólafélagsráðgjafi? Verksvið skólafélagsráðgjafa er fjölbreytt, en þeir leitast við að hafa heildarsýn yfir aðstæður. Það felur í sér samskipti á milli heimilis og skóla, beina ráðgjöf við nemendur og fjölskyldur, ásamt því að veita kennurum handleiðslu og ráðgjöf. Ungmenni okkar verða fyrir ýmsum hindrunum í einkalífi, í fjölskyldulífi og innan skólakerfisins. Áherslur skólafélagsráðgjafa ná yfir allt það í lífi barna sem hefur truflandi áhrif á menntun þeirra og lífsgæði. Skólafélagsráðgjöf hefur að markmiði að fjarlægja hindranir og skapa skólaumhverfi sem ýtir undir árangur fyrir öll börn og örva félagslegan og tilfinningalegan þroska nemenda. Skólafélagsráðgjafar leika mismunandi hlutverk í tengslum við ólíka hópa nemenda í áhættuhópum. Fyrst og fremst er mikilvægt að þekkja þá hópa nemenda sem eru í áhættu, ganga í gegnum erfiðleika og eiga erfitt með að standast kröfur skólans. Þess vegna skiptir snemmbær íhlutun og forvarnir miklu máli. Skólafélagsráðgjafar mynda mikilvæga brú á milli skóla, fjölskyldu og samfélags. Vandamál sem barn eða ungmenni glímir við í grunnskóla verða alvarlegri og kostnaðasamari ef ekki er brugðist við strax í upphafi. Lausnin: Við í Umbót viljum ráða til starfa til að byrja með tvo skólafélagsráðgjafa sem myndu starfa miðlægt frá fræðsluskrifstofunni og fara inn í hvern skóla. Við viljum í kjölfarið meta og þarfagreina frekar verkefnið í samvinnu við skóla og foreldra eftir tvö ár. Kostnaðurinn: Kostnaðurinn við verkefnið er 26-30 milljónir á ársgrundvelli. Við í Umbót erum viss um að þeim fjármunum er vel varið og skynsamleg lausn til að svara ákallinu. Auka þarf strax sérfræðiþekkingu innan skólakerfisins, gæta að hag barna og ungmenna okkar, vera til staðar fyrir foreldra og auka ráðgjöf og handleiðslu til kennara. Verkefnið er mikilvægt. Við þurfum þinn stuðning til góðra verka í þágu barnanna okkar. X - U Höfundar skipa 1. og 4. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Félagsmál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þörfin: Á síðastliðnum áratugum hefur orðið breyting á okkar samfélagi á landsvísu. Félagsmótunarhlutverk skóla hefur aukist sem hefur aukið álag á kennara og starfsfólk grunnskóla til að sinna ekki bara kennslu heldur einnig velferð og vellíðan nemenda. Ein af grundvallar stefnumálum Umbótar fyrir kosningarnar er að ráða skólafélagsráðgjafa í skólana okkar. Hugmyndafræðin: Af hverju skólafélagsráðgjafi? Verksvið skólafélagsráðgjafa er fjölbreytt, en þeir leitast við að hafa heildarsýn yfir aðstæður. Það felur í sér samskipti á milli heimilis og skóla, beina ráðgjöf við nemendur og fjölskyldur, ásamt því að veita kennurum handleiðslu og ráðgjöf. Ungmenni okkar verða fyrir ýmsum hindrunum í einkalífi, í fjölskyldulífi og innan skólakerfisins. Áherslur skólafélagsráðgjafa ná yfir allt það í lífi barna sem hefur truflandi áhrif á menntun þeirra og lífsgæði. Skólafélagsráðgjöf hefur að markmiði að fjarlægja hindranir og skapa skólaumhverfi sem ýtir undir árangur fyrir öll börn og örva félagslegan og tilfinningalegan þroska nemenda. Skólafélagsráðgjafar leika mismunandi hlutverk í tengslum við ólíka hópa nemenda í áhættuhópum. Fyrst og fremst er mikilvægt að þekkja þá hópa nemenda sem eru í áhættu, ganga í gegnum erfiðleika og eiga erfitt með að standast kröfur skólans. Þess vegna skiptir snemmbær íhlutun og forvarnir miklu máli. Skólafélagsráðgjafar mynda mikilvæga brú á milli skóla, fjölskyldu og samfélags. Vandamál sem barn eða ungmenni glímir við í grunnskóla verða alvarlegri og kostnaðasamari ef ekki er brugðist við strax í upphafi. Lausnin: Við í Umbót viljum ráða til starfa til að byrja með tvo skólafélagsráðgjafa sem myndu starfa miðlægt frá fræðsluskrifstofunni og fara inn í hvern skóla. Við viljum í kjölfarið meta og þarfagreina frekar verkefnið í samvinnu við skóla og foreldra eftir tvö ár. Kostnaðurinn: Kostnaðurinn við verkefnið er 26-30 milljónir á ársgrundvelli. Við í Umbót erum viss um að þeim fjármunum er vel varið og skynsamleg lausn til að svara ákallinu. Auka þarf strax sérfræðiþekkingu innan skólakerfisins, gæta að hag barna og ungmenna okkar, vera til staðar fyrir foreldra og auka ráðgjöf og handleiðslu til kennara. Verkefnið er mikilvægt. Við þurfum þinn stuðning til góðra verka í þágu barnanna okkar. X - U Höfundar skipa 1. og 4. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun