Grænn iðngarður byggður á hringrásarhugsun á Grundartanga Björgvin Helgason og Ólafur Adolfsson skrifa 11. maí 2022 08:31 Í dag fögnum við enn einum áfanga öflugs atvinnusvæðis Grundartanga sem fyrirtæki og sveitarfélög hafa byggt upp sameiginlega. Þá verður undirrituð sérstök viljayfirlýsing um uppbyggingu græns iðngarðs byggðum á hringrásarhugsun. Að verkefninu standa Þróunarfélag Grundartanga, fimm sveitarfélög, Faxaflóahafnir og 15 öflug fyrirtæki. Sérlegur verndari verkefnisins er Guðlaugi Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Um 20 stór og smá iðn‐ og þjónustufyrirtæki á Grundartanga veita meira en 1.100 manns atvinnu að jafnaði. Rekja má um 2.000 afleidd störf til starfsemi svæðisins. Þetta samfélag fyrirtækja eru langstærstu vinnuveitendur Hvalfjarðarsveitar og Akraness. Tvö stærstu fyrirtækin, Norðurál og Elkem Ísland, greiða laun og kaupa þjónustu fyrir meira en 20 milljarða króna á ári. Atvinnusvæðið hefur verið byggt upp í sameiningu kröftugra fyrirtækja og framsýnna sveitarfélaga. Til frekari framfaraskrefa var Þróunarfélag Grundartanga stofnað 2016. Að því standa Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð, Skorradalshreppur, Akraneskaupstaður, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir. Það sameinar krafta sveitarfélaganna, Faxaflóahafna og fyrirtækja á atvinnusvæðinu til að skapa öflugt sóknarsvæði og þróa nýja vaxtarmöguleika. Uppbyggingu græns iðngarðs á Grundartanga er ætlað að styðja við sjálfbærni með því að innleiða félagsleg, efnahagsleg og umhverfisleg sjónarmið í skipulag, stýringu og framkvæmd. Ávinningur verkefnisins er í takt við stefnu stjórnvalda og sveitarfélaga um þróun í átt að hringrásarhagkerfi og styður aðgerðaráætlun í loftlagsmálum. Grænn iðngarður Grundartanga hefur alla burði til að geta orðið leiðandi á heimsvísu með áherslu á sjálfbærni, bætta fjölnýtingu auðlinda og innviða í gegnum hringrásarhagkerfi. Þar liggja mörg tækifæri í að minnka áhrif loftslagsbreytinga, auka skynsemi í hráefnanotkun, koma á fjölnýtingarverkefnum og bæta enn frekar endurheimt auðlinda. Þessi viljayfirlýsing er mikilvæg fyrir framtíðaruppbyggingu athafnalífs á Grundartanga. Hún veit á gott fyrir íbúa nærliggjandi sveitarfélaga sem og framtíðarkynslóðir. Í dag verður undirrituð yfirlýsing um grænan iðngarð hringrásarhugsunar á Grundartanga. Björgvin Helgason er oddviti Hvalfjarðarsveitar. Ólafur Adolfsson er formaður Þróunarfélags Grundartanga og bæjarfulltrúi á Akranesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalfjarðarsveit Akranes Vinnumarkaður Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við enn einum áfanga öflugs atvinnusvæðis Grundartanga sem fyrirtæki og sveitarfélög hafa byggt upp sameiginlega. Þá verður undirrituð sérstök viljayfirlýsing um uppbyggingu græns iðngarðs byggðum á hringrásarhugsun. Að verkefninu standa Þróunarfélag Grundartanga, fimm sveitarfélög, Faxaflóahafnir og 15 öflug fyrirtæki. Sérlegur verndari verkefnisins er Guðlaugi Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Um 20 stór og smá iðn‐ og þjónustufyrirtæki á Grundartanga veita meira en 1.100 manns atvinnu að jafnaði. Rekja má um 2.000 afleidd störf til starfsemi svæðisins. Þetta samfélag fyrirtækja eru langstærstu vinnuveitendur Hvalfjarðarsveitar og Akraness. Tvö stærstu fyrirtækin, Norðurál og Elkem Ísland, greiða laun og kaupa þjónustu fyrir meira en 20 milljarða króna á ári. Atvinnusvæðið hefur verið byggt upp í sameiningu kröftugra fyrirtækja og framsýnna sveitarfélaga. Til frekari framfaraskrefa var Þróunarfélag Grundartanga stofnað 2016. Að því standa Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð, Skorradalshreppur, Akraneskaupstaður, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir. Það sameinar krafta sveitarfélaganna, Faxaflóahafna og fyrirtækja á atvinnusvæðinu til að skapa öflugt sóknarsvæði og þróa nýja vaxtarmöguleika. Uppbyggingu græns iðngarðs á Grundartanga er ætlað að styðja við sjálfbærni með því að innleiða félagsleg, efnahagsleg og umhverfisleg sjónarmið í skipulag, stýringu og framkvæmd. Ávinningur verkefnisins er í takt við stefnu stjórnvalda og sveitarfélaga um þróun í átt að hringrásarhagkerfi og styður aðgerðaráætlun í loftlagsmálum. Grænn iðngarður Grundartanga hefur alla burði til að geta orðið leiðandi á heimsvísu með áherslu á sjálfbærni, bætta fjölnýtingu auðlinda og innviða í gegnum hringrásarhagkerfi. Þar liggja mörg tækifæri í að minnka áhrif loftslagsbreytinga, auka skynsemi í hráefnanotkun, koma á fjölnýtingarverkefnum og bæta enn frekar endurheimt auðlinda. Þessi viljayfirlýsing er mikilvæg fyrir framtíðaruppbyggingu athafnalífs á Grundartanga. Hún veit á gott fyrir íbúa nærliggjandi sveitarfélaga sem og framtíðarkynslóðir. Í dag verður undirrituð yfirlýsing um grænan iðngarð hringrásarhugsunar á Grundartanga. Björgvin Helgason er oddviti Hvalfjarðarsveitar. Ólafur Adolfsson er formaður Þróunarfélags Grundartanga og bæjarfulltrúi á Akranesi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar