Tónlistin á næsta leik - 284 börn á biðlista Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir skrifar 10. maí 2022 13:02 Tónlistarskólakerfið á Íslandi eins og við þekkjum það í dag er að þakka framsýnum og snjöllum menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasyni, sem kom því á í sinni ráðherratíð á sjöunda áratug síðustu aldar. Það skýrir þá miklu grósku í íslensku tónlistarlífi sem hefur átt sér stað á síðustu áratugum og hefur skilað okkur þangað sem við erum í dag. Margar þjóðir hafa öfundað okkur af þessu góða kerfi sem hefur gefið okkur fjölda af frábæru tónlistarfólki á undanförnum áratugum. Við verðum að standa vörð um það góða kerfi og ekki láta misvitra stjórnmálamenn taka það frá okkur. Tónlistarskóli Garðabæjar er góður skóli skipaður fjölda góðra kennara. Það sést best á því hve margir nemendur eru komnir á mið- og framhaldsstig. Þar af leiðandi minnka möguleikar á að taka inn nýja nemendur nema að fjármagn fáist til að stækka skólann bæði í Kirkjulundi og á Álftanesi og fjölga stöðugildum, sem er löngu tímabært. Fyrir ári síðan voru 200 börn á biðlista um nám en nú er fjöldinn kominn upp í 284. Þetta er varla boðlegt fyrir ríkt samfélag eins og Garðabæ. Fjárframlög til skólans eru í engu samræmi við fjölgun íbúa í bænum. Börn geta ekki beðið árum saman eftir að hefja tónlistarnám. Það er mikilvægt að þau fái tækifæri til að hefja nám sem fyrst þegar áhugi vaknar. Því eldri sem börnin eru þegar þau hefja nám minnka líkurnar á því að þau nái einhverri færni á hljóðfærið. Tónlistarnám er ekki bara til að kenna fólki að hlusta heldur líka til að mennta tónlistarfólk og skiptir þá miklu máli að hefja námið snemma. Ef við hlúum ekki að þeim sem vilja gera tónlist að ævistarfi sínu verður fátt um færa kennara í framtíðinni. Síðastliðin fjögur ár hefur lítið miðað í húsnæðismálum Tónlistarskólans og aðeins fjölgað um eitt og hálft stöðugildi þrátt fyrir mikla fjölgun í sveitarfélaginu. Skólahúsnæðið í Kirkjulundi er sprungið en möguleiki er á stækkun ef vilji er fyrir hendi. Kennt er á mörgum stöðum í bænum þ.e. aðstaða er í nokkrum grunnskólum til tónlistarkennslu. Þetta er gott þar sem hægt er að taka nemendur út úr tímum og auðveldar það sporin fyrir ungmennin og einnig getur kennslan hafist fyrr á daginn. Á Álftanesi er deild frá skólanum sem er með sér húsnæði og innangengt í grunnskólann svo þar er auðvelt að nota þetta fyrirkomulag og hefur það verið til margra ára. Þar vantar stofur til tónfræðikennslu og slagverksstofu. Í dag er slagverksstofan í samkrulli við félagsaðstöðu nemenda grunnskólans og er hvorugum boðlegt. Ég hef setið í tónlistarskólanefnd s.l. fjögur ár en lítið hefur gerst í þessum málum á tímabilinu þrátt fyrir vilja nefndarinnar þar að lútandi. Fyrir ári síðan fór nefndin fram á fund með bæjarstjóra til að ræða húsnæðismál skólans svo og stöðugildi. Það tók eitt ár að fá þann fund. Á fundi nefndarinnar 10. mars s.l. lagði ég fram bókun vegna óhóflegs dráttar málsins. Þá fóru hjólin loks að snúast. Viku síðar 17. mars fengum við fund með bæjarstjóra. Vonbrigðin voru mikil þegar bæjarstjóri virtist ekki hafa nokkurn áhuga á að bæta úr þessum málum. Því kom það okkur á óvart að á bæjarstjórnarfundi í byrjun apríl lögðu tveir fulltrúar meirihlutans fram tillögu þess efnis að efla tónlistarnám í Garðabæ og fýsileika þess að stækka núverandi húsnæði skólans við Kirkjulund. Ég fagna tillögu meirihlutans og bind vonir við að þetta verði ekki bara tillaga án framkvæmda. Fundargerð frá 17. mars með bæjarstjóra tók langan tíma að fæðast en hefur nú loksins litið dagsins ljós. Það sem kemur fram í fundargerðinni er hins vegar ekki sannleikanum samkvæmt. Bæjarstjórinn tók aldrei undir hugmyndir að vinna að áætlun um stækkun skólans, hvað þá að leggja fram áætlun við undirbúning fjárhagsáætlunar 2023 eins og segir í fundargerðinni. Það er meirihlutanum ekki til sóma að birta skáldaða fundargerð 2. fundar tónlistaskólanefndar að því virðist til að reyna að klóra yfir áhugaleysi bæjarstjóra. Fundargerðin var aldrei borin undir nefndarmenn. Ég vil vara við ódýrum lausnum hvað námið varðar. Tónlistarnám kostar peninga. Það útheimtir í flestum tilfellum einkakennslu tvisvar í viku, vel menntaða kennara og góða ástundun ef einhver árangur á að nást. Þetta er það sem tónlistarskólarnir bjóða upp á. Það eru engar skyndilausnir sem virka í þessum málum. Nú hefur íþróttahreyfingin fengið nýtt glæsilegt íþróttahús. Við í Garðabæjarlistanum leggjum til að tónlistin eigi næsta leik. Höfundur er í níunda sæti á lista Garðabæjarlistans fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Tónlistarnám Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Tónlistarskólakerfið á Íslandi eins og við þekkjum það í dag er að þakka framsýnum og snjöllum menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasyni, sem kom því á í sinni ráðherratíð á sjöunda áratug síðustu aldar. Það skýrir þá miklu grósku í íslensku tónlistarlífi sem hefur átt sér stað á síðustu áratugum og hefur skilað okkur þangað sem við erum í dag. Margar þjóðir hafa öfundað okkur af þessu góða kerfi sem hefur gefið okkur fjölda af frábæru tónlistarfólki á undanförnum áratugum. Við verðum að standa vörð um það góða kerfi og ekki láta misvitra stjórnmálamenn taka það frá okkur. Tónlistarskóli Garðabæjar er góður skóli skipaður fjölda góðra kennara. Það sést best á því hve margir nemendur eru komnir á mið- og framhaldsstig. Þar af leiðandi minnka möguleikar á að taka inn nýja nemendur nema að fjármagn fáist til að stækka skólann bæði í Kirkjulundi og á Álftanesi og fjölga stöðugildum, sem er löngu tímabært. Fyrir ári síðan voru 200 börn á biðlista um nám en nú er fjöldinn kominn upp í 284. Þetta er varla boðlegt fyrir ríkt samfélag eins og Garðabæ. Fjárframlög til skólans eru í engu samræmi við fjölgun íbúa í bænum. Börn geta ekki beðið árum saman eftir að hefja tónlistarnám. Það er mikilvægt að þau fái tækifæri til að hefja nám sem fyrst þegar áhugi vaknar. Því eldri sem börnin eru þegar þau hefja nám minnka líkurnar á því að þau nái einhverri færni á hljóðfærið. Tónlistarnám er ekki bara til að kenna fólki að hlusta heldur líka til að mennta tónlistarfólk og skiptir þá miklu máli að hefja námið snemma. Ef við hlúum ekki að þeim sem vilja gera tónlist að ævistarfi sínu verður fátt um færa kennara í framtíðinni. Síðastliðin fjögur ár hefur lítið miðað í húsnæðismálum Tónlistarskólans og aðeins fjölgað um eitt og hálft stöðugildi þrátt fyrir mikla fjölgun í sveitarfélaginu. Skólahúsnæðið í Kirkjulundi er sprungið en möguleiki er á stækkun ef vilji er fyrir hendi. Kennt er á mörgum stöðum í bænum þ.e. aðstaða er í nokkrum grunnskólum til tónlistarkennslu. Þetta er gott þar sem hægt er að taka nemendur út úr tímum og auðveldar það sporin fyrir ungmennin og einnig getur kennslan hafist fyrr á daginn. Á Álftanesi er deild frá skólanum sem er með sér húsnæði og innangengt í grunnskólann svo þar er auðvelt að nota þetta fyrirkomulag og hefur það verið til margra ára. Þar vantar stofur til tónfræðikennslu og slagverksstofu. Í dag er slagverksstofan í samkrulli við félagsaðstöðu nemenda grunnskólans og er hvorugum boðlegt. Ég hef setið í tónlistarskólanefnd s.l. fjögur ár en lítið hefur gerst í þessum málum á tímabilinu þrátt fyrir vilja nefndarinnar þar að lútandi. Fyrir ári síðan fór nefndin fram á fund með bæjarstjóra til að ræða húsnæðismál skólans svo og stöðugildi. Það tók eitt ár að fá þann fund. Á fundi nefndarinnar 10. mars s.l. lagði ég fram bókun vegna óhóflegs dráttar málsins. Þá fóru hjólin loks að snúast. Viku síðar 17. mars fengum við fund með bæjarstjóra. Vonbrigðin voru mikil þegar bæjarstjóri virtist ekki hafa nokkurn áhuga á að bæta úr þessum málum. Því kom það okkur á óvart að á bæjarstjórnarfundi í byrjun apríl lögðu tveir fulltrúar meirihlutans fram tillögu þess efnis að efla tónlistarnám í Garðabæ og fýsileika þess að stækka núverandi húsnæði skólans við Kirkjulund. Ég fagna tillögu meirihlutans og bind vonir við að þetta verði ekki bara tillaga án framkvæmda. Fundargerð frá 17. mars með bæjarstjóra tók langan tíma að fæðast en hefur nú loksins litið dagsins ljós. Það sem kemur fram í fundargerðinni er hins vegar ekki sannleikanum samkvæmt. Bæjarstjórinn tók aldrei undir hugmyndir að vinna að áætlun um stækkun skólans, hvað þá að leggja fram áætlun við undirbúning fjárhagsáætlunar 2023 eins og segir í fundargerðinni. Það er meirihlutanum ekki til sóma að birta skáldaða fundargerð 2. fundar tónlistaskólanefndar að því virðist til að reyna að klóra yfir áhugaleysi bæjarstjóra. Fundargerðin var aldrei borin undir nefndarmenn. Ég vil vara við ódýrum lausnum hvað námið varðar. Tónlistarnám kostar peninga. Það útheimtir í flestum tilfellum einkakennslu tvisvar í viku, vel menntaða kennara og góða ástundun ef einhver árangur á að nást. Þetta er það sem tónlistarskólarnir bjóða upp á. Það eru engar skyndilausnir sem virka í þessum málum. Nú hefur íþróttahreyfingin fengið nýtt glæsilegt íþróttahús. Við í Garðabæjarlistanum leggjum til að tónlistin eigi næsta leik. Höfundur er í níunda sæti á lista Garðabæjarlistans fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun