Heilsuspillandi húsnæði Félagsbústaða Víðir Aðalsteinsson skrifar 8. maí 2022 21:00 Þann 4. maí svaraði framkvæmdastjóri grein minni frá 3. maí „Mygla félagslegu íbúðarhúsnæði Reykjavíkurborgar“. Ég vil þakka henni fyrir svarið en hún svarar ekki spurningum um ábyrgð og bætur. Hún staðfestir að félagslegar leiguíbúðir eru ætlaðar fjölskyldum og einstaklingum undir tilteknum eigna- og tekjumörkum. Greinin staðfestir líka að margir eru ánægðir með þjónustu félagsbústaða en þó með lesa úr hennar svari að 28% sé óánægt þ.e. 840 fjölskyldur. Þá eru 40% óánægt með viðhaldsþjónustu m.v. sömu könnun eða 1200 fjölskyldur. En ef við hættum allri tölfræði og horfum á óánægðar fjölskyldur þá er augljóst á svari félagsbústaða að málið er stórt og verra en ég taldi vera þegar ég skrifaði fyrra bréfið. Ég bið lesendur um að skoða Facebook síðuna „Mygla og raki í húsnæði á vegum Félagsbústaða„ Þar hafa notendur deilt sögum sínum og nýir notendur að bætast við daglega. Við sjáum mjög sláandi myndir af afleiðingum þess að búa í ólheilbrigðu húsnæði, sem og átakanlegar sögur og er ljóst að óheilsusamlegt húsnæði getur haft skelfilegar afleiðingar fyrir íbúana. Í fyrra bréfi er ég að deila minni upplifum á kerfinu og á fyrr nefndri Facebook síðu segja leigjendur frá sinni sögu. Sigrún svarað mörgum spurningum en svarið kallað fram nýjar: Sigrún skrifar „Þegar leigjendur tilkynna um leka, óeðlilegan raka eða grun um myglu er farið í sérstakar húsnæðisskoðanir og eftir atvikum fengnir óháðir aðilar til að mæla loftgæði og/eða taka sýni til að kanna mygluvöxt.“ Vegna þessa vil ég spyrja, af hverju er ekki án undantekninga kallaðir strax til óháðir sérfræðingar til að koma og mæla loftgæði? Þetta snýst um velferð íbúa þ.m.t. barna sem gætu búið við stórhættuleg loftgæði. Sigrún skrifar „Félagsbústaðir leggja áherslu á að svara öllum þeim erindum sem berast frá leigjendum og aðstoða við úrlausn þeirra mála sem upp koma vegna viðhalds eða annarra erinda.“ Hvað þarf fólk að bíða lengi eftir úrbótum? Ég hef heyrt af fólki sem hefur þurft að bíða í nokkur ár eftir úrbótum. Ef illa fer vegna myglu og henda þarf húsgögnum vegna þess, koma þá bætur frá Félagsbústöðum? Ég gef mér að leigutaki þurfi stundum að flytja tímabundið úr íbúð vegna myglu og honum komið fyrir í annarri íbúð sem félagsbústaðir skaffar. Þarf legutaki að standa straum af flutningskostnaði eða taka Félagsbústaðir þann kostnað? Í þeim íbúðum sem ég hef séð þá eru þær allar í fjölbýlishúsi er þá dúkur á gólfi. Vegna dúksins magnast hljóð sem kemur frá þessum íbúðum en það eitt og sér getur orðið til þess að hávaði frá íbúð getur verið meiri en nauðsynlegt er og kallað fram nágrannaerjur og eða leigutaki litinn hornauga vegna þess. Því spyr ég er verið eða á að skipt út dúknum út fyrir annað og betra hljóðeinangri efni? Sitja fulltrúar félagsbústaða húsfundi til að fylgjast með hvað er að gerast eða bara til að heyra hvort sambúð við leigutaka sé ekki góð. Ég reyndar veit svarið en spyr er ekki nauðsynlegt að félagsbústaðir fundi með öðrum eigendum fjölbýlishúsa? Vísað er í könnun MMR sem ég eðlilega þekki ekki og þeir ekki heldur sem ég er í sambandi við. En eru Félagsbústaðir sátt eða ánægt með niðurstöðuna? Á mínum vinnustað er metnaður lagður í ánægju viðskiptavina og vandamálin greind strax ef eitthvað er að og það lagað strax. Í tilfelli Félagsbústaða er verið að ræða um fólk og aðbúnað þess, berum virðingu fyrir þessu fólki, það eru fjölþættar ástæður fyrir því að þessir einstaklingar eru í þessum sporum. Auðveldum líf þessara einstaklinga í stað þess að íþyngja þeim. Hefur það komið fyrir að leigjandi hafi verið beðin um að skrifa undir þagnarbeiðni? Höfundur er viðskiptastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Reykjavík Mygla Skoðun: Kosningar 2022 Félagsmál Tengdar fréttir Viðhald félagslegra leiguíbúða Í gær birtist aðsend grein á www.visir.is þar sem vakin var athygli á umræðu um vandamál vegna myglu og raka í byggingum. 4. maí 2022 15:45 Mygla í félagslegu íbúðarhúsnæði Reykjavíkurborgar Við heyrum reglulega af vandamálum tengdum myglu og raka í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Er umræðan þá aðallega tengd skólum og vellíðan barna og starfsmanna þar. En hvað um fjölskyldur sem eru í félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar og af ýmsum ástæðum jafnvel föst þar? Er ástandið á íbúðunum þar bara í lagi? 3. maí 2022 15:00 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Sjá meira
Þann 4. maí svaraði framkvæmdastjóri grein minni frá 3. maí „Mygla félagslegu íbúðarhúsnæði Reykjavíkurborgar“. Ég vil þakka henni fyrir svarið en hún svarar ekki spurningum um ábyrgð og bætur. Hún staðfestir að félagslegar leiguíbúðir eru ætlaðar fjölskyldum og einstaklingum undir tilteknum eigna- og tekjumörkum. Greinin staðfestir líka að margir eru ánægðir með þjónustu félagsbústaða en þó með lesa úr hennar svari að 28% sé óánægt þ.e. 840 fjölskyldur. Þá eru 40% óánægt með viðhaldsþjónustu m.v. sömu könnun eða 1200 fjölskyldur. En ef við hættum allri tölfræði og horfum á óánægðar fjölskyldur þá er augljóst á svari félagsbústaða að málið er stórt og verra en ég taldi vera þegar ég skrifaði fyrra bréfið. Ég bið lesendur um að skoða Facebook síðuna „Mygla og raki í húsnæði á vegum Félagsbústaða„ Þar hafa notendur deilt sögum sínum og nýir notendur að bætast við daglega. Við sjáum mjög sláandi myndir af afleiðingum þess að búa í ólheilbrigðu húsnæði, sem og átakanlegar sögur og er ljóst að óheilsusamlegt húsnæði getur haft skelfilegar afleiðingar fyrir íbúana. Í fyrra bréfi er ég að deila minni upplifum á kerfinu og á fyrr nefndri Facebook síðu segja leigjendur frá sinni sögu. Sigrún svarað mörgum spurningum en svarið kallað fram nýjar: Sigrún skrifar „Þegar leigjendur tilkynna um leka, óeðlilegan raka eða grun um myglu er farið í sérstakar húsnæðisskoðanir og eftir atvikum fengnir óháðir aðilar til að mæla loftgæði og/eða taka sýni til að kanna mygluvöxt.“ Vegna þessa vil ég spyrja, af hverju er ekki án undantekninga kallaðir strax til óháðir sérfræðingar til að koma og mæla loftgæði? Þetta snýst um velferð íbúa þ.m.t. barna sem gætu búið við stórhættuleg loftgæði. Sigrún skrifar „Félagsbústaðir leggja áherslu á að svara öllum þeim erindum sem berast frá leigjendum og aðstoða við úrlausn þeirra mála sem upp koma vegna viðhalds eða annarra erinda.“ Hvað þarf fólk að bíða lengi eftir úrbótum? Ég hef heyrt af fólki sem hefur þurft að bíða í nokkur ár eftir úrbótum. Ef illa fer vegna myglu og henda þarf húsgögnum vegna þess, koma þá bætur frá Félagsbústöðum? Ég gef mér að leigutaki þurfi stundum að flytja tímabundið úr íbúð vegna myglu og honum komið fyrir í annarri íbúð sem félagsbústaðir skaffar. Þarf legutaki að standa straum af flutningskostnaði eða taka Félagsbústaðir þann kostnað? Í þeim íbúðum sem ég hef séð þá eru þær allar í fjölbýlishúsi er þá dúkur á gólfi. Vegna dúksins magnast hljóð sem kemur frá þessum íbúðum en það eitt og sér getur orðið til þess að hávaði frá íbúð getur verið meiri en nauðsynlegt er og kallað fram nágrannaerjur og eða leigutaki litinn hornauga vegna þess. Því spyr ég er verið eða á að skipt út dúknum út fyrir annað og betra hljóðeinangri efni? Sitja fulltrúar félagsbústaða húsfundi til að fylgjast með hvað er að gerast eða bara til að heyra hvort sambúð við leigutaka sé ekki góð. Ég reyndar veit svarið en spyr er ekki nauðsynlegt að félagsbústaðir fundi með öðrum eigendum fjölbýlishúsa? Vísað er í könnun MMR sem ég eðlilega þekki ekki og þeir ekki heldur sem ég er í sambandi við. En eru Félagsbústaðir sátt eða ánægt með niðurstöðuna? Á mínum vinnustað er metnaður lagður í ánægju viðskiptavina og vandamálin greind strax ef eitthvað er að og það lagað strax. Í tilfelli Félagsbústaða er verið að ræða um fólk og aðbúnað þess, berum virðingu fyrir þessu fólki, það eru fjölþættar ástæður fyrir því að þessir einstaklingar eru í þessum sporum. Auðveldum líf þessara einstaklinga í stað þess að íþyngja þeim. Hefur það komið fyrir að leigjandi hafi verið beðin um að skrifa undir þagnarbeiðni? Höfundur er viðskiptastjóri.
Viðhald félagslegra leiguíbúða Í gær birtist aðsend grein á www.visir.is þar sem vakin var athygli á umræðu um vandamál vegna myglu og raka í byggingum. 4. maí 2022 15:45
Mygla í félagslegu íbúðarhúsnæði Reykjavíkurborgar Við heyrum reglulega af vandamálum tengdum myglu og raka í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Er umræðan þá aðallega tengd skólum og vellíðan barna og starfsmanna þar. En hvað um fjölskyldur sem eru í félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar og af ýmsum ástæðum jafnvel föst þar? Er ástandið á íbúðunum þar bara í lagi? 3. maí 2022 15:00
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun