Framsókn til framtíðar í húsnæðismálum í Fjarðabyggð Jón Björn Hákonarson skrifar 7. maí 2022 12:01 Fjarðabyggð er sístækkandi samfélag þar sem vaxandi þörf hefur orðið eftir íbúðarhúsnæði á síðustu misserum. Það er því af sem áður var þegar dræm sala var á íbúðarhúsnæði og verð voru lág. Mikil eftirspurn er nú eftir íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð og auk þess hefur fjöldi úthlutaðra byggingarlóða ekki verið meiri um nokkuð langa hríð. Í fyrirsjánlegri framtíð er ljóst að eftirspurn mun aukast og ljóst að eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem bíður nýrrar bæjarstjórnar Fjarðabyggðar að loknum kosningum er að takast á við þetta verkefni og koma til móts við þessa þörf. Greiðum fyrir byggingu húsnæðis Framsókn í Fjarðabyggð mun á komandi kjörtímabili leggja höfuðáherslu á greiða fyrir byggingu húsnæðis í sveitarfélaginu eftir ýmsum leiðum. Mikil þörf er fyrir nýtt íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð til að hingað geti flutt nýjir íbúar. Þá er ekki síður þörf fyrir minna húsnæði fyrir þá íbúa sem vilja minnka við sig og selja stærri eignir ásamt því að efla leigumarkað í hverfum Fjarðabyggðar. Framsókn í Fjarðabyggð mun áfram leggja áherslu á að framhald verði á afslætti á gatnagerðargjöldum en síðustu ár hefur verið veittur 75% afsláttur af þeim til að liðka fyrir nýbyggingum í sveitarfélaginu. Þá þarf að tryggja áfram nægt framboð lóða í öllum hverfum. Skoða þarf alla möguleika í þeim efnum m.a. að þétta byggð í núverandi hverfum og byggja á lausum lóðum innan eldri byggðar. Þá þarf að meta þörf hverju sinni fyrir uppbyggingu nýrra hverfa og hefja undirbúning þess þar sem þess er þörf. Þá þarf einnig að kanna möguleika á því að útbúa lóðir, eftir þörfum, í minni hverfum Fjarðabyggðar þannig að þær verði tilbúnar til að byggja á þeim og liðka þannig fyrir uppbyggingu í þeim hverfum Fjarðabyggðar þar sem nýbyggingar hafa ekki risið um langt skeið. Við höfum látið verkin tala Framsókn hefur á þessu kjörtímabili unnið að þessum málum af krafti, og markverður árangur hefur náðst. Eitt af því sem unnið hefur verið að af upp á síðkastið er að koma á stað byggingum í samstarfi við opinbera aðila á leigumarkaði. Stigið var mikilvægt skref á liðnu hausti er Fjarðabyggð lagði íbúðir sínar inn í óhagnaðardrifna leigufélagið Bríet sem stjórnvöld höfðu stofnað. Með því eignaðist Fjarðabyggð hlut í Bríet og um leið renndi stoðum undir byggingu nýrra leiguíbúða í hverfum Fjarðabyggðar. Fyrstu verkefnin í þeim efnum litu svo ljós í vikunni sem er að líða er skrifað var undir samning milli Bríetar, Fjarðabyggðar, HMS og Búðinga ehf. um byggingu fjögurra leiguíbúða á Norðfirði sem rísa munu á sumri komanda, tveggja íbúða á Breiðdalsvík sem hafist verður handa við að byggja næsta haust og um leið keyptar tvær íbúðir á Fáskrúðsfirði sem tilbúnar verða í sumar. Er hér um mjög mikilvægt verkefni að ræða sem efla mun leigumarkað í Fjarðabyggð. Þá verður nú í maí hafist handa við undirbúning að viljayfirlýsingu um byggingu leiguíbúða á Eskifirði og Stöðvarfirði sem boðnar verða þá út á sumri komanda. Þá stóð Fjarðabyggð einnig að stofnun Brákar húsnæðissjálfseignarstofnunar í vetur með fleiri sveitarfélögum á landsbyggðinni. Brák húsnæðissjálfseignarstofnun mun byggja húsnæði fyrir tekjulægri hópa og er þegar hafin bygging fimm íbúða á vegum hennar á Reyðarfirði sem tilbúnar verða á komandi hausti og mikil þörf er fyrir. Þá Sótti Fjarðabyggð um stofnframlög til HMS, nú í vor, fyrir frekari slíka uppbyggingu á vegum Brákar á Eskifirði og Norðfirði og mun það liggja fyrir í júní næstkomandi hvort þau framlög fáist. Mun verða sótt um fleiri slík stofnframlög svo í framhaldi af því í fleiri hverfum sveitarfélagsins. Þannig verður brugðist við þörf fyrir slík úrræði sem víðast í sveitarfélaginu. Verk Framsóknar í Fjarðabyggð að undanförnu sína að okkur er treystandi til að halda vel á þessum málaflokki og sækja fram í húsnæðismálum í Fjarðabyggð. Framsókn í Fjarðabyggð mun halda því áfram á næstu árum, fáum við til þess stuðning, og tryggja að skortur á húsnæði hamli ekki því að Fjarðabyggð geti haldið áfram að vaxa og dafna. Því óskum við eftir stuðningi ykkar kæru sveitungar í sveitarstjórnarkosningunum þann 14.maí nk. Setjum X við B fyrir framsókn til framtíðar í húsnæðismálum í Fjarðabyggð. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar, og situr í 1. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Björn Hákonarson Fjarðabyggð Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Fjarðabyggð er sístækkandi samfélag þar sem vaxandi þörf hefur orðið eftir íbúðarhúsnæði á síðustu misserum. Það er því af sem áður var þegar dræm sala var á íbúðarhúsnæði og verð voru lág. Mikil eftirspurn er nú eftir íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð og auk þess hefur fjöldi úthlutaðra byggingarlóða ekki verið meiri um nokkuð langa hríð. Í fyrirsjánlegri framtíð er ljóst að eftirspurn mun aukast og ljóst að eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem bíður nýrrar bæjarstjórnar Fjarðabyggðar að loknum kosningum er að takast á við þetta verkefni og koma til móts við þessa þörf. Greiðum fyrir byggingu húsnæðis Framsókn í Fjarðabyggð mun á komandi kjörtímabili leggja höfuðáherslu á greiða fyrir byggingu húsnæðis í sveitarfélaginu eftir ýmsum leiðum. Mikil þörf er fyrir nýtt íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð til að hingað geti flutt nýjir íbúar. Þá er ekki síður þörf fyrir minna húsnæði fyrir þá íbúa sem vilja minnka við sig og selja stærri eignir ásamt því að efla leigumarkað í hverfum Fjarðabyggðar. Framsókn í Fjarðabyggð mun áfram leggja áherslu á að framhald verði á afslætti á gatnagerðargjöldum en síðustu ár hefur verið veittur 75% afsláttur af þeim til að liðka fyrir nýbyggingum í sveitarfélaginu. Þá þarf að tryggja áfram nægt framboð lóða í öllum hverfum. Skoða þarf alla möguleika í þeim efnum m.a. að þétta byggð í núverandi hverfum og byggja á lausum lóðum innan eldri byggðar. Þá þarf að meta þörf hverju sinni fyrir uppbyggingu nýrra hverfa og hefja undirbúning þess þar sem þess er þörf. Þá þarf einnig að kanna möguleika á því að útbúa lóðir, eftir þörfum, í minni hverfum Fjarðabyggðar þannig að þær verði tilbúnar til að byggja á þeim og liðka þannig fyrir uppbyggingu í þeim hverfum Fjarðabyggðar þar sem nýbyggingar hafa ekki risið um langt skeið. Við höfum látið verkin tala Framsókn hefur á þessu kjörtímabili unnið að þessum málum af krafti, og markverður árangur hefur náðst. Eitt af því sem unnið hefur verið að af upp á síðkastið er að koma á stað byggingum í samstarfi við opinbera aðila á leigumarkaði. Stigið var mikilvægt skref á liðnu hausti er Fjarðabyggð lagði íbúðir sínar inn í óhagnaðardrifna leigufélagið Bríet sem stjórnvöld höfðu stofnað. Með því eignaðist Fjarðabyggð hlut í Bríet og um leið renndi stoðum undir byggingu nýrra leiguíbúða í hverfum Fjarðabyggðar. Fyrstu verkefnin í þeim efnum litu svo ljós í vikunni sem er að líða er skrifað var undir samning milli Bríetar, Fjarðabyggðar, HMS og Búðinga ehf. um byggingu fjögurra leiguíbúða á Norðfirði sem rísa munu á sumri komanda, tveggja íbúða á Breiðdalsvík sem hafist verður handa við að byggja næsta haust og um leið keyptar tvær íbúðir á Fáskrúðsfirði sem tilbúnar verða í sumar. Er hér um mjög mikilvægt verkefni að ræða sem efla mun leigumarkað í Fjarðabyggð. Þá verður nú í maí hafist handa við undirbúning að viljayfirlýsingu um byggingu leiguíbúða á Eskifirði og Stöðvarfirði sem boðnar verða þá út á sumri komanda. Þá stóð Fjarðabyggð einnig að stofnun Brákar húsnæðissjálfseignarstofnunar í vetur með fleiri sveitarfélögum á landsbyggðinni. Brák húsnæðissjálfseignarstofnun mun byggja húsnæði fyrir tekjulægri hópa og er þegar hafin bygging fimm íbúða á vegum hennar á Reyðarfirði sem tilbúnar verða á komandi hausti og mikil þörf er fyrir. Þá Sótti Fjarðabyggð um stofnframlög til HMS, nú í vor, fyrir frekari slíka uppbyggingu á vegum Brákar á Eskifirði og Norðfirði og mun það liggja fyrir í júní næstkomandi hvort þau framlög fáist. Mun verða sótt um fleiri slík stofnframlög svo í framhaldi af því í fleiri hverfum sveitarfélagsins. Þannig verður brugðist við þörf fyrir slík úrræði sem víðast í sveitarfélaginu. Verk Framsóknar í Fjarðabyggð að undanförnu sína að okkur er treystandi til að halda vel á þessum málaflokki og sækja fram í húsnæðismálum í Fjarðabyggð. Framsókn í Fjarðabyggð mun halda því áfram á næstu árum, fáum við til þess stuðning, og tryggja að skortur á húsnæði hamli ekki því að Fjarðabyggð geti haldið áfram að vaxa og dafna. Því óskum við eftir stuðningi ykkar kæru sveitungar í sveitarstjórnarkosningunum þann 14.maí nk. Setjum X við B fyrir framsókn til framtíðar í húsnæðismálum í Fjarðabyggð. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar, og situr í 1. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun