Tímamótasamkomulag hjá Rósu í Hafnarfirði Ó. Ingi Tómasson skrifar 6. maí 2022 19:16 Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er skýr. Framkvæmdir við Reykjanesbraut frá hringtorginu við N1 að ljósunum við Góu og nýr Álftanesvegur sem liggur frá Reykjanesbraut við Góu á milli iðnaðarsvæðanna í Hafnarfirði og Garðabæ og endar í Engidal eru á áætlun samkvæmt samgöngusáttmálanum á árunum 2024 - 2028, alls fara 13,1 milljarðar í þessar framkvæmdir. Samgöngusáttmálinn kveður á um að framkvæmdir við Borgarlínu frá Firði að Miklubraut verði á tímabilinu 2027 – 2030, alls fara 9,4 milljarðar í þessa framkvæmd. Samgöngusáttmálinn og Betri samgöngur Undir öruggri forustu Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar og þáverandi formanns Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu náðist tímamótasamkomulag við ríkið um fjármögnun framkvæmda á samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu. Í samkomulaginu fólst að fram til ársins 2033 er heildarfjármögnun framkvæmda samkvæmt samgöngusáttmálanum alls 120 milljarðar sem skiptast þannig að 52,2 milljarðar fara í stofnvegi, 49,6 milljarðar fara í Borgarlínu, 8,2 milljarðar í hjólastíga og 10 milljarðar í annað. Þessu tengt var félagið Betri samgöngu ohf. stofnað með sérstökum lögum árið 2020 til að sjá um alla framkvæmd samgöngusáttmálans þ.m.t. hönnun og framkvæmd vegna borgarlínu. Viðutan Viðreisn Oddviti Viðreisnar opinberar enn og aftur vanþekkingu sína á málefnum Hafnarfjarðar í grein sem hann skrifar á visir.is. Lítum á nokkrar staðreyndir. Borgarlína er samkvæmt samgöngusáttmálanum á dagskrá til Hafnarfjarðar 2027-2030. Oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði gegn deiliskipulagi á Hraunum Vestur þar sem gert er ráð fyrir 490 íbúðum ásamt verslun og þjónustu, oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði gegn byggingu Hafró á Flensborgarhöfn þar sem nú vinna um 140 manns. Met var slegið í úthlutun atvinnulóða á síðasta ári þegar 47 lóðir seldust. Icelandair er að flytja höfuðstöðvar sínar til Hafnarfjarðar, Tækniskólinn flytur alla starfsemi sína til Hafnarfjarðar, Isavia hefur flutt stóran hluta starfsemi sinnar til Hafnarfjarðar og mikil eftirspurn er eftir atvinnulóðum þar sem ekkert lát er á flótta fyrirtækja frá Reykjavík til Hafnarfjarðar þar sem Viðreisn er í meirihluta. Staðreyndirnar tala sínu máli, staðreyndir sem oddvita Viðreisnar ætti að vera kunnugt um. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er skýr. Framkvæmdir við Reykjanesbraut frá hringtorginu við N1 að ljósunum við Góu og nýr Álftanesvegur sem liggur frá Reykjanesbraut við Góu á milli iðnaðarsvæðanna í Hafnarfirði og Garðabæ og endar í Engidal eru á áætlun samkvæmt samgöngusáttmálanum á árunum 2024 - 2028, alls fara 13,1 milljarðar í þessar framkvæmdir. Samgöngusáttmálinn kveður á um að framkvæmdir við Borgarlínu frá Firði að Miklubraut verði á tímabilinu 2027 – 2030, alls fara 9,4 milljarðar í þessa framkvæmd. Samgöngusáttmálinn og Betri samgöngur Undir öruggri forustu Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar og þáverandi formanns Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu náðist tímamótasamkomulag við ríkið um fjármögnun framkvæmda á samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu. Í samkomulaginu fólst að fram til ársins 2033 er heildarfjármögnun framkvæmda samkvæmt samgöngusáttmálanum alls 120 milljarðar sem skiptast þannig að 52,2 milljarðar fara í stofnvegi, 49,6 milljarðar fara í Borgarlínu, 8,2 milljarðar í hjólastíga og 10 milljarðar í annað. Þessu tengt var félagið Betri samgöngu ohf. stofnað með sérstökum lögum árið 2020 til að sjá um alla framkvæmd samgöngusáttmálans þ.m.t. hönnun og framkvæmd vegna borgarlínu. Viðutan Viðreisn Oddviti Viðreisnar opinberar enn og aftur vanþekkingu sína á málefnum Hafnarfjarðar í grein sem hann skrifar á visir.is. Lítum á nokkrar staðreyndir. Borgarlína er samkvæmt samgöngusáttmálanum á dagskrá til Hafnarfjarðar 2027-2030. Oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði gegn deiliskipulagi á Hraunum Vestur þar sem gert er ráð fyrir 490 íbúðum ásamt verslun og þjónustu, oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði gegn byggingu Hafró á Flensborgarhöfn þar sem nú vinna um 140 manns. Met var slegið í úthlutun atvinnulóða á síðasta ári þegar 47 lóðir seldust. Icelandair er að flytja höfuðstöðvar sínar til Hafnarfjarðar, Tækniskólinn flytur alla starfsemi sína til Hafnarfjarðar, Isavia hefur flutt stóran hluta starfsemi sinnar til Hafnarfjarðar og mikil eftirspurn er eftir atvinnulóðum þar sem ekkert lát er á flótta fyrirtækja frá Reykjavík til Hafnarfjarðar þar sem Viðreisn er í meirihluta. Staðreyndirnar tala sínu máli, staðreyndir sem oddvita Viðreisnar ætti að vera kunnugt um. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar