Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 7. maí 2022 08:00 Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að þetta ímyndaða barn eigi tvo foreldra sem báðir hafa verið í lágmarksstarfshlutfalli á vinnumarkaði, eða í námi, í tilgreindan tíma fyrir fæðingu þess). Hvað gerist að þessum 12 mánuðum loknum? Jú, ef barnið er fætt á vormánuðum getur það átt von á að fá inngöngu í leikskóla við 15 mánaða aldur. Ef það býr í heppilegu hverfi gæti sá leikskóli verið í göngufjarlægð frá heimili þess, annars gæti hann verið hvar sem er í bænum. Ef barnið er fætt um sumar þarf það að bíða í ár í viðbót eftir að fá inngöngu í leikskóla, þar sem að jafnaði losnar aðeins um pláss á haustin þegar elstu börnin fara í grunnskóla. Leikskólapláss í nærumhverfi og heimgreiðslur fram að því Staðan er því sú að í mörgum tilfellum er annað foreldrið áfram heima með barnið í allt að ár þar til það fær inngöngu í leiksklóla. Þessu fylgir auðvitað mikil tekjuskerðing fyrir heimilið, sumir bregða á það ráð að skrá sig í háskólanám aðeins til þess að geta fengið framfærslulán frá Menntasjóði. Við Píratar viljum stefna að því að öllum börnum í Kópavogi bjóðist leikskólapláss í nærumhverfi sínu frá 12 mánaða aldri, óski forsjáraðilar þess, og við viljum strax bjóða forsjáraðilum heimgreiðslur á meðan beðið er. Upphæð heimgreiðslna ætti að taka mið af kostnaði sveitarfélagsins við að niðurgreiða leikskólapláss, sem nemur hátt í 200.000 krónum á mánuði. Ef kostnaður sveitarfélagsins er lægri fyrir þau börn sem ekki hafa fengið inngöngu í leikskóla er raunverulega innbygður hvati til óbreytts ástands. Sex tíma gjaldfrjáls leikskóli Við viljum líka skapa hvata til styttri dagvistunar með 6 tíma gjaldfrjálsum leikskóla og höfum þegar lagt fram tillögu þess efnis í bæjarstjórn Kópavogs. Þetta er hægt að gera með litlum sem engum tilkostnaði fyrir bæjarsjóð, en í núverandi fyrirkomulagi greiðir Kópavogsbær um 75% kostnaðar við leikskóladvöl barna. Langflest börn dvelja á leikskólum í átta tíma á dag og því eru sex tímar einmitt 75% af vistunartíma flestra barna. Haldist dvalartími barna sá sami eftir breytinguna eykst kostnaður sveitarfélagsins því ekki að neinu ráði. En fleira hangir á spýtunni en aðstæður foreldra og barna þeirra. Nái breytingin fram að ganga mun álag á leikskólakennara og leiðbeinendur minnka og veita aukið svigrúm til að vinna að undirbúningi námsins. Þá mætti færa deildarfundi yfir á dagvinnutíma og þannig spara kostnað við yfirvinnu. Auk þess spilar aðgerðin vel með markmiðum um styttingu vinnuvikunnar. Þar sem sambærilegar tillögur hafa verið rýndar hefur niðurstaðan verið sú að tekjutap bæjarins vegna styttri dvalartíma yrði í öllum tilfellum minna en sparnaður vegna minni þrýstings á kerfið. Stundum er sem betur fer hægt að gera líf almennings betra með litlum tilkostnaði, einföldum aðgerðum og bara smá vilja til að líta hlutina frá nýju sjónarhorni. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að þetta ímyndaða barn eigi tvo foreldra sem báðir hafa verið í lágmarksstarfshlutfalli á vinnumarkaði, eða í námi, í tilgreindan tíma fyrir fæðingu þess). Hvað gerist að þessum 12 mánuðum loknum? Jú, ef barnið er fætt á vormánuðum getur það átt von á að fá inngöngu í leikskóla við 15 mánaða aldur. Ef það býr í heppilegu hverfi gæti sá leikskóli verið í göngufjarlægð frá heimili þess, annars gæti hann verið hvar sem er í bænum. Ef barnið er fætt um sumar þarf það að bíða í ár í viðbót eftir að fá inngöngu í leikskóla, þar sem að jafnaði losnar aðeins um pláss á haustin þegar elstu börnin fara í grunnskóla. Leikskólapláss í nærumhverfi og heimgreiðslur fram að því Staðan er því sú að í mörgum tilfellum er annað foreldrið áfram heima með barnið í allt að ár þar til það fær inngöngu í leiksklóla. Þessu fylgir auðvitað mikil tekjuskerðing fyrir heimilið, sumir bregða á það ráð að skrá sig í háskólanám aðeins til þess að geta fengið framfærslulán frá Menntasjóði. Við Píratar viljum stefna að því að öllum börnum í Kópavogi bjóðist leikskólapláss í nærumhverfi sínu frá 12 mánaða aldri, óski forsjáraðilar þess, og við viljum strax bjóða forsjáraðilum heimgreiðslur á meðan beðið er. Upphæð heimgreiðslna ætti að taka mið af kostnaði sveitarfélagsins við að niðurgreiða leikskólapláss, sem nemur hátt í 200.000 krónum á mánuði. Ef kostnaður sveitarfélagsins er lægri fyrir þau börn sem ekki hafa fengið inngöngu í leikskóla er raunverulega innbygður hvati til óbreytts ástands. Sex tíma gjaldfrjáls leikskóli Við viljum líka skapa hvata til styttri dagvistunar með 6 tíma gjaldfrjálsum leikskóla og höfum þegar lagt fram tillögu þess efnis í bæjarstjórn Kópavogs. Þetta er hægt að gera með litlum sem engum tilkostnaði fyrir bæjarsjóð, en í núverandi fyrirkomulagi greiðir Kópavogsbær um 75% kostnaðar við leikskóladvöl barna. Langflest börn dvelja á leikskólum í átta tíma á dag og því eru sex tímar einmitt 75% af vistunartíma flestra barna. Haldist dvalartími barna sá sami eftir breytinguna eykst kostnaður sveitarfélagsins því ekki að neinu ráði. En fleira hangir á spýtunni en aðstæður foreldra og barna þeirra. Nái breytingin fram að ganga mun álag á leikskólakennara og leiðbeinendur minnka og veita aukið svigrúm til að vinna að undirbúningi námsins. Þá mætti færa deildarfundi yfir á dagvinnutíma og þannig spara kostnað við yfirvinnu. Auk þess spilar aðgerðin vel með markmiðum um styttingu vinnuvikunnar. Þar sem sambærilegar tillögur hafa verið rýndar hefur niðurstaðan verið sú að tekjutap bæjarins vegna styttri dvalartíma yrði í öllum tilfellum minna en sparnaður vegna minni þrýstings á kerfið. Stundum er sem betur fer hægt að gera líf almennings betra með litlum tilkostnaði, einföldum aðgerðum og bara smá vilja til að líta hlutina frá nýju sjónarhorni. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Pírata í Kópavogi.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun