Hveragerði margbreytileikans 6. maí 2022 10:31 Hveragerði er samfélag þar sem ungir sem aldnir geta lifað enn betra lífi í leik og starfi og eiga bæjaryfirvöld að styðja við fjölskylduvænt samfélag fyrir alla. Tryggja þarf að Hveragerðisbær sinni lögbundinni þjónustu með fullnægjandi hætti og að frumkvæðisskyldan sé virt, þ.e. að bæjarfélagið hafi frumkvæði að því að bjóða íbúum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á og að auðvelt sé að nálgast upplýsingar um þjónustuna. Þar sem er vilji er vegur. Íþrótta- og frístundastarf fyrir öll börn Okkar Hveragerði leggur áherslu á að í boði sé samhæft íþrótta- og frístundastarf fyrir öll börn. Tryggja þarf stuðning í íþrótta- og frístundastarfi og í lengdri viðveru fyrir börn og ungmenni með stuðningsþarfir og þeim er mikilvægt að samfella sé í frístunda- og íþróttastarfi yfir daginn. Okkar Hveragerði vill stefna að því að tengja frístunda- og íþróttastarf með uppbyggingu frístundamiðstöðvar á Grýluvallarsvæðinu þar sem ungir sem aldnir, óháð færni og getu, fái aðstöðu og þjónustu til frístundastarfs. Uppbygging samræmds íþrótta- og tómstundastarfs á sama stað stuðlar að því að slíkt starf sé aðgengilegra fyrir einstaklinga með stuðningsþarfir. Skólar margbreytileikans Okkar Hveragerði telur mikilvægt að skólarnir okkar séu skólar margbreytileikans. Auka þarf stöðugildi í grunn- og leikskólum sem styðja við margbreytileikann og koma þarf á fót nemendaverndarráði við leikskóla bæjarins, líkt og starfrækt er nú þegar við grunnskólann. Slíkt ráð felur í sér vettvang fyrir samræmingu þjónustu fyrir börn með stuðningsþarfir fyrir þá aðila sem að veitingu þjónustunnar koma, þ.e. velferðarþjónustuna, leikskólann og heilbrigðiskerfið. Mikilvægt er að virkt samstarf sé til staðar á milli þessara aðila svo hægt sé að veita börnum á leikskólastigi með stuðningsþarfir samræmda og heildræna þjónustu. Húsnæðismál Hveragerði er samfélag þar sem allir eiga að geta fundið húsnæði við sitt hæfi. Okkar Hveragerði telur nauðsynlegt að tryggja fjölbreytt félagslegt leiguhúsnæði í eigu Hveragerðisbæjar fyrir fólk með fatlanir svo það geti búið sjálfstætt með þeim stuðningi og aðbúnaði sem til þarf. Okkar Hveragerði vill jafnframt leita lausna varðandi fjölbreytt búsetuúrræði þar sem eldri borgarar og einstaklingar með fatlanir hafa kost á sjálfstæðri búsetu, búsetu í íbúðakjörnum með þjónustumiðstöð og góðri stuðningsþjónustu. Atvinnumál Okkar Hveragerði leggur áherslu á að auka fjölbreytta atvinnumöguleika fyrir fólk á öllum aldri og með ólíka færni og menntun. Tryggja þarf að einstaklingar með fatlanir fái viðunandi stuðning til að starfa á fjölbreyttum vettvangi, en skort hefur á að til staðar séu næg tækifæri í Hveragerði fyrir fatlað fólk í störfum með stuðningi. Tryggja þarf öfluga upplýsingagjöf til fólks með fatlanir á þessu sviði og leitast við að virkja það til atvinnuþátttöku eins og kostur er. Virkjum raddir fatlaðs fólks Mikilvægt er að fólk með fatlanir, börn og fullorðnir, sem og aðstandendur þeirra, séu virkir þátttakendur í þeirri þjónustu sem fötluðu fólki er veitt. Samhliða einstaklingsmiðuðu samráði við veitingu þjónustu til fatlaðs fólks er nauðsynlegt að virkja breiðari vettvang þar sem fatlað fólk hefur tækifæri til að láta raddir sínar heyrast. Samráð við þennan hóp er nauðsynlegt til þess að veita fullnægjandi þjónustu á þessu sviði. Í því tilliti er áríðandi að í bænum okkar sé starfrækt fötlunarráð með virkum hætti, eins og lögbundin skylda ber til, sem heldur röddum fatlaðs fólks á lofti í okkar stækkandi bæjarfélagi. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, 3. sæti á lista Okkar Hveragerðis.Sigríður Hauksdóttir, 6. sæti á lista Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hveragerði Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hveragerði er samfélag þar sem ungir sem aldnir geta lifað enn betra lífi í leik og starfi og eiga bæjaryfirvöld að styðja við fjölskylduvænt samfélag fyrir alla. Tryggja þarf að Hveragerðisbær sinni lögbundinni þjónustu með fullnægjandi hætti og að frumkvæðisskyldan sé virt, þ.e. að bæjarfélagið hafi frumkvæði að því að bjóða íbúum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á og að auðvelt sé að nálgast upplýsingar um þjónustuna. Þar sem er vilji er vegur. Íþrótta- og frístundastarf fyrir öll börn Okkar Hveragerði leggur áherslu á að í boði sé samhæft íþrótta- og frístundastarf fyrir öll börn. Tryggja þarf stuðning í íþrótta- og frístundastarfi og í lengdri viðveru fyrir börn og ungmenni með stuðningsþarfir og þeim er mikilvægt að samfella sé í frístunda- og íþróttastarfi yfir daginn. Okkar Hveragerði vill stefna að því að tengja frístunda- og íþróttastarf með uppbyggingu frístundamiðstöðvar á Grýluvallarsvæðinu þar sem ungir sem aldnir, óháð færni og getu, fái aðstöðu og þjónustu til frístundastarfs. Uppbygging samræmds íþrótta- og tómstundastarfs á sama stað stuðlar að því að slíkt starf sé aðgengilegra fyrir einstaklinga með stuðningsþarfir. Skólar margbreytileikans Okkar Hveragerði telur mikilvægt að skólarnir okkar séu skólar margbreytileikans. Auka þarf stöðugildi í grunn- og leikskólum sem styðja við margbreytileikann og koma þarf á fót nemendaverndarráði við leikskóla bæjarins, líkt og starfrækt er nú þegar við grunnskólann. Slíkt ráð felur í sér vettvang fyrir samræmingu þjónustu fyrir börn með stuðningsþarfir fyrir þá aðila sem að veitingu þjónustunnar koma, þ.e. velferðarþjónustuna, leikskólann og heilbrigðiskerfið. Mikilvægt er að virkt samstarf sé til staðar á milli þessara aðila svo hægt sé að veita börnum á leikskólastigi með stuðningsþarfir samræmda og heildræna þjónustu. Húsnæðismál Hveragerði er samfélag þar sem allir eiga að geta fundið húsnæði við sitt hæfi. Okkar Hveragerði telur nauðsynlegt að tryggja fjölbreytt félagslegt leiguhúsnæði í eigu Hveragerðisbæjar fyrir fólk með fatlanir svo það geti búið sjálfstætt með þeim stuðningi og aðbúnaði sem til þarf. Okkar Hveragerði vill jafnframt leita lausna varðandi fjölbreytt búsetuúrræði þar sem eldri borgarar og einstaklingar með fatlanir hafa kost á sjálfstæðri búsetu, búsetu í íbúðakjörnum með þjónustumiðstöð og góðri stuðningsþjónustu. Atvinnumál Okkar Hveragerði leggur áherslu á að auka fjölbreytta atvinnumöguleika fyrir fólk á öllum aldri og með ólíka færni og menntun. Tryggja þarf að einstaklingar með fatlanir fái viðunandi stuðning til að starfa á fjölbreyttum vettvangi, en skort hefur á að til staðar séu næg tækifæri í Hveragerði fyrir fatlað fólk í störfum með stuðningi. Tryggja þarf öfluga upplýsingagjöf til fólks með fatlanir á þessu sviði og leitast við að virkja það til atvinnuþátttöku eins og kostur er. Virkjum raddir fatlaðs fólks Mikilvægt er að fólk með fatlanir, börn og fullorðnir, sem og aðstandendur þeirra, séu virkir þátttakendur í þeirri þjónustu sem fötluðu fólki er veitt. Samhliða einstaklingsmiðuðu samráði við veitingu þjónustu til fatlaðs fólks er nauðsynlegt að virkja breiðari vettvang þar sem fatlað fólk hefur tækifæri til að láta raddir sínar heyrast. Samráð við þennan hóp er nauðsynlegt til þess að veita fullnægjandi þjónustu á þessu sviði. Í því tilliti er áríðandi að í bænum okkar sé starfrækt fötlunarráð með virkum hætti, eins og lögbundin skylda ber til, sem heldur röddum fatlaðs fólks á lofti í okkar stækkandi bæjarfélagi. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, 3. sæti á lista Okkar Hveragerðis.Sigríður Hauksdóttir, 6. sæti á lista Okkar Hveragerðis.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar