Þátttöku- og íbúalýðræði Álfheiður Eymarsdóttir skrifar 5. maí 2022 13:46 Við hjá Áfram Árborg leggjum mikla áherslu á íbúalýðræði, virkt samtal og samráð við alla íbúa sveitarfélagsins. Lýðræði snýst um svo miklu meira en að kjósa fulltrúa á 4ja ára fresti. Virkt þátttöku- og íbúalýðræði er stöðugt samtal við íbúa í gegnum íbúafundi, íbúakosningar og einkasamtöl. Á listinn vill auka valddreifingu, við vitum að margir eru þeirrar skoðunar að framkvæmdir og fjármagn fari allt á Selfoss en aðrir verði útundan.Þannig á það ekki að vera. Til að efla íbúalýðræði í Árborg leggjum við til að kosið verði með beinum og lýðræðislegum hætti í hverfaráð allra byggðakjarna og að þau fái skýrar fjár- og valdheimildir. Þá getur nærsamfélagið ákveðið sjálft tekið hluta valdsins í sínar hendur, ákveðið að setja bekk hér, malbika þetta plan, fjárfesta í nýsköpun og skapandi greinum svo örfá dæmi séu tekin.Við viljum einnig auðvelda íbúum að krefjast íbúakosninga. Skv. sveitarstjórnarlögum þurfa 20% íbúa að krefjast íbúakosninga sem er ansi hár þröskuldur. Þar að auki er tekið fram í lögunum að niðurstöður þeirra séu aðeins ráðgefandi. Þá eru þetta ekki íbúakosningar heldur afar dýr skoðanakönnun. Við viljum lækka þakið niður í 10% í Árborg og hafa niðurstöður bindandi með samþykki og staðfestingu bæjarstjórnar. Kjörnir fulltrúar eru að þjónusta íbúa, ekki öfugt. Við styðjumst við þjónandi forystu. Íbúarnir eiga að ráða ferðinni. Kjörnir fulltrúar eru þjónar íbúa. Áfram Árborg vill auðvelda íbúum að krefjast borgarafunda um ýmis málefni. Skv. sveitarstjórnarlögum er þakið þar einnig of hátt. Við viljum að haldinn sé borgarafundur ef 5% íbúa biður um fund. Það er og á að vera sjálfsagt mál að verða við þessum beiðnum íbúa. Við ætlum að auka aðgengi að kjörnum fulltrúum, bæjarstjóra og æðstu stjórnendum sveitarfélagsins, með ákveðnum viðtalstímum, vefspjalli eða öðrum lausnum. Öllum fyrirspurnum skal svarað fljótt og vel og innan lögbundins stjórnsýslufrests. En ef öll ráð hafa verið reynd til þrautar og hvorki fást svör né þjónusta þá viljum við setja á stofn umboðsmann íbúa sem aðstoði íbúa við við samskipti sín við, oft á tíðum flókið og ógagnsætt kerfi. Við þurfum að nútímavæða og þjónustuvæða sveitarfélagið enn frekar til einföldunar bæði íbúum sem og starfsfólki stofnanna sjálfra. Forsenda þess að íbúalýðræði gangi upp er gagnsæi, vönduð vinnubrögð og fyrirmyndar upplýsingagjöf. Það er nauðsynlegt að íbúar eigi greiðan aðgang öllum upplýsingum með greiðum hætti, ekki að þræða fundargerðir nefnda og ráða sveitarfélagsins. Settu X við Á til að styrkja sjálfsákvörðunarrétt íbúa.Settu X við Á til að auka íbúalýðræðiSettu X við Á til að tryggja gagnsæi og vandaða upplýsingagjöfSettu X við Á til að fá umboðsmann íbúaSettu X við Á til að efla samráð við alla íbúa - ekkert um mig án mín Framtíðin er núna! Höfundur er oddviti Á-lista Áfram Árborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfheiður Eymarsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Við hjá Áfram Árborg leggjum mikla áherslu á íbúalýðræði, virkt samtal og samráð við alla íbúa sveitarfélagsins. Lýðræði snýst um svo miklu meira en að kjósa fulltrúa á 4ja ára fresti. Virkt þátttöku- og íbúalýðræði er stöðugt samtal við íbúa í gegnum íbúafundi, íbúakosningar og einkasamtöl. Á listinn vill auka valddreifingu, við vitum að margir eru þeirrar skoðunar að framkvæmdir og fjármagn fari allt á Selfoss en aðrir verði útundan.Þannig á það ekki að vera. Til að efla íbúalýðræði í Árborg leggjum við til að kosið verði með beinum og lýðræðislegum hætti í hverfaráð allra byggðakjarna og að þau fái skýrar fjár- og valdheimildir. Þá getur nærsamfélagið ákveðið sjálft tekið hluta valdsins í sínar hendur, ákveðið að setja bekk hér, malbika þetta plan, fjárfesta í nýsköpun og skapandi greinum svo örfá dæmi séu tekin.Við viljum einnig auðvelda íbúum að krefjast íbúakosninga. Skv. sveitarstjórnarlögum þurfa 20% íbúa að krefjast íbúakosninga sem er ansi hár þröskuldur. Þar að auki er tekið fram í lögunum að niðurstöður þeirra séu aðeins ráðgefandi. Þá eru þetta ekki íbúakosningar heldur afar dýr skoðanakönnun. Við viljum lækka þakið niður í 10% í Árborg og hafa niðurstöður bindandi með samþykki og staðfestingu bæjarstjórnar. Kjörnir fulltrúar eru að þjónusta íbúa, ekki öfugt. Við styðjumst við þjónandi forystu. Íbúarnir eiga að ráða ferðinni. Kjörnir fulltrúar eru þjónar íbúa. Áfram Árborg vill auðvelda íbúum að krefjast borgarafunda um ýmis málefni. Skv. sveitarstjórnarlögum er þakið þar einnig of hátt. Við viljum að haldinn sé borgarafundur ef 5% íbúa biður um fund. Það er og á að vera sjálfsagt mál að verða við þessum beiðnum íbúa. Við ætlum að auka aðgengi að kjörnum fulltrúum, bæjarstjóra og æðstu stjórnendum sveitarfélagsins, með ákveðnum viðtalstímum, vefspjalli eða öðrum lausnum. Öllum fyrirspurnum skal svarað fljótt og vel og innan lögbundins stjórnsýslufrests. En ef öll ráð hafa verið reynd til þrautar og hvorki fást svör né þjónusta þá viljum við setja á stofn umboðsmann íbúa sem aðstoði íbúa við við samskipti sín við, oft á tíðum flókið og ógagnsætt kerfi. Við þurfum að nútímavæða og þjónustuvæða sveitarfélagið enn frekar til einföldunar bæði íbúum sem og starfsfólki stofnanna sjálfra. Forsenda þess að íbúalýðræði gangi upp er gagnsæi, vönduð vinnubrögð og fyrirmyndar upplýsingagjöf. Það er nauðsynlegt að íbúar eigi greiðan aðgang öllum upplýsingum með greiðum hætti, ekki að þræða fundargerðir nefnda og ráða sveitarfélagsins. Settu X við Á til að styrkja sjálfsákvörðunarrétt íbúa.Settu X við Á til að auka íbúalýðræðiSettu X við Á til að tryggja gagnsæi og vandaða upplýsingagjöfSettu X við Á til að fá umboðsmann íbúaSettu X við Á til að efla samráð við alla íbúa - ekkert um mig án mín Framtíðin er núna! Höfundur er oddviti Á-lista Áfram Árborgar.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun