Forðumst skipulagsslysin Valgerður Þ. Jónsdóttir skrifar 6. maí 2022 08:01 Þessa dagana hópast fólk saman og mótmælir valdníðslu, hroka og spillingu stjórnvalda. Og ekki að ósekju. Mörgum er heitt í hamsi og efalítið líka þeim sem alla jafna hafa sig ekki mikið í frammi; fylgjast með mótmælunum úr fjarlægð heima í stofu og tuða við sjálfa sig eða aðra ef svo ber undir. Hafa kannski ekki nennt að setja sig nægilega vel inn í málin til að geta lagt opinberlega orð í belg. Eins og ég til dæmis. Kópavogsbúi nánast alla mína ævi. Hvorki sérstaklega pólitísk né mikill forystusauður, það verður að viðurkennast. Núna gegnir þó öðru máli, enda sannfæringin slík að ég fæ ekki orða bundist. Sú sannfæring snýst um að hin óflokksbundnu samtök Vinir Kópavogs með æskuvinkonu mína, Helgu Jónsdóttur, í fararbroddi, sé eina framboðið í sveitarstjórnarkosningunum í Kópavogi árið 2022 sem ég treysti til að forða bænum frá því að færa fjárfestum stjórn skipulagsmála á silfurfati með augljósum og hörmulegum afleiðingum. Þétting byggðar án skipulagðar þjónustustarfsemi við íbúana, háhýsi sem bæði skyggja á sólu og valda vindstrengjum, skortur á útivistarsvæðum og fyrirhuguð íbúðabyggð sem verulega takmarkar aðgengi að náttúruperlum bæjarins svo fátt eitt sé talið er ekki beinlínis þekkileg tilhugsun. Orðin valdníðsla og spilling koma upp í hugann. Helga, oddviti á lista Vina Kópavogs, er lögfræðingur að mennt og á að baki glæstan starfsferil sem stjórnandi hér heima og erlendis. Efalítið þekkja fáir lög sem um stjórnun sveitarfélaga betur en Helga og ég treysti því að hún berjist með oddi og egg gegn því að þau verði brotin í okkar góða heimabæ. Framboð hennar og félaga hennar á lista Vina Kópavogs er ekki stökkpallur til frekari frama, heldur helgast af hugsjón og því hversu vænt þeim þykir um bæinn sinn og vilja vinna honum vel. Þau tala hvorki tæpitungu né rósamál eða beita þeim undanbrögðum og útúrsnúningum sem okkur kjósendum finnst oft afskaplega þreytandi og ótraustvekjandi í pólitískri orðræðu. Ég treysti Vinum Kópavogs til að koma í veg fyrir þau gríðarlegu skipulagsslys sem áform eru um í gamla miðbænum í Hamraborg, á strandlengjunni vestast á Kársnesi og búast má við hvar sem möguleikar finnast til að þétta byggð. Sjálf er ég vitaskuld Vinur Kópavogs og þakklát öllu því góða fólki sem gefur kost á sér til starfa fyrir bæjarbúa undir merkjum listans. Fái þau til þess afl trúi ég að þau muni láta verkin tala. Nú er tækifærið fyrir okkur öll að kjósa Y-listann, Vini Kópavogs. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Þessa dagana hópast fólk saman og mótmælir valdníðslu, hroka og spillingu stjórnvalda. Og ekki að ósekju. Mörgum er heitt í hamsi og efalítið líka þeim sem alla jafna hafa sig ekki mikið í frammi; fylgjast með mótmælunum úr fjarlægð heima í stofu og tuða við sjálfa sig eða aðra ef svo ber undir. Hafa kannski ekki nennt að setja sig nægilega vel inn í málin til að geta lagt opinberlega orð í belg. Eins og ég til dæmis. Kópavogsbúi nánast alla mína ævi. Hvorki sérstaklega pólitísk né mikill forystusauður, það verður að viðurkennast. Núna gegnir þó öðru máli, enda sannfæringin slík að ég fæ ekki orða bundist. Sú sannfæring snýst um að hin óflokksbundnu samtök Vinir Kópavogs með æskuvinkonu mína, Helgu Jónsdóttur, í fararbroddi, sé eina framboðið í sveitarstjórnarkosningunum í Kópavogi árið 2022 sem ég treysti til að forða bænum frá því að færa fjárfestum stjórn skipulagsmála á silfurfati með augljósum og hörmulegum afleiðingum. Þétting byggðar án skipulagðar þjónustustarfsemi við íbúana, háhýsi sem bæði skyggja á sólu og valda vindstrengjum, skortur á útivistarsvæðum og fyrirhuguð íbúðabyggð sem verulega takmarkar aðgengi að náttúruperlum bæjarins svo fátt eitt sé talið er ekki beinlínis þekkileg tilhugsun. Orðin valdníðsla og spilling koma upp í hugann. Helga, oddviti á lista Vina Kópavogs, er lögfræðingur að mennt og á að baki glæstan starfsferil sem stjórnandi hér heima og erlendis. Efalítið þekkja fáir lög sem um stjórnun sveitarfélaga betur en Helga og ég treysti því að hún berjist með oddi og egg gegn því að þau verði brotin í okkar góða heimabæ. Framboð hennar og félaga hennar á lista Vina Kópavogs er ekki stökkpallur til frekari frama, heldur helgast af hugsjón og því hversu vænt þeim þykir um bæinn sinn og vilja vinna honum vel. Þau tala hvorki tæpitungu né rósamál eða beita þeim undanbrögðum og útúrsnúningum sem okkur kjósendum finnst oft afskaplega þreytandi og ótraustvekjandi í pólitískri orðræðu. Ég treysti Vinum Kópavogs til að koma í veg fyrir þau gríðarlegu skipulagsslys sem áform eru um í gamla miðbænum í Hamraborg, á strandlengjunni vestast á Kársnesi og búast má við hvar sem möguleikar finnast til að þétta byggð. Sjálf er ég vitaskuld Vinur Kópavogs og þakklát öllu því góða fólki sem gefur kost á sér til starfa fyrir bæjarbúa undir merkjum listans. Fái þau til þess afl trúi ég að þau muni láta verkin tala. Nú er tækifærið fyrir okkur öll að kjósa Y-listann, Vini Kópavogs. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar