Jafnrétti – bara hálfa leið? Anna Kristín Jensdóttir skrifar 3. maí 2022 17:01 Skóli án aðgreiningar, samfélag fyrir alla, aðgengi fyrir alla og fleiri stefnur í átt að jafnrétti hafa komið fram á undanförnum árum. Það er af hinu góða en lengi má gott bæta. Eitt skref í þeirri vegferð var að fyrir skemmstu kom út bæklingur um þátttöku trans barna í íþróttum og mikið hefur verið rætt um þátttöku þeirra í tómstundum. Í jafnréttisáætlun nokkurra íþróttafélaga í Reykjavík er einnig fjallað um jafna möguleika sem flestra til þátttöku óháð kyni, uppruna, kynhneigð, kynvitund, aldri, fötlun, þjóðerni, trúarbrögðum, skoðunum, litarhætti eða annarrar stöðu. En gengur það í rauninni alla leið? Tökum dæmi af ungum nemanda sem hefur alla tíð búið í sama hverfinu. Nemandinn er með þannig fötlun að hann fellur ekki undir þau viðmið að þurfa að vera í sérskóla eða sérdeild, en þarf engu að síður stuðning. Eftir leikskólagöngu meta bæði foreldrar og sérfræðingar sem unnið hafa með honum að hann geti vel verið í hverfisskólanum, sem er jákvætt enda hefur nemandinn eignast þar marga góða vini. Í hverfinu er einnig öflugt íþróttafélag sem margir krakkar sækja og þessi nemandi hefur áhuga á því að gera það sama. Fyrstu fjögur árin hans í grunnskólanum ganga vel. Nemandinn nýtur þjónustu á frístundaheimili skólans með stuðningi að skóladegi loknum og með stuðningi sem aðstoðar hann við að aðlaga umhverfið þegar þess þarf fötlunarinnar vegna. Þar sem íþróttafélagið og frístundaheimilið eru í góðu samstarfi hefur nemandinn möguleika á að fara með stuðningnum sínum og fá aðstoð við að stunda þær íþróttir sem hann hefur áhuga á. Hér er kerfið til fyrirmyndar. Þegar fjórða bekk lýkur breytist hins vegar margt. Nemandinn er ekki lengur gjaldgengur á frístundaheimili skólans vegna aldurs auk þess sem allir vinir hans eru einnig hættir vegna aldurs. Nemandinn mun samt sem áður þurfa áframhaldandi stuðning að skóladegi loknum og í þeim íþróttum sem hann hefur stundað. Þá breytast einnig áherslurnar hjá íþróttafélaginu hans þar sem meiri kröfur eru nú gerðar til keppni en áður, sem getur reynst afar flókið. Einn af fáum möguleikum sem standa nemandanum nú til boða er að sækja sérstakan frístundaklúbb fyrir nemendur með fötlun. Sá klúbbur er þó ekki staðsettur í hverfinu hans og þarf hann því að kveðja frístundir með vinum sínum og reiða sig að auki á akstursþjónustu til að komast á milli og er oft um töluverðan akstur að ræða. Þá getur íþróttafélagið sem hann er búinn að vera hluti af í langan tíma ekki boðið honum upp á þátttöku hjá sér lengur þar sem ekki er unnt að veita honum stuðning eða aðlögun lengur. Þjálfarinn hans þar hvetur hann hins vegar eindregið til að ganga til liðs við íþróttafélag sem sérstaklega er ætlað fötluðum, sem þó vill svo óheppilega til að er ekki með æfingar í hverfinu hans. Þessi félög vinna þó frábært starf sem mikilvægt er að sé einnig valkostur. Hér er um breytingar að ræða, sem gæti átt við ákveðin hluta nemenda með sérþarfir. Við breytingar líkt og þeim sem lýst er hér að ofan má ætla að margt verði nemandanum í óhag. Ef hann þarf að sækja frístundir út fyrir sitt hverfi má ætla að hann lendi í félagslegri einangrun sem getur haft slæmar afleiðingar fyrir nemandann, sérstaklega þegar komið er fram á unglingsár. Því er nauðsynlegt að efla íþrótta- og tómstundastarf með það að markmiði að þátttakendur með fötlun geti verið í þeim tómstundum sem þeir kjósa þar sem þeir kjósa með þeim stuðningi sem hentar. Þá má velta upp þeirri spurningu hvað felist í jafnréttisáætlunum þegar staðreyndin er að mörgum er bent á að fara annað.. Höfundur skipar 9. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Jafnréttismál Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Skóli án aðgreiningar, samfélag fyrir alla, aðgengi fyrir alla og fleiri stefnur í átt að jafnrétti hafa komið fram á undanförnum árum. Það er af hinu góða en lengi má gott bæta. Eitt skref í þeirri vegferð var að fyrir skemmstu kom út bæklingur um þátttöku trans barna í íþróttum og mikið hefur verið rætt um þátttöku þeirra í tómstundum. Í jafnréttisáætlun nokkurra íþróttafélaga í Reykjavík er einnig fjallað um jafna möguleika sem flestra til þátttöku óháð kyni, uppruna, kynhneigð, kynvitund, aldri, fötlun, þjóðerni, trúarbrögðum, skoðunum, litarhætti eða annarrar stöðu. En gengur það í rauninni alla leið? Tökum dæmi af ungum nemanda sem hefur alla tíð búið í sama hverfinu. Nemandinn er með þannig fötlun að hann fellur ekki undir þau viðmið að þurfa að vera í sérskóla eða sérdeild, en þarf engu að síður stuðning. Eftir leikskólagöngu meta bæði foreldrar og sérfræðingar sem unnið hafa með honum að hann geti vel verið í hverfisskólanum, sem er jákvætt enda hefur nemandinn eignast þar marga góða vini. Í hverfinu er einnig öflugt íþróttafélag sem margir krakkar sækja og þessi nemandi hefur áhuga á því að gera það sama. Fyrstu fjögur árin hans í grunnskólanum ganga vel. Nemandinn nýtur þjónustu á frístundaheimili skólans með stuðningi að skóladegi loknum og með stuðningi sem aðstoðar hann við að aðlaga umhverfið þegar þess þarf fötlunarinnar vegna. Þar sem íþróttafélagið og frístundaheimilið eru í góðu samstarfi hefur nemandinn möguleika á að fara með stuðningnum sínum og fá aðstoð við að stunda þær íþróttir sem hann hefur áhuga á. Hér er kerfið til fyrirmyndar. Þegar fjórða bekk lýkur breytist hins vegar margt. Nemandinn er ekki lengur gjaldgengur á frístundaheimili skólans vegna aldurs auk þess sem allir vinir hans eru einnig hættir vegna aldurs. Nemandinn mun samt sem áður þurfa áframhaldandi stuðning að skóladegi loknum og í þeim íþróttum sem hann hefur stundað. Þá breytast einnig áherslurnar hjá íþróttafélaginu hans þar sem meiri kröfur eru nú gerðar til keppni en áður, sem getur reynst afar flókið. Einn af fáum möguleikum sem standa nemandanum nú til boða er að sækja sérstakan frístundaklúbb fyrir nemendur með fötlun. Sá klúbbur er þó ekki staðsettur í hverfinu hans og þarf hann því að kveðja frístundir með vinum sínum og reiða sig að auki á akstursþjónustu til að komast á milli og er oft um töluverðan akstur að ræða. Þá getur íþróttafélagið sem hann er búinn að vera hluti af í langan tíma ekki boðið honum upp á þátttöku hjá sér lengur þar sem ekki er unnt að veita honum stuðning eða aðlögun lengur. Þjálfarinn hans þar hvetur hann hins vegar eindregið til að ganga til liðs við íþróttafélag sem sérstaklega er ætlað fötluðum, sem þó vill svo óheppilega til að er ekki með æfingar í hverfinu hans. Þessi félög vinna þó frábært starf sem mikilvægt er að sé einnig valkostur. Hér er um breytingar að ræða, sem gæti átt við ákveðin hluta nemenda með sérþarfir. Við breytingar líkt og þeim sem lýst er hér að ofan má ætla að margt verði nemandanum í óhag. Ef hann þarf að sækja frístundir út fyrir sitt hverfi má ætla að hann lendi í félagslegri einangrun sem getur haft slæmar afleiðingar fyrir nemandann, sérstaklega þegar komið er fram á unglingsár. Því er nauðsynlegt að efla íþrótta- og tómstundastarf með það að markmiði að þátttakendur með fötlun geti verið í þeim tómstundum sem þeir kjósa þar sem þeir kjósa með þeim stuðningi sem hentar. Þá má velta upp þeirri spurningu hvað felist í jafnréttisáætlunum þegar staðreyndin er að mörgum er bent á að fara annað.. Höfundur skipar 9. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar 14. maí.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun