Vísindaveröld á Keldnaholti Stefán Pálsson skrifar 3. maí 2022 11:31 Einhverjir vinsælustu staðir á byggðu bóli eru vísindasöfn eða -setur fyrir börn af öllum aldri, þar sem gestir og gangandi geta fræðst um undraheima vísinda, tækni og náttúru, meðal annars með eigin tilraunum. Miðstöðvar af þessu tagi eru ekki bara vinsæll viðkomustaður fjölskyldna um helgar og í skólafríum, heldur einnig einhver mikilvægustu stoðtæki skólakerfisins. Þær styrkja vísindalæsi, glæða áhuga á raungreinum og vekja gesti sína til vitundar um umhverfismál. Stofnun og bygging veglegrar vísindaveraldar er því allt í senn fjölskyldumál, menningarmál, menntamál og umhverfisverndarmál. Enginn vafi er heldur á safn sem þetta myndi draga til sín fjölda ferðamanna og því styrkja við þá mikilvægu atvinnugrein. Þörfin eftir þjónustu af þessu tagi er mikil eins og ásóknin í þá sprota sem komið hefur verið upp, s.s. á vegum Háskóla Íslands, ber með sér. Mikilvægi vísindaveraldarinnar væri ekki bundið við Reykjavík. Íbúar alls landsins myndu njóta góðs af og má hæglega hugsa sér að slík stofnun gæti skipulagt minni farandsýningar í skóla og um land allt. Hugsum stórt Ljóst er að margir aðilar yrðu að koma að verkefninu ef vel ætti að vera. Auk Reykjavíkurborgar hlytu ríkið og háskólarnir að vera ofarlega á blaði, ásamt rannsóknarstofnunum og einkafyrirtækjum á sviði tækni og vísinda. Hugsa yrði verkefnið stórt frá byrjun og gera þegar í upphafi ráð fyrir stækkunarmöguleikum. Vitaskuld koma ýmsar staðsetningar til greina fyrir verkefni þetta, en við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði höfum sérstakan augastað á Keldnaholtslandinu, sem skipulagt verður á næstu misserum fyrir blandaða byggð. Keldnaholtið verður frábærlega tengt almenningssamgöngum með tilkomu Borgarlínu og glæsileg vísindaveröld yrði ákjósanleg miðstöð mannlífs og menningar í nýju hverfi. Ekki spillir fyrir að í landi Keldna er löng saga rannsókna á sviði vísinda og tækni sem gaman yrði að miðla til almennings. Að koma upp vísinda- og tæknisetri krefst stórátaks og samvinnu margra aðila, en Vinstri græn í borginni líta á það sem eitt af sínum mikilvægustu málum sem styrkir þá grunnmálaflokka sem við stöndum fyrir: menntun, náttúruvernd, sterk hverfi og gott skipulag. Höfundur skipar 2. sætið á lista Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Einhverjir vinsælustu staðir á byggðu bóli eru vísindasöfn eða -setur fyrir börn af öllum aldri, þar sem gestir og gangandi geta fræðst um undraheima vísinda, tækni og náttúru, meðal annars með eigin tilraunum. Miðstöðvar af þessu tagi eru ekki bara vinsæll viðkomustaður fjölskyldna um helgar og í skólafríum, heldur einnig einhver mikilvægustu stoðtæki skólakerfisins. Þær styrkja vísindalæsi, glæða áhuga á raungreinum og vekja gesti sína til vitundar um umhverfismál. Stofnun og bygging veglegrar vísindaveraldar er því allt í senn fjölskyldumál, menningarmál, menntamál og umhverfisverndarmál. Enginn vafi er heldur á safn sem þetta myndi draga til sín fjölda ferðamanna og því styrkja við þá mikilvægu atvinnugrein. Þörfin eftir þjónustu af þessu tagi er mikil eins og ásóknin í þá sprota sem komið hefur verið upp, s.s. á vegum Háskóla Íslands, ber með sér. Mikilvægi vísindaveraldarinnar væri ekki bundið við Reykjavík. Íbúar alls landsins myndu njóta góðs af og má hæglega hugsa sér að slík stofnun gæti skipulagt minni farandsýningar í skóla og um land allt. Hugsum stórt Ljóst er að margir aðilar yrðu að koma að verkefninu ef vel ætti að vera. Auk Reykjavíkurborgar hlytu ríkið og háskólarnir að vera ofarlega á blaði, ásamt rannsóknarstofnunum og einkafyrirtækjum á sviði tækni og vísinda. Hugsa yrði verkefnið stórt frá byrjun og gera þegar í upphafi ráð fyrir stækkunarmöguleikum. Vitaskuld koma ýmsar staðsetningar til greina fyrir verkefni þetta, en við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði höfum sérstakan augastað á Keldnaholtslandinu, sem skipulagt verður á næstu misserum fyrir blandaða byggð. Keldnaholtið verður frábærlega tengt almenningssamgöngum með tilkomu Borgarlínu og glæsileg vísindaveröld yrði ákjósanleg miðstöð mannlífs og menningar í nýju hverfi. Ekki spillir fyrir að í landi Keldna er löng saga rannsókna á sviði vísinda og tækni sem gaman yrði að miðla til almennings. Að koma upp vísinda- og tæknisetri krefst stórátaks og samvinnu margra aðila, en Vinstri græn í borginni líta á það sem eitt af sínum mikilvægustu málum sem styrkir þá grunnmálaflokka sem við stöndum fyrir: menntun, náttúruvernd, sterk hverfi og gott skipulag. Höfundur skipar 2. sætið á lista Vinstri grænna í Reykjavík.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar