Handbolti

Hérna vill maður vera

Þorsteinn Hjálmsson skrifar
Benedikt Gunnar var frábær í kvöld.
Benedikt Gunnar var frábær í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Benedikt Gunnar Óskarsson, leikstjórnandi Vals, var frábær í kvöld í fyrsta leiknum í einvígi Vals gegn Selfossi í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Átta mörk úr átta skotum og sex stoðsendingar var dagsverkið hjá Benedikt Gunnari í ellefu marka sigri Vals, 36-25.

„Mér leið mjög vel í dag. Byrja hægt en náði að vinna mig inn í þetta, þá bara einhvern veginn small þetta hjá mér.“

„Hérna vill maður vera, þannig að maður þarf bara að sýna að maður eigi heima hérna.“

Bræðurnir Benedikt Gunnar og Arnór Snær Óskarssynir, leikmenn Vals, skoruðu fimm af síðustu sjö mörkum síns liðs í kvöld. Aðspurður hvort einhver keppni þeirra á milli hafi verið í gangi á lokamínútunum, þá neitaði Benedikt Gunnar því alfarið af sinni hálfu.

„Fyrir honum held ég, mér er alveg sama hver skorar meira.“

Leikplan Vals var greinilega að keyra Selfyssinga í kaf, en Selfoss kom inn í þennan leik hafandi spilað tvíframlengdan oddaleik fyrir fjórum dögum gegn FH.

„Við höldum alltaf áfram, bara keyra og keyra. Aldrei að hætta. Þeir held ég voru líka þreyttir eftir framlenginguna sem þeir fóru í.“

Það var ekki vottur af vanmati hjá Benedikt Gunnari Óskarssyni, leikmanni Vals, eftir þennan risa ellefu marka sigur.

„Jú, Selfoss eru alltaf góðir. Ég var meira hræddur að mæta þeim hér, þeir hafa unnið okkur hér einhver tíu ár í röð hérna. Þannig ég er bara glaður að hafa unnið þá hér.“

Aðspurður hvort Valsmenn ætluðu að sópa Selfyssingum, þá svaraði Benedikt Gunnar á þessa leið.

„Aldrei stefnan að tapa.“


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×