Notalega flugfélagið Reynir Heiðar Antonsson skrifar 2. maí 2022 11:30 Fimmtudaginn 2.júní verður stór dagur í samgöngumálum Akureyringa og raunar landsbyggðarinnar allrar, en þá hefur sig til flugs vél fyrsta millilandaflugfélagsins á Íslandi með höfuðstöðvar utan suðvesturhornsins. Fyrsta flug hins notalega Niceair flugfélags verður til Kaupmannahafnar og er það dáldið skemmtileg tilviljun að gamli höfuðstaðurinn skuli verða fyrir valinu. Því Akureyri hefur löngum verið talinn dálítið danskur bær og þarf ekki nema að nema nefna Ráðhústorgið sem dæmi. Jafnvel eru til kenningar um það að sjálft nafnið Akureyri sé af dönskum uppruna. Upphaf þessa millilandaflugs héðan frá Akureyri mun án efa hafa mikil og góð áhrif fyrir bæinn og raunar norðuland allt. Hér mun væntanlega fjölga ferðamönnum sem kallar á meiri innviðauppbyggingu t.d Hótel og gististaði en þetta mun einnig breyta miklu fyrir fólkið á svæðinu. Líklegt er að Reykjavík muni nú fá samkeppni bæði frá London og Kaupmannahöfn hvað varðar hvers konar þjónustu og verslun. Það er ekki dýrara að skreppa til London eða Köben en til Reykjavíkur og ólíklegt að fargjöldin suður munu lækka í kjölfarið meðan þeir sem sjá um innanlandsflugið í dag gera það. Einnig er hugsanlegt að hægt væri að sækja aukna heilbrigðisþjónustu til þessara borga en að vísu fylgir sá böggull skammrifi að Sjúkratryggingar Íslands eru vægast sagt tregar til að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu erlendis þó slíkt myndi án efa létta á biðlistum hér. Hér kæmi aðild að Evrópusambandinu sér vel. Þá munu möguleikarnir til að halda ráðstefnur, tónleika og aðra menningarviðburði hér aukast af því gefnu að einhverjir innviðir verði uppbyggðir t.d. stærri tónleikahús líkt og Atli Örvars hefur sagt að þetta beina flug muni breyta miklu fyrir hans starfssemi. Við höfum þegar misst af viðburðum vegna skorts á gistirými og má nefna nýlegt heimsmeistaramót í íshokkí sem líklega hefur ekki verið haldið á Akureyri vegna skorts á aðstöðu. Þetta nýja millilandaflug er mjög í anda þess að Akureyri verði sú græna svæðisborg sem vilji er til að hún verði því greiðar samgöngur eru alltaf lykillinn að sjálfstæðri tilveru. Höfundur er stjórnmálafræðingur og skipar 16. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Samgöngur Niceair Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Fimmtudaginn 2.júní verður stór dagur í samgöngumálum Akureyringa og raunar landsbyggðarinnar allrar, en þá hefur sig til flugs vél fyrsta millilandaflugfélagsins á Íslandi með höfuðstöðvar utan suðvesturhornsins. Fyrsta flug hins notalega Niceair flugfélags verður til Kaupmannahafnar og er það dáldið skemmtileg tilviljun að gamli höfuðstaðurinn skuli verða fyrir valinu. Því Akureyri hefur löngum verið talinn dálítið danskur bær og þarf ekki nema að nema nefna Ráðhústorgið sem dæmi. Jafnvel eru til kenningar um það að sjálft nafnið Akureyri sé af dönskum uppruna. Upphaf þessa millilandaflugs héðan frá Akureyri mun án efa hafa mikil og góð áhrif fyrir bæinn og raunar norðuland allt. Hér mun væntanlega fjölga ferðamönnum sem kallar á meiri innviðauppbyggingu t.d Hótel og gististaði en þetta mun einnig breyta miklu fyrir fólkið á svæðinu. Líklegt er að Reykjavík muni nú fá samkeppni bæði frá London og Kaupmannahöfn hvað varðar hvers konar þjónustu og verslun. Það er ekki dýrara að skreppa til London eða Köben en til Reykjavíkur og ólíklegt að fargjöldin suður munu lækka í kjölfarið meðan þeir sem sjá um innanlandsflugið í dag gera það. Einnig er hugsanlegt að hægt væri að sækja aukna heilbrigðisþjónustu til þessara borga en að vísu fylgir sá böggull skammrifi að Sjúkratryggingar Íslands eru vægast sagt tregar til að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu erlendis þó slíkt myndi án efa létta á biðlistum hér. Hér kæmi aðild að Evrópusambandinu sér vel. Þá munu möguleikarnir til að halda ráðstefnur, tónleika og aðra menningarviðburði hér aukast af því gefnu að einhverjir innviðir verði uppbyggðir t.d. stærri tónleikahús líkt og Atli Örvars hefur sagt að þetta beina flug muni breyta miklu fyrir hans starfssemi. Við höfum þegar misst af viðburðum vegna skorts á gistirými og má nefna nýlegt heimsmeistaramót í íshokkí sem líklega hefur ekki verið haldið á Akureyri vegna skorts á aðstöðu. Þetta nýja millilandaflug er mjög í anda þess að Akureyri verði sú græna svæðisborg sem vilji er til að hún verði því greiðar samgöngur eru alltaf lykillinn að sjálfstæðri tilveru. Höfundur er stjórnmálafræðingur og skipar 16. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar