Skammtíma lækkanir á VSK slæmar fyrir neytendur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 2. maí 2022 09:15 Svandís Svafarsdóttir matvælaráðherra hefur sagt að það komi til greina að fella tímabundið niður virðisaukaskatt (VSK) af matvælum vegna mikilla verðhækkana. Hugmyndin er ekki sér íslensk hagfræði heldur er hún komin erlendis frá, en það þýðir ekki þar með að hún sé góð hagfræði. Rannsóknir sýna nefnilega að slíkar skammtíma lækkanir á VSK eru líklegar til að koma í bakið á neytendum. Ætlunin með því að lækka VSK tímabundið er að lækka vöruverð og þannig aðstoða neytendur. Þar sem efnaminna fólk eyðir stærri hluta tekna sinna í neyslu en þeir efnameiri þá mætti ætla að slík lækkun fæli í sér meiri skattalækkun handa efnaminni, sem er gott mál að mínu mati. Hinsvegar sýna rannsóknir að verðlag bregst ekki eins við hækkunum og lækkunum á VSK. Raunin er sú að verðlag hækkar meira þegar að VSK er hækkaður heldur en þegar hann er lækkaður. Í einföldu máli þýðir það að verslunarmenn hækka verð hjá sér á sama tíma og VSK er lækkaður svo að niðurstaðan fyrir neytendur er sú að verð lækkar minna en við hefði mátt búast. Á sama tíma fær verslunarmaðurinn meira í vasann. Hinsvegar ef VSK er hækkaður þá gildir annað lögmál og mun stærri hluti væntrar verðhækkunar skilar sér út í verðlagið. Loka niðurstaðan á slíkum upp og niður sveiflum kann því að vera óhagstæð fyrir neytendur. Tökum sýnidæmi með tölum: Vara er seld á 100kr, en með 10% VSK kostar hún 110kr út úr búð. Nú er VSK lækkaður í 5%. Vonin er að varan kosti nú 105kr út úr búð og neytandinn spari 5kr. Raunin er þó líklega önnur. Segjum hér að verð hækki í 102kr og því kosti varan nú 107,1kr út úr búð. Sparnaður neytandans er því 2,9kr, verslunarmaðurinn hagnast um 2kr og ríkið tapar 4,9kr af skatttekjum (frá VSK 10kr í VSK 5,1kr). Síðar er VSK aftur hækkaður í 10%. Nú er líklegt að verslunarmaðurinn reyni að halda verðinu kyrru í 102kr og velta öllum VSK yfir í verðlagið, svo varan kostar því nú 112,1kr. Tölurnar í dæminu er skáldaðar en hinsvegar er það stutt af rannsóknum að áhrif VSK breytinga eru á þá leið sem dæmið lýsir. Í millibilinu þegar VSK er lækkaður missir ríkið af VSK tekjum til jafns við skattalækkunina. Hinsvegar fer skattalækkunin ekki öll til neytendans eins og ætlunin var heldur einnig að talsverðu leiti í vasa kaupmannsins. Því er lækkunin á VSK ekki mjög hagkvæm leið til að styrkja neytendur. Þegar yfirlíkur og VSK er kominn í fyrra horf eru svo miklar líkur á því að verðlag hafi hækkað frá því sem áður var. Sú hækkun verður neytendum ekki í vil en verslunarmenn munu hinsvegar hafa náð að vænka hag sinn, fyrst á kostnað skatttekna ríkissins og síðar á kostnað neytenda. Því kann það að vera skammgóður vermir að lækka VSK tímabundið sé ætlunin að aðstoða neytendur. Nær væri að marka fasta stefnu í VSK málum og aðstoða neytendur með öðrum máta. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skattar og tollar Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Svandís Svafarsdóttir matvælaráðherra hefur sagt að það komi til greina að fella tímabundið niður virðisaukaskatt (VSK) af matvælum vegna mikilla verðhækkana. Hugmyndin er ekki sér íslensk hagfræði heldur er hún komin erlendis frá, en það þýðir ekki þar með að hún sé góð hagfræði. Rannsóknir sýna nefnilega að slíkar skammtíma lækkanir á VSK eru líklegar til að koma í bakið á neytendum. Ætlunin með því að lækka VSK tímabundið er að lækka vöruverð og þannig aðstoða neytendur. Þar sem efnaminna fólk eyðir stærri hluta tekna sinna í neyslu en þeir efnameiri þá mætti ætla að slík lækkun fæli í sér meiri skattalækkun handa efnaminni, sem er gott mál að mínu mati. Hinsvegar sýna rannsóknir að verðlag bregst ekki eins við hækkunum og lækkunum á VSK. Raunin er sú að verðlag hækkar meira þegar að VSK er hækkaður heldur en þegar hann er lækkaður. Í einföldu máli þýðir það að verslunarmenn hækka verð hjá sér á sama tíma og VSK er lækkaður svo að niðurstaðan fyrir neytendur er sú að verð lækkar minna en við hefði mátt búast. Á sama tíma fær verslunarmaðurinn meira í vasann. Hinsvegar ef VSK er hækkaður þá gildir annað lögmál og mun stærri hluti væntrar verðhækkunar skilar sér út í verðlagið. Loka niðurstaðan á slíkum upp og niður sveiflum kann því að vera óhagstæð fyrir neytendur. Tökum sýnidæmi með tölum: Vara er seld á 100kr, en með 10% VSK kostar hún 110kr út úr búð. Nú er VSK lækkaður í 5%. Vonin er að varan kosti nú 105kr út úr búð og neytandinn spari 5kr. Raunin er þó líklega önnur. Segjum hér að verð hækki í 102kr og því kosti varan nú 107,1kr út úr búð. Sparnaður neytandans er því 2,9kr, verslunarmaðurinn hagnast um 2kr og ríkið tapar 4,9kr af skatttekjum (frá VSK 10kr í VSK 5,1kr). Síðar er VSK aftur hækkaður í 10%. Nú er líklegt að verslunarmaðurinn reyni að halda verðinu kyrru í 102kr og velta öllum VSK yfir í verðlagið, svo varan kostar því nú 112,1kr. Tölurnar í dæminu er skáldaðar en hinsvegar er það stutt af rannsóknum að áhrif VSK breytinga eru á þá leið sem dæmið lýsir. Í millibilinu þegar VSK er lækkaður missir ríkið af VSK tekjum til jafns við skattalækkunina. Hinsvegar fer skattalækkunin ekki öll til neytendans eins og ætlunin var heldur einnig að talsverðu leiti í vasa kaupmannsins. Því er lækkunin á VSK ekki mjög hagkvæm leið til að styrkja neytendur. Þegar yfirlíkur og VSK er kominn í fyrra horf eru svo miklar líkur á því að verðlag hafi hækkað frá því sem áður var. Sú hækkun verður neytendum ekki í vil en verslunarmenn munu hinsvegar hafa náð að vænka hag sinn, fyrst á kostnað skatttekna ríkissins og síðar á kostnað neytenda. Því kann það að vera skammgóður vermir að lækka VSK tímabundið sé ætlunin að aðstoða neytendur. Nær væri að marka fasta stefnu í VSK málum og aðstoða neytendur með öðrum máta. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun