Tekst að kæla heitasta markað landsins? Halldór Kári Sigurðarson skrifar 2. maí 2022 07:31 Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,1% í mars sem er næstum því fjórföld hækkun m.v. meðalmánuðinn undanfarin 7 ár. Þrátt fyrir það lækkar árshækkunartakturinn aðeins, þ.e. úr 22,5% í 22,2% en það skýrist af því að húsnæðisverð hækkaði enn þá meira í mars í fyrra. Það er skörp áminning um hve lengi þessi seljendamarkaður hefur varað. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Aprílmæling Hagstofu Íslands leiddi í ljós að verðbólgan er komin upp í 7,2% en næsta vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands er núna á miðvikudaginn 4. maí. Sennilegt er að peningastefnunefnd sjái sig tilneydda til að hækka stýrivexti um 1%, eða upp í 3,75%, til að viðhalda trúverðugleika á verðbólgumarkmiðinu. Hækkandi vaxtastig mun hafa þó nokkur neikvæð áhrif á getu kaupenda til skuldsetningar og að sama skapi mun greiðslubyrði heimila með óverðtryggð jafngreiðslulán með breytilegum vöxtum hækka um 11-13% m.v. 30-40 ára lán ef lánveitendur velta stýrivaxtahækkuninni að fullu leyti út í vaxtakjörin. Heimildir: Greiningardeild Húsaskjóls Breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum fóru hvað lægst niður í kringum 3,5% en gætu vel verið komnir upp í kringum 6% á næstu mánuðum. Það þýðir að greiðslubyrði á 30-40 ára óverðtryggðum jafngreiðslulánum á breytilegum vöxtum hefur þá vaxið um 33-42% á tæplega einu og hálfu ári. Það mun að sjálfsögðu kæla markaðinn. Við það bætist að talning Samtaka iðnaðarins sýnir fram á að aukið framboð á íbúðum er framundan. Tvöfalt fleiri íbúðir eru á fyrri byggingarstigum en fyrir ári síðan og Samtök iðnaðarins spá því að rúmlega 2.200 nýjar íbúðir komi inn á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári sem er tæplega 40% vöxtur m.v. áætlanir fyrir árið í ár. Heimildir: Samtök iðnaðarins og Greiningardeild Húsaskjóls Horft fram á við má vænta þess að draga taki úr krafti verðhækkana á næstum mánuðum og að árshækkunartakturinn fari lækkandi. Stökkbreyting á vaxtakostnaði lántakenda ofan í aukið framboð er til þess fallið að draga heitasta markað landsins niður á jörðina. Undirritaður væntir þess þ.a.l. að framundan sé ákveðinn vendipunktur á húsnæðismarkaði og að markaðurinn stefni í meira jafnvægi með haustinu. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls fasteignasölu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Kári Sigurðarson Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,1% í mars sem er næstum því fjórföld hækkun m.v. meðalmánuðinn undanfarin 7 ár. Þrátt fyrir það lækkar árshækkunartakturinn aðeins, þ.e. úr 22,5% í 22,2% en það skýrist af því að húsnæðisverð hækkaði enn þá meira í mars í fyrra. Það er skörp áminning um hve lengi þessi seljendamarkaður hefur varað. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Aprílmæling Hagstofu Íslands leiddi í ljós að verðbólgan er komin upp í 7,2% en næsta vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands er núna á miðvikudaginn 4. maí. Sennilegt er að peningastefnunefnd sjái sig tilneydda til að hækka stýrivexti um 1%, eða upp í 3,75%, til að viðhalda trúverðugleika á verðbólgumarkmiðinu. Hækkandi vaxtastig mun hafa þó nokkur neikvæð áhrif á getu kaupenda til skuldsetningar og að sama skapi mun greiðslubyrði heimila með óverðtryggð jafngreiðslulán með breytilegum vöxtum hækka um 11-13% m.v. 30-40 ára lán ef lánveitendur velta stýrivaxtahækkuninni að fullu leyti út í vaxtakjörin. Heimildir: Greiningardeild Húsaskjóls Breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum fóru hvað lægst niður í kringum 3,5% en gætu vel verið komnir upp í kringum 6% á næstu mánuðum. Það þýðir að greiðslubyrði á 30-40 ára óverðtryggðum jafngreiðslulánum á breytilegum vöxtum hefur þá vaxið um 33-42% á tæplega einu og hálfu ári. Það mun að sjálfsögðu kæla markaðinn. Við það bætist að talning Samtaka iðnaðarins sýnir fram á að aukið framboð á íbúðum er framundan. Tvöfalt fleiri íbúðir eru á fyrri byggingarstigum en fyrir ári síðan og Samtök iðnaðarins spá því að rúmlega 2.200 nýjar íbúðir komi inn á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári sem er tæplega 40% vöxtur m.v. áætlanir fyrir árið í ár. Heimildir: Samtök iðnaðarins og Greiningardeild Húsaskjóls Horft fram á við má vænta þess að draga taki úr krafti verðhækkana á næstum mánuðum og að árshækkunartakturinn fari lækkandi. Stökkbreyting á vaxtakostnaði lántakenda ofan í aukið framboð er til þess fallið að draga heitasta markað landsins niður á jörðina. Undirritaður væntir þess þ.a.l. að framundan sé ákveðinn vendipunktur á húsnæðismarkaði og að markaðurinn stefni í meira jafnvægi með haustinu. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls fasteignasölu.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar