Handbolti

HK og ÍR leika til úrslita um sæti í Olís-deildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
HK á enn möguleika á að halda sæti sínu í Olís-deildinni.
HK á enn möguleika á að halda sæti sínu í Olís-deildinni. Vísir/Hulda Margrét

HK og ÍR munu mætast í úrslitaeinvígi um laust sæti í Olís-deild kvenna í handbolta, en bæði lið kláruðu undanúrslitaeinvígin í kvöld.

ÍR vann fimm marka sigur gegn FH í kvöld, 25-20, eftir að hafa haft tveggja marka forystu í hálfleik. Liðið vann fyrri leik liðanna með minnsta mun, 28-27, og er því á leið í úrslit eftir að hafa klárað einvígið 2-0.

Hild­ur María Leifs­dótt­ir var atvkæðamest í sóknarleik ÍR-inga með sex mörk, en þær Kar­en Tinna Dem­ian og Lauf­ey Lára Hösk­ulds­dótt­ir skoruðu fimm mörk hvor.

Þá vann HK nokkuð öruggan sex marka sigur gegn Gróttu, 25-19. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku heimakonur völdin og sigldu heim góðum sigri. HK-stúlkur unnu fyrri leik liðanna með tíu marka mun og unnu því 2-0 sigur í einvíginu.

Sara Katrín Gunn­ars­dótt­ir og Jó­hanna Mar­grét Sig­urðardótt­ir voru markahæstar í liði HK með fimm mörk hvor.

HK og ÍR munu því leika til úrslita um laust sæti í Olís-deild kvenna á næsta tímabili, en vinna þarf þrjá leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×