Hvers virði er velferð barna? Hrafnhildur Lilja Harðardóttir og Berglind Friðriksdóttir skrifa 29. apríl 2022 13:00 Það fór vart fram hjá íbúum Ölfus að árið 2020 var leikskólinn okkar, Bergheimar, einkavæddur. Áður hafði Ölfus rekið leikskólann en örfáum dögum fyrir sumarfrí sumarið 2020 fengu foreldrar fyrirvaralausan tölvupóst þess efnis að nú tæki Hjallastefnan við rekstri leikskólans. Starfsfólk hafði heldur ekki fengið fréttirnar fyrr en þann dag, hvorki kennarar né stjórnendur. Hið sama má segja um fjölskyldu- og fræðslunefnd og alla aðra sem málið varðar. Hvar liggur sérfræðiþekking sveitarfélagsins? Skemmst er frá því að segja að aðilum máls var illa brugðið. Starfsfólk leikskólans upplifði, og gerir margt hvert enn, mikla óvissu um hvað yrði og foreldrar upplifðu sig sniðgengna og vanvirta. Hvernig getur bæjarstjórn tekið slíka ákvörðun án nokkurs samráðs eða samtals? Rúmlega helmingur foreldra skrifaði undir undirskriftalista með áskorun um að falla frá þessum samningi við Hjalla sem skilað var til bæjarstjóra, bæjarstjórnar og Hjallastefnunnar. Þess má geta að listinn gekk rafrænt milli foreldra yfir nokkra daga í sumarfríinu og því má gera ráð fyrir að hann hafi alls ekki náð til allra foreldra. Listanum var ekki svarað af neinum ofantaldra. Vegna mikillar óánægju meðal foreldra og starfsfólks fengum við fund með bæjarstjóra og bæjarstjórn. Fundurinn var afar vel sóttur og þeir sem tóku til máls kölluðu eftir svörum um ástæður meðal annars. Því var svarað til, af bæjarstjóra og fulltrúum úr bæjarstjórn að búið væri að gera þennan samning, þannig væri þetta óafturkræft en einnig að ákvörðun hafi verið tekin útfrá rekstrarlegu sjónarhorni, að sveitarfélagið byggi ekki yfir sérfræðiþekkingu á rekstri leikskóla. Við spyrjum, býr sveitarfélagið yfir sérfræðiþekkingu á rekstri þjónustu við aldraða, grunnskóla eða bókasafns? Ákvörðunin var sem sagt tekin út frá rekstri, algjörlega óháð því hvað foreldrar telja börnum sínum fyrir bestu og hvað fjölskyldur barnanna vilja. Þekking starfsfólks á leikskólanum Bergheimum var algjörlega sniðgengin, en þar er hafsjór sérfræðiþekkingar á málefnum leikskóla, ekki var leitast eftir skoðunum eða vilja starfsfólks og hvergi var það til umræðu í kringum þessa ákvarðanatöku hvað væri best fyrir börnin. Sem dæmi er ólíklegt að það sé börnunum fyrir bestu að foreldrar þeirra hafi engan annan kost en að vista börn sín á leikskóla sem er með stefnu sem gengur þvert gegn þeirra sannfæringu og gildum. Slæmar afleiðingar gjörningsins Það hefur verið þyngra en tárum taki að fylgjast með afleiðingum þessa gjörnings bæjarstjórnar. Stjórnendaskipti hafa verið svipleg og tíð, starfsmannavelta leikskólans á þessu tímabili hefur verið fordæmalaus og nýleg könnun sem gerð var á meðal foreldra hefur ekki komið jafn illa út síðan mælingar hófust. Það er skemmst frá því að segja að ákvörðun bæjarstjórnar, um að einkavæða leikskólann og færa í hendur Hjalla, hefur reynst afdrifarík. Meðfylgjandi má, fyrir áhugasama, sjá brot af niðurstöðum úr könnuninni sem um ræðir. Könnunin er á vegum Skólapúlsins og er samræmd könnun sem gerð er reglulega meðal foreldra leikskólabarna. Foreldrar eru spurðir um ýmislegt er varðar leikskólann og niðurstöður bornar saman við fyrri ár og meðaltöl annarra leikskóla. Niðurstöður sýna svo ekki verður um villst aukna óánægju foreldra á nær öllum metnum þáttum síðan Hjalli tók við rekstri og það sem verra er, foreldrar meta ánægju barna sinna minni en áður. Niðurstöður sýna einnig að dregið hefur verulega úr hlutfalli stuðnings, sérkennslu og sérfræðiþjónustu auk þess sem hlutfall stoð -og sérfræðiþjónustu er talsvert minna hér en annarsstaðar. Þegar niðurstöður Bergheima eru bornar saman við meðaltöl annarra leikskóla er ánægja foreldra á Bergheimum langt undir meðallagi á flestum sviðum. Svarhlutfall var rúmlega 82%. Þessi tími síðan Hjalli tók við rekstri hefur einkennst af miklum óstöðugleika og óöryggi, bæði fyrir foreldra og starfsfólk leikskólans. Yfir allan þann tíma hefur starfsfólk á leikskólanum Bergheimum, þrátt fyrir óstöðugt starfsumhverfi og starfshætti sem það valdi sér ekki sjálft, tekið á móti börnunum okkar með bros á vör á hverjum morgni, veitt þeim og okkur foreldrunum öryggi og gert okkur það kleift að halda áhyggjulaus til vinnu, vitandi af börnum okkar í góðum höndum. Starfsfólk Bergheima hefur staðið vaktina af sama kærleika, metnaði og fagmennsku og þau eru vön þrátt fyrir allt sem á undan er gengið og þrátt fyrir að hafa verið sniðgengin og vanvirt af vinnuveitendum sínum og stjórnendum síns heimabæjar. Stefna Íbúalistans í Ölfusi Þessi vinnubrögð núverandi bæjarstjórnar bera vott um algjöra vanvirðingu gagnvart málaflokknum, foreldrum leikskólabarna og starfsfólki leikskólans. Við á Íbúalistanum erum með metnaðarfulla stefnu í málefnum leikskóla. Við viljum, meðal annars: Efla sérfræðiþjónustu við leik – og grunnskóla (s.s. þjónustu sálfræðinga og talmeinafræðinga) Styðja við framþróun og faglegt starf Flýta byggingu nýs leikskóla eins og kostur er og tileinka eina deild börnum frá 12 mánaða aldri Að leikskóli sé gjaldfrjáls og munum beita okkur fyrir því eftir viðeigandi leiðum Okkur á Íbúalistanum þykir ekki nóg að byggja nýjan leikskóla, enda ekki fyrirséð hvenær nýr leikskóli rís og viljum skapa stöðugleika um leikskólann okkar, Bergheima. Það viljum við gera eftir gagnsæjum leiðum og í góðu samtali við alla málsaðila, starfsfólk og foreldra. Hrafnhildur Lilja Harðardóttir 5. sæti Íbúalistans í Ölfusi Berglind Friðriksdóttir 3. sæti Íbúalistans í Ölfusi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Ölfus Sveitarstjórnarkosningar 2022 Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Sjá meira
Það fór vart fram hjá íbúum Ölfus að árið 2020 var leikskólinn okkar, Bergheimar, einkavæddur. Áður hafði Ölfus rekið leikskólann en örfáum dögum fyrir sumarfrí sumarið 2020 fengu foreldrar fyrirvaralausan tölvupóst þess efnis að nú tæki Hjallastefnan við rekstri leikskólans. Starfsfólk hafði heldur ekki fengið fréttirnar fyrr en þann dag, hvorki kennarar né stjórnendur. Hið sama má segja um fjölskyldu- og fræðslunefnd og alla aðra sem málið varðar. Hvar liggur sérfræðiþekking sveitarfélagsins? Skemmst er frá því að segja að aðilum máls var illa brugðið. Starfsfólk leikskólans upplifði, og gerir margt hvert enn, mikla óvissu um hvað yrði og foreldrar upplifðu sig sniðgengna og vanvirta. Hvernig getur bæjarstjórn tekið slíka ákvörðun án nokkurs samráðs eða samtals? Rúmlega helmingur foreldra skrifaði undir undirskriftalista með áskorun um að falla frá þessum samningi við Hjalla sem skilað var til bæjarstjóra, bæjarstjórnar og Hjallastefnunnar. Þess má geta að listinn gekk rafrænt milli foreldra yfir nokkra daga í sumarfríinu og því má gera ráð fyrir að hann hafi alls ekki náð til allra foreldra. Listanum var ekki svarað af neinum ofantaldra. Vegna mikillar óánægju meðal foreldra og starfsfólks fengum við fund með bæjarstjóra og bæjarstjórn. Fundurinn var afar vel sóttur og þeir sem tóku til máls kölluðu eftir svörum um ástæður meðal annars. Því var svarað til, af bæjarstjóra og fulltrúum úr bæjarstjórn að búið væri að gera þennan samning, þannig væri þetta óafturkræft en einnig að ákvörðun hafi verið tekin útfrá rekstrarlegu sjónarhorni, að sveitarfélagið byggi ekki yfir sérfræðiþekkingu á rekstri leikskóla. Við spyrjum, býr sveitarfélagið yfir sérfræðiþekkingu á rekstri þjónustu við aldraða, grunnskóla eða bókasafns? Ákvörðunin var sem sagt tekin út frá rekstri, algjörlega óháð því hvað foreldrar telja börnum sínum fyrir bestu og hvað fjölskyldur barnanna vilja. Þekking starfsfólks á leikskólanum Bergheimum var algjörlega sniðgengin, en þar er hafsjór sérfræðiþekkingar á málefnum leikskóla, ekki var leitast eftir skoðunum eða vilja starfsfólks og hvergi var það til umræðu í kringum þessa ákvarðanatöku hvað væri best fyrir börnin. Sem dæmi er ólíklegt að það sé börnunum fyrir bestu að foreldrar þeirra hafi engan annan kost en að vista börn sín á leikskóla sem er með stefnu sem gengur þvert gegn þeirra sannfæringu og gildum. Slæmar afleiðingar gjörningsins Það hefur verið þyngra en tárum taki að fylgjast með afleiðingum þessa gjörnings bæjarstjórnar. Stjórnendaskipti hafa verið svipleg og tíð, starfsmannavelta leikskólans á þessu tímabili hefur verið fordæmalaus og nýleg könnun sem gerð var á meðal foreldra hefur ekki komið jafn illa út síðan mælingar hófust. Það er skemmst frá því að segja að ákvörðun bæjarstjórnar, um að einkavæða leikskólann og færa í hendur Hjalla, hefur reynst afdrifarík. Meðfylgjandi má, fyrir áhugasama, sjá brot af niðurstöðum úr könnuninni sem um ræðir. Könnunin er á vegum Skólapúlsins og er samræmd könnun sem gerð er reglulega meðal foreldra leikskólabarna. Foreldrar eru spurðir um ýmislegt er varðar leikskólann og niðurstöður bornar saman við fyrri ár og meðaltöl annarra leikskóla. Niðurstöður sýna svo ekki verður um villst aukna óánægju foreldra á nær öllum metnum þáttum síðan Hjalli tók við rekstri og það sem verra er, foreldrar meta ánægju barna sinna minni en áður. Niðurstöður sýna einnig að dregið hefur verulega úr hlutfalli stuðnings, sérkennslu og sérfræðiþjónustu auk þess sem hlutfall stoð -og sérfræðiþjónustu er talsvert minna hér en annarsstaðar. Þegar niðurstöður Bergheima eru bornar saman við meðaltöl annarra leikskóla er ánægja foreldra á Bergheimum langt undir meðallagi á flestum sviðum. Svarhlutfall var rúmlega 82%. Þessi tími síðan Hjalli tók við rekstri hefur einkennst af miklum óstöðugleika og óöryggi, bæði fyrir foreldra og starfsfólk leikskólans. Yfir allan þann tíma hefur starfsfólk á leikskólanum Bergheimum, þrátt fyrir óstöðugt starfsumhverfi og starfshætti sem það valdi sér ekki sjálft, tekið á móti börnunum okkar með bros á vör á hverjum morgni, veitt þeim og okkur foreldrunum öryggi og gert okkur það kleift að halda áhyggjulaus til vinnu, vitandi af börnum okkar í góðum höndum. Starfsfólk Bergheima hefur staðið vaktina af sama kærleika, metnaði og fagmennsku og þau eru vön þrátt fyrir allt sem á undan er gengið og þrátt fyrir að hafa verið sniðgengin og vanvirt af vinnuveitendum sínum og stjórnendum síns heimabæjar. Stefna Íbúalistans í Ölfusi Þessi vinnubrögð núverandi bæjarstjórnar bera vott um algjöra vanvirðingu gagnvart málaflokknum, foreldrum leikskólabarna og starfsfólki leikskólans. Við á Íbúalistanum erum með metnaðarfulla stefnu í málefnum leikskóla. Við viljum, meðal annars: Efla sérfræðiþjónustu við leik – og grunnskóla (s.s. þjónustu sálfræðinga og talmeinafræðinga) Styðja við framþróun og faglegt starf Flýta byggingu nýs leikskóla eins og kostur er og tileinka eina deild börnum frá 12 mánaða aldri Að leikskóli sé gjaldfrjáls og munum beita okkur fyrir því eftir viðeigandi leiðum Okkur á Íbúalistanum þykir ekki nóg að byggja nýjan leikskóla, enda ekki fyrirséð hvenær nýr leikskóli rís og viljum skapa stöðugleika um leikskólann okkar, Bergheima. Það viljum við gera eftir gagnsæjum leiðum og í góðu samtali við alla málsaðila, starfsfólk og foreldra. Hrafnhildur Lilja Harðardóttir 5. sæti Íbúalistans í Ölfusi Berglind Friðriksdóttir 3. sæti Íbúalistans í Ölfusi
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun