„Þið gátuð ekki notað mig. Sjáið þið!“ Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2022 13:30 Darija Zecevic fagnar eftir eina af mörgum markvörslum sínum í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Hún verður áfram í marki Stjörnunnar á næstu leiktíð. Stöð 2 Sport/Stjarnan „Darija Zecevic, hún elskar að spila í Vestmannaeyjum,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir í Seinni bylgjunni í gærkvöld þegar talið barst að hetju Stjörnunnar í sigrinum í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Stjarnan vann ÍBV 28-22 og er því 1-0 yfir í einvíg liðanna í 6-liða úrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Zecevic varði 41% skota sem hún fékk á sig í leiknum, alls 15 skot, og átti stóran þátt í sigrinum. Zecevic, sem er 24 ára og frá Svartfjallalandi, kom fyrst til Íslands þegar hún gekk í raðir ÍBV sumarið 2019. Í Eyjum stóð hún hins vegar í skugganum af Mörtu Wawrzynkowska og fór að lokum til Stjörnunnar í fyrra. „Það er eins og hún hafi eitthvað að sanna,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested um frammistöðu Zecevic í gær. Svava gat vel ímyndað sér hvað Zecevic hefði hugsað með sér: „Þið gátuð ekki notað mig. Sjáið þið! Ég er geggjuð.“ Klippa: Darija Zecevic mögnuð á gamla heimavellinum Sunneva Einarsdóttir benti á að það væri alveg skiljanlegt að Zecevic hefði lítið spilað í ÍBV: „Satt best að segja sá maður í raun og veru ekkert hvað hún gat áður en hún fór í Stjörnuna. Marta var náttúrulega frábær. Það var ástæða fyrir því að hún [Zecevic] var ekki að spila. En svo blómstraði hún bara í Stjörnunni. Hún er búin að eiga frábært tímabil,“ sagði Sunneva en innslagið má sjá hér að ofan. Zecevic skrifaði á dögunum undir framlengingu á samningi sínum við Stjörnuna og verður því áfram í marki liðsins á næstu leiktíð. View this post on Instagram A post shared by Stjarnan Handbolti (@handboltistar) Úrslitakeppnin heldur áfram á morgun þegar Stjarnan tekur á móti ÍBV klukkan 16 þar sem Garðbæingar gætu tryggt sér sæti í undanúrslitum. Eyjakonur þurfa sigur til að fá oddaleik í Eyjum á þriðjudaginn. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna ÍBV Stjarnan Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Sjá meira
Stjarnan vann ÍBV 28-22 og er því 1-0 yfir í einvíg liðanna í 6-liða úrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Zecevic varði 41% skota sem hún fékk á sig í leiknum, alls 15 skot, og átti stóran þátt í sigrinum. Zecevic, sem er 24 ára og frá Svartfjallalandi, kom fyrst til Íslands þegar hún gekk í raðir ÍBV sumarið 2019. Í Eyjum stóð hún hins vegar í skugganum af Mörtu Wawrzynkowska og fór að lokum til Stjörnunnar í fyrra. „Það er eins og hún hafi eitthvað að sanna,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested um frammistöðu Zecevic í gær. Svava gat vel ímyndað sér hvað Zecevic hefði hugsað með sér: „Þið gátuð ekki notað mig. Sjáið þið! Ég er geggjuð.“ Klippa: Darija Zecevic mögnuð á gamla heimavellinum Sunneva Einarsdóttir benti á að það væri alveg skiljanlegt að Zecevic hefði lítið spilað í ÍBV: „Satt best að segja sá maður í raun og veru ekkert hvað hún gat áður en hún fór í Stjörnuna. Marta var náttúrulega frábær. Það var ástæða fyrir því að hún [Zecevic] var ekki að spila. En svo blómstraði hún bara í Stjörnunni. Hún er búin að eiga frábært tímabil,“ sagði Sunneva en innslagið má sjá hér að ofan. Zecevic skrifaði á dögunum undir framlengingu á samningi sínum við Stjörnuna og verður því áfram í marki liðsins á næstu leiktíð. View this post on Instagram A post shared by Stjarnan Handbolti (@handboltistar) Úrslitakeppnin heldur áfram á morgun þegar Stjarnan tekur á móti ÍBV klukkan 16 þar sem Garðbæingar gætu tryggt sér sæti í undanúrslitum. Eyjakonur þurfa sigur til að fá oddaleik í Eyjum á þriðjudaginn. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna ÍBV Stjarnan Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Sjá meira