Hafnarfjörður í forystu í aukinni umhverfisvernd Helga Björg Loftsdóttir skrifar 28. apríl 2022 00:01 Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að umhverfismálin eru á allra vörum í dag. Umræðan og vitunarvakningin hefur stóraukist á síðustu árum. Með áframhaldandi markvissum aðgerðum og fræðslu þarf að draga enn frekar úr losun á gróðurhúsalofttegundum og úrgangi. Hafnfirðingar hafa tekið umhverfismálin alvarlega enda fylgir Hafnarfjörður metnaðarfullri og ýítarlegri umhverfis- og auðlindastefnu. Við þurfum að hraða orkuskiptum í samgöngum og setja upp fleiri hleðslustöðvar í bænum en slík uppbygging hvetur til aukinnar rafbílavæðingar. Greiða þarf úr umferðartöfum í Hafnarfirði með breyttu skipulagi en þar er Reykjanesbrautin skýrasta dæmið. Umferðartafir eru ekki einungis leiðinlegar og tímafrekar heldur valda þær einnig útblástursmengun ásamt óþarfa eldsneytiseyðslu og kolefnislosun. Náttúruperlur Hafnarfjarðar Hafnarfjörður hefur að geyma einstakar náttúruperlur sem standa þarf vörð um ásamt því að betrumbæta önnur útivistarsvæði. Halda þarf hjóla- og göngustígum vel við og setja upp fleiri merktar göngu- og hjólaleiðir um Hafnarfjörð líkt og gert hefur verið í nágrannasveitarfélögum. Það eykur líkurnar á því einstaklingar leggi bílnum og kjósi að ganga eða hjóla í staðinn. Hafnarfjörður gerði samning við Kolvið um kolefnisjöfnuð árið 2019 en við vorum fyrsta sveitarfélagið til þess að semja við Kolvið um kolefnisjöfnun. Ár hvert kolefnisjafnar Hafnarfjörður rekstur bæjarins ársins á undan. Undanfarin fjögur ár hefur losun gróðurhúsalofttegunda verið í kringum 850 tonn CO2, en stakkaskipti urðu árið 2021 þegar losunin fór niður í 782 tonn CO2. Til að kolefnisjafna það ár voru gróðursett 7.830 tré. Komum vel fram við jörðina okkar Hafnarfjörður er eina sveitarfélagið á Íslandi sem getur státað af því að vera með umhverfishvata í formi afsláttar af lóðaverði en Hafnarfjörður veitir afslátt af lóðaverði með því skilyrði að umhverfisvottuð uppbygging eigi sér stað á henni. Ef uppbygging er Svansvottuð er veittur 20% afsláttur af lóðaverði og 20-30% afsláttur af lóðaverði ef uppbygging er BREEAM vottuð. Það er mikilvægt að við komum vel fram við jörðina okkar svo að komandi kynslóðir geti notið sömu tækifæra og núverandi kynslóð, en með aukinni losun á gróðurhúsalofttegundum og öðrum umhverfisáhrifum mun líf á jörðinni ekki verða eins til framtíðar. Það er því mjög mikilvægt að við grípum í taumana núna áður en það verður orðið um seinan og opnum augun fyrir því hversu mikið okkar daglegu þarfir og gjörðir hafa áhrif á umhverfið. Árangur næst með góðu samstarfi stjórnvalda, atvinnulífsins og almennings. Höfundur skipar 8. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Umhverfismál Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að umhverfismálin eru á allra vörum í dag. Umræðan og vitunarvakningin hefur stóraukist á síðustu árum. Með áframhaldandi markvissum aðgerðum og fræðslu þarf að draga enn frekar úr losun á gróðurhúsalofttegundum og úrgangi. Hafnfirðingar hafa tekið umhverfismálin alvarlega enda fylgir Hafnarfjörður metnaðarfullri og ýítarlegri umhverfis- og auðlindastefnu. Við þurfum að hraða orkuskiptum í samgöngum og setja upp fleiri hleðslustöðvar í bænum en slík uppbygging hvetur til aukinnar rafbílavæðingar. Greiða þarf úr umferðartöfum í Hafnarfirði með breyttu skipulagi en þar er Reykjanesbrautin skýrasta dæmið. Umferðartafir eru ekki einungis leiðinlegar og tímafrekar heldur valda þær einnig útblástursmengun ásamt óþarfa eldsneytiseyðslu og kolefnislosun. Náttúruperlur Hafnarfjarðar Hafnarfjörður hefur að geyma einstakar náttúruperlur sem standa þarf vörð um ásamt því að betrumbæta önnur útivistarsvæði. Halda þarf hjóla- og göngustígum vel við og setja upp fleiri merktar göngu- og hjólaleiðir um Hafnarfjörð líkt og gert hefur verið í nágrannasveitarfélögum. Það eykur líkurnar á því einstaklingar leggi bílnum og kjósi að ganga eða hjóla í staðinn. Hafnarfjörður gerði samning við Kolvið um kolefnisjöfnuð árið 2019 en við vorum fyrsta sveitarfélagið til þess að semja við Kolvið um kolefnisjöfnun. Ár hvert kolefnisjafnar Hafnarfjörður rekstur bæjarins ársins á undan. Undanfarin fjögur ár hefur losun gróðurhúsalofttegunda verið í kringum 850 tonn CO2, en stakkaskipti urðu árið 2021 þegar losunin fór niður í 782 tonn CO2. Til að kolefnisjafna það ár voru gróðursett 7.830 tré. Komum vel fram við jörðina okkar Hafnarfjörður er eina sveitarfélagið á Íslandi sem getur státað af því að vera með umhverfishvata í formi afsláttar af lóðaverði en Hafnarfjörður veitir afslátt af lóðaverði með því skilyrði að umhverfisvottuð uppbygging eigi sér stað á henni. Ef uppbygging er Svansvottuð er veittur 20% afsláttur af lóðaverði og 20-30% afsláttur af lóðaverði ef uppbygging er BREEAM vottuð. Það er mikilvægt að við komum vel fram við jörðina okkar svo að komandi kynslóðir geti notið sömu tækifæra og núverandi kynslóð, en með aukinni losun á gróðurhúsalofttegundum og öðrum umhverfisáhrifum mun líf á jörðinni ekki verða eins til framtíðar. Það er því mjög mikilvægt að við grípum í taumana núna áður en það verður orðið um seinan og opnum augun fyrir því hversu mikið okkar daglegu þarfir og gjörðir hafa áhrif á umhverfið. Árangur næst með góðu samstarfi stjórnvalda, atvinnulífsins og almennings. Höfundur skipar 8. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun