Hafnarfjörður í forystu í aukinni umhverfisvernd Helga Björg Loftsdóttir skrifar 28. apríl 2022 00:01 Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að umhverfismálin eru á allra vörum í dag. Umræðan og vitunarvakningin hefur stóraukist á síðustu árum. Með áframhaldandi markvissum aðgerðum og fræðslu þarf að draga enn frekar úr losun á gróðurhúsalofttegundum og úrgangi. Hafnfirðingar hafa tekið umhverfismálin alvarlega enda fylgir Hafnarfjörður metnaðarfullri og ýítarlegri umhverfis- og auðlindastefnu. Við þurfum að hraða orkuskiptum í samgöngum og setja upp fleiri hleðslustöðvar í bænum en slík uppbygging hvetur til aukinnar rafbílavæðingar. Greiða þarf úr umferðartöfum í Hafnarfirði með breyttu skipulagi en þar er Reykjanesbrautin skýrasta dæmið. Umferðartafir eru ekki einungis leiðinlegar og tímafrekar heldur valda þær einnig útblástursmengun ásamt óþarfa eldsneytiseyðslu og kolefnislosun. Náttúruperlur Hafnarfjarðar Hafnarfjörður hefur að geyma einstakar náttúruperlur sem standa þarf vörð um ásamt því að betrumbæta önnur útivistarsvæði. Halda þarf hjóla- og göngustígum vel við og setja upp fleiri merktar göngu- og hjólaleiðir um Hafnarfjörð líkt og gert hefur verið í nágrannasveitarfélögum. Það eykur líkurnar á því einstaklingar leggi bílnum og kjósi að ganga eða hjóla í staðinn. Hafnarfjörður gerði samning við Kolvið um kolefnisjöfnuð árið 2019 en við vorum fyrsta sveitarfélagið til þess að semja við Kolvið um kolefnisjöfnun. Ár hvert kolefnisjafnar Hafnarfjörður rekstur bæjarins ársins á undan. Undanfarin fjögur ár hefur losun gróðurhúsalofttegunda verið í kringum 850 tonn CO2, en stakkaskipti urðu árið 2021 þegar losunin fór niður í 782 tonn CO2. Til að kolefnisjafna það ár voru gróðursett 7.830 tré. Komum vel fram við jörðina okkar Hafnarfjörður er eina sveitarfélagið á Íslandi sem getur státað af því að vera með umhverfishvata í formi afsláttar af lóðaverði en Hafnarfjörður veitir afslátt af lóðaverði með því skilyrði að umhverfisvottuð uppbygging eigi sér stað á henni. Ef uppbygging er Svansvottuð er veittur 20% afsláttur af lóðaverði og 20-30% afsláttur af lóðaverði ef uppbygging er BREEAM vottuð. Það er mikilvægt að við komum vel fram við jörðina okkar svo að komandi kynslóðir geti notið sömu tækifæra og núverandi kynslóð, en með aukinni losun á gróðurhúsalofttegundum og öðrum umhverfisáhrifum mun líf á jörðinni ekki verða eins til framtíðar. Það er því mjög mikilvægt að við grípum í taumana núna áður en það verður orðið um seinan og opnum augun fyrir því hversu mikið okkar daglegu þarfir og gjörðir hafa áhrif á umhverfið. Árangur næst með góðu samstarfi stjórnvalda, atvinnulífsins og almennings. Höfundur skipar 8. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Umhverfismál Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að umhverfismálin eru á allra vörum í dag. Umræðan og vitunarvakningin hefur stóraukist á síðustu árum. Með áframhaldandi markvissum aðgerðum og fræðslu þarf að draga enn frekar úr losun á gróðurhúsalofttegundum og úrgangi. Hafnfirðingar hafa tekið umhverfismálin alvarlega enda fylgir Hafnarfjörður metnaðarfullri og ýítarlegri umhverfis- og auðlindastefnu. Við þurfum að hraða orkuskiptum í samgöngum og setja upp fleiri hleðslustöðvar í bænum en slík uppbygging hvetur til aukinnar rafbílavæðingar. Greiða þarf úr umferðartöfum í Hafnarfirði með breyttu skipulagi en þar er Reykjanesbrautin skýrasta dæmið. Umferðartafir eru ekki einungis leiðinlegar og tímafrekar heldur valda þær einnig útblástursmengun ásamt óþarfa eldsneytiseyðslu og kolefnislosun. Náttúruperlur Hafnarfjarðar Hafnarfjörður hefur að geyma einstakar náttúruperlur sem standa þarf vörð um ásamt því að betrumbæta önnur útivistarsvæði. Halda þarf hjóla- og göngustígum vel við og setja upp fleiri merktar göngu- og hjólaleiðir um Hafnarfjörð líkt og gert hefur verið í nágrannasveitarfélögum. Það eykur líkurnar á því einstaklingar leggi bílnum og kjósi að ganga eða hjóla í staðinn. Hafnarfjörður gerði samning við Kolvið um kolefnisjöfnuð árið 2019 en við vorum fyrsta sveitarfélagið til þess að semja við Kolvið um kolefnisjöfnun. Ár hvert kolefnisjafnar Hafnarfjörður rekstur bæjarins ársins á undan. Undanfarin fjögur ár hefur losun gróðurhúsalofttegunda verið í kringum 850 tonn CO2, en stakkaskipti urðu árið 2021 þegar losunin fór niður í 782 tonn CO2. Til að kolefnisjafna það ár voru gróðursett 7.830 tré. Komum vel fram við jörðina okkar Hafnarfjörður er eina sveitarfélagið á Íslandi sem getur státað af því að vera með umhverfishvata í formi afsláttar af lóðaverði en Hafnarfjörður veitir afslátt af lóðaverði með því skilyrði að umhverfisvottuð uppbygging eigi sér stað á henni. Ef uppbygging er Svansvottuð er veittur 20% afsláttur af lóðaverði og 20-30% afsláttur af lóðaverði ef uppbygging er BREEAM vottuð. Það er mikilvægt að við komum vel fram við jörðina okkar svo að komandi kynslóðir geti notið sömu tækifæra og núverandi kynslóð, en með aukinni losun á gróðurhúsalofttegundum og öðrum umhverfisáhrifum mun líf á jörðinni ekki verða eins til framtíðar. Það er því mjög mikilvægt að við grípum í taumana núna áður en það verður orðið um seinan og opnum augun fyrir því hversu mikið okkar daglegu þarfir og gjörðir hafa áhrif á umhverfið. Árangur næst með góðu samstarfi stjórnvalda, atvinnulífsins og almennings. Höfundur skipar 8. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun