Tafir og töpuð tækifæri Jón Skafti Gestsson skrifar 27. apríl 2022 10:31 Landsnet hefur gefið út skýrsluna Töpuð tækifæri vegna takmarkana í flutningskerfinu sem unnin var af alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Frontier Economics. Í skýrslunni er fjallað um hvernig fyrirtæki og samfélagið allt verður fyrir efnahagslegu tapi þegar flutningskerfi raforku stendur í vegi fyrir eða tefur framgang hagkvæmra verkefna. Tekin eru dæmi af því hvernig takmarkanir í flutningskerfinu hafa tafið framgang vaxandi fyrirtækja í nýsköpun, nýrra stórnotenda og orkuvinnslu. Dæmin eru lýsandi fyrir hversu ólík tækifæri tapast þegar aðgangur að raforku er takmarkandi þáttur í rekstri og stofnun fyrirtækja en langt frá því að vera tæmandi listi. Í skýrslunni er tekið dæmi af raforkufyrirtæki sem hvorki getur nýtt virkjanir sínar á fullnægjandi hátt né virkjað kosti úr virkjanaflokki rammaáætlunar því flutningskerfið getur ekki tekið við orkunni. Samfélagslegt tap vegna þess hleypur á milljörðum króna árlega af orkusölunni einni saman. Þá er tekið dæmi af nýsköpunarfyrirtæki í arðsömum rekstri sem borgar að jafnaði nálægt tvöföldum meðallaunum og vill auka starfsemi sína. Stækkunaráform fyrirtækisins gætu hins vegar tafist ef ekki tekst að styrkja flutningskerfið á Reykjanesi í tæka tíð. Samfélagslegt tap í launamuninum einum saman gæti þá hlaupið á hundruðum milljóna ár hvert. Einnig er fjallað um hugmyndir um rafeldsneytisframleiðslu en til lengri tíma er mögulegt að Íslandi gæti framleitt eldsneyti og orðið óháð innflutningi á jarðefnaeldsneyti. Íslendingar hafa undanfarinn áratug flutt inn eldsneyti fyrir um 82 milljarða króna ár hvert eða sem nemur 220 þúsund krónum á hvern íbúa. Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að samfélagslegt tap hlaupi á milljörðum króna ár hvert og jafnvel tugum milljarða þegar horft er lengra fram í tímann. Tafir og töpuð tækifæri bitna á almenningi Skýrslan er rökrétt framhald skýrslunnar The Economic Benefit of Headroom in the Icelandic Power Network sem Frontier Economics vann fyrir Landsnet árið 2020. Þar var sýnt fram á að laun almennings hafa hækkað hægar í þeim sveitafélögum sem hafa haft takmarkað aðgengi að flutningskerfi raforku en í þeim sveitarfélögum sem hafa haft góðan aðgang að raforku. Þar var sýnt fram á að hagur almennings felst í því að hafa fullnægjandi aðgang að raforku frá flutningskerfinu. Í nýju skýrslunni er áherslan frekar lögð á hag fyrirtækja og samfélagsins í heild. Við samlestur þessara skýrslna kemur skýrt fram að hagur almennings og fyrirtækja fer saman í þessu samhengi enda ætti það að vera óumdeilt að sterkara atvinnulíf getur staðið undir hærri launum og að sterkara atvinnulíf fæst ekki ef tækifærin tapast eitt af öðru vegna skorts á raforku. Flutningskerfið er forsenda alls Við þurfum sem þjóð að gera styrkingu flutningskerfisins að forgangsatriði því öll okkar helstu markmið standa og falla með því. Það er tilgangslaust að virkja ef ekki er hægt að afhenda orkuna. Það er enn fremur tómt mál að tala um kolefnishlutleysi, orkuskipti eða önnur slík markmið ef raforkukerfið stendur ekki undir því. Við þurfum að horfast í augu við að takmarkanir í flutningskerfinu valda nú þegar milljarðatapi á hverju ári í formi tapaðra tækifæra við atvinnuþróun. Bæði með því að standa í vegi fyrir stofnun nýrra fyrirtækja og hefta vöxt starfandi fyrirtækja, ekki bara á nokkrum tilteknum svæðum heldur um land allt. Takmarkanirnar standa í vegi fyrir stofnun nýrra fyrirtækja og hefta vöxt starfandi fyrirtækja. Þetta á ekki einungis við tiltekin landssvæði. Tækifæri tapast um land allt. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Landsnet hefur gefið út skýrsluna Töpuð tækifæri vegna takmarkana í flutningskerfinu sem unnin var af alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Frontier Economics. Í skýrslunni er fjallað um hvernig fyrirtæki og samfélagið allt verður fyrir efnahagslegu tapi þegar flutningskerfi raforku stendur í vegi fyrir eða tefur framgang hagkvæmra verkefna. Tekin eru dæmi af því hvernig takmarkanir í flutningskerfinu hafa tafið framgang vaxandi fyrirtækja í nýsköpun, nýrra stórnotenda og orkuvinnslu. Dæmin eru lýsandi fyrir hversu ólík tækifæri tapast þegar aðgangur að raforku er takmarkandi þáttur í rekstri og stofnun fyrirtækja en langt frá því að vera tæmandi listi. Í skýrslunni er tekið dæmi af raforkufyrirtæki sem hvorki getur nýtt virkjanir sínar á fullnægjandi hátt né virkjað kosti úr virkjanaflokki rammaáætlunar því flutningskerfið getur ekki tekið við orkunni. Samfélagslegt tap vegna þess hleypur á milljörðum króna árlega af orkusölunni einni saman. Þá er tekið dæmi af nýsköpunarfyrirtæki í arðsömum rekstri sem borgar að jafnaði nálægt tvöföldum meðallaunum og vill auka starfsemi sína. Stækkunaráform fyrirtækisins gætu hins vegar tafist ef ekki tekst að styrkja flutningskerfið á Reykjanesi í tæka tíð. Samfélagslegt tap í launamuninum einum saman gæti þá hlaupið á hundruðum milljóna ár hvert. Einnig er fjallað um hugmyndir um rafeldsneytisframleiðslu en til lengri tíma er mögulegt að Íslandi gæti framleitt eldsneyti og orðið óháð innflutningi á jarðefnaeldsneyti. Íslendingar hafa undanfarinn áratug flutt inn eldsneyti fyrir um 82 milljarða króna ár hvert eða sem nemur 220 þúsund krónum á hvern íbúa. Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að samfélagslegt tap hlaupi á milljörðum króna ár hvert og jafnvel tugum milljarða þegar horft er lengra fram í tímann. Tafir og töpuð tækifæri bitna á almenningi Skýrslan er rökrétt framhald skýrslunnar The Economic Benefit of Headroom in the Icelandic Power Network sem Frontier Economics vann fyrir Landsnet árið 2020. Þar var sýnt fram á að laun almennings hafa hækkað hægar í þeim sveitafélögum sem hafa haft takmarkað aðgengi að flutningskerfi raforku en í þeim sveitarfélögum sem hafa haft góðan aðgang að raforku. Þar var sýnt fram á að hagur almennings felst í því að hafa fullnægjandi aðgang að raforku frá flutningskerfinu. Í nýju skýrslunni er áherslan frekar lögð á hag fyrirtækja og samfélagsins í heild. Við samlestur þessara skýrslna kemur skýrt fram að hagur almennings og fyrirtækja fer saman í þessu samhengi enda ætti það að vera óumdeilt að sterkara atvinnulíf getur staðið undir hærri launum og að sterkara atvinnulíf fæst ekki ef tækifærin tapast eitt af öðru vegna skorts á raforku. Flutningskerfið er forsenda alls Við þurfum sem þjóð að gera styrkingu flutningskerfisins að forgangsatriði því öll okkar helstu markmið standa og falla með því. Það er tilgangslaust að virkja ef ekki er hægt að afhenda orkuna. Það er enn fremur tómt mál að tala um kolefnishlutleysi, orkuskipti eða önnur slík markmið ef raforkukerfið stendur ekki undir því. Við þurfum að horfast í augu við að takmarkanir í flutningskerfinu valda nú þegar milljarðatapi á hverju ári í formi tapaðra tækifæra við atvinnuþróun. Bæði með því að standa í vegi fyrir stofnun nýrra fyrirtækja og hefta vöxt starfandi fyrirtækja, ekki bara á nokkrum tilteknum svæðum heldur um land allt. Takmarkanirnar standa í vegi fyrir stofnun nýrra fyrirtækja og hefta vöxt starfandi fyrirtækja. Þetta á ekki einungis við tiltekin landssvæði. Tækifæri tapast um land allt. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun