Golf

Slegið í gegn: Rikki og Egill skólaðir til í vippkeppni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
arnhildurbros

Vísir frumsýnir í dag fjórða þátt af golfþættinum Slegið í gegn. Vippin eru í forgrunni í dag.

Snorri Páll kennir Degi Snær öll helstu trixin við að ná góðu vippi en í ljós kemur að flestir gera sömu mistökin þar.

Nýliðarnir Arnhildur Anna og Egill Ploder eru nú búin með þrjár vikur af kennslu. Egill þó ekki eins duglegur að æfa sig þar sem hann skrapp til Tenerife og lifði ljúfa lífinu í stað þess að æfa sig.

Þau fóru síðan í vippkeppni ásamt kennurum sínum og kom lítið á óvart að Rikki og Egill hefðu tapað þeirri keppni.

Þáttinn má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×