Foreldraútilokun - falið vandamál? Róbert Bragason skrifar 25. apríl 2022 22:01 Flestir foreldrar geta verið sammála um það að samverustundir með börnunum eru eitthvað það mikilvægasta sem þeir eiga. Hvort sem það eru kósí-kvöld í sófanum, fjallaferðir, sumarfrí á Kanarí, nú eða bara aðstoð við heimalærdóm, þá eru þetta stundirnar þar sem tengslin eflast og dýrmætar minningar verða til. En það eru ekki allir foreldrar svo heppnir að geta gengið að slíku vísu. Hundruð íslenskra foreldra hafa verið útilokaðir frá samverustundum með börnum sínum með einum eða öðrum hætti án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Sumir þeirra hafa ekki séð börnin sín svo árum skiptir, á meðan aðrir telja sig heppna að fá þó að hringja í þau á stórhátíðum. Foreldraútilokun og umgengnistálmanir eru alvarlegt vandamál á Íslandi og svo virðist sem kerfin okkar séu að mörgu leyti vanmáttug þegar kemur að því að bregðast við með fullnægjandi hætti. Foreldraútilokun á sér stað þegar barn skipar sér í flokk með öðru foreldrinu og hafnar hinu án gildrar ástæðu vegna foreldraútilokunaratferlis sem hefur áhrif á trúnaðartraust, upplifun og minningar barns gagnvart útilokuðu foreldri og kallar fram djúpstæðan missi hjá barninu. Foreldraútilokunaratferli getur til að mynda birst með slæmu umtali um hitt foreldrið eða samskiptastýringu. Aukin tíðni slíkra aðferða skapar svo fjarlægð og samskiptaörðuleika í sambandi barnsins við hitt foreldrið sem má tengja við aukna höfnun barnsins á því foreldri. Þá má færa rök fyrir því að foreldraútilokunaratferli sé ein tegund ofbeldis í nánu sambandi vegna þess hve neikvæð áhrif hún hefur á allt fjölskyldusambandið. Upplifun á foreldraútilokunaratferli og tilheyrandi missi má jafnframt tengja við margþætt neikvæð áhrif á börn sem geta fylgt þeim til fullorðinsára, þar á meðal lágt sjálfsmat, vantraust og áunnið bjargarleysi, misnotkun vímuefna, þunglyndi og kvíða. Foreldraútilokunaratferli hefur vítæk áhrif á traust barns á útilokuðu foreldri, skynjun sem og minningar um það. Uppkomin fórnarlömb foreldraútilokunar lýsa tengslarofi og alvarlegum afleiðingum af ýmsu tagi, enda getur tekið verulega á að átta sig á því hvaðan neikvæðu hugmyndirnar um tálmaða foreldrið eru raunverulega komnar. Við hjá Félagi um Foreldrajafnrétti höfum að undanförnu safnað reynslusögum frá fólki sem orðið hefur fyrir foreldraútilokun og umgengnistálmunum, en þetta tvennt á það oftar en ekki til að fylgjast að. Umræddir einstaklingar lýsa miklum vanmætti gagnvart þeim aðstæðum sem þeir finna sig í. Algengt er að þeir upplifi eins og kerfið í heild sinni sé þeim andsnúið. Margir eiga það sameiginlegt að hafa í fjölda ára reynt að leiða mál sín til lykta með hjálp þar til bærra stofnana; sýslumannsembætta, barnaverndarnefnda eða dómstóla, án árangurs. Fólk lýsir því hvernig mál þeirra hafa verið teygð og toguð fram eftir öllu með þeim afleiðingum að þau missa smám saman allt samband við börnin sín. Allar sáttaumleitanir verða að hefjast með sáttameðferð hjá sýslumanni en það getur tekið mánuði að komast þar að. Úrskurðir falla þar sem kveðið er á um að foreldrar skuli deila forræði, en tálmunarforeldrar hunsa þær niðurstöður. Innihaldslausar ásakanir um hvers kyns ofbeldi eru tíðar, en það getur tekið langan tíma að skera úr um það, og á meðan halda tengslin áfram að rofna. Langt og kostnaðarsamt ferli fyrir dómstólum endar með því að tálmunarforeldri er dæmt í dagsektir, en slíkum úrskurðum er áfrýjað til innanríkisráðuneytisins þar sem þeir daga uppi án afleiðinga. Þá eru dæmi um að foreldrar nemi börn á brott og fara með þau til annarra landa að því er virðist án allra afleiðinga. Okkur hjá félaginu hefur lengi verið ljóst að þessi málaflokkur er í algjörum ólestri hér á landi og sú sýn hefur einungis styrkst enn frekar eftir því sem reynslusögur tálmaðra foreldra og barna þeirra hrannast upp. Það er tími til kominn að gera gangskör í þessum málaflokki og virða mannréttindi þeirra foreldra sem orðið hafa fyrir því að skorið er á tengsl þeirra við börn sín að ástæðulausu, og ekki síst barna þeirra sem eiga rétt á samvistum við báða foreldra. Við skuldum þeim að gera svo miklu, miklu betur! Höfundur er formaður Foreldrajafnréttis, félags um foreldrajafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Sjá meira
Flestir foreldrar geta verið sammála um það að samverustundir með börnunum eru eitthvað það mikilvægasta sem þeir eiga. Hvort sem það eru kósí-kvöld í sófanum, fjallaferðir, sumarfrí á Kanarí, nú eða bara aðstoð við heimalærdóm, þá eru þetta stundirnar þar sem tengslin eflast og dýrmætar minningar verða til. En það eru ekki allir foreldrar svo heppnir að geta gengið að slíku vísu. Hundruð íslenskra foreldra hafa verið útilokaðir frá samverustundum með börnum sínum með einum eða öðrum hætti án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Sumir þeirra hafa ekki séð börnin sín svo árum skiptir, á meðan aðrir telja sig heppna að fá þó að hringja í þau á stórhátíðum. Foreldraútilokun og umgengnistálmanir eru alvarlegt vandamál á Íslandi og svo virðist sem kerfin okkar séu að mörgu leyti vanmáttug þegar kemur að því að bregðast við með fullnægjandi hætti. Foreldraútilokun á sér stað þegar barn skipar sér í flokk með öðru foreldrinu og hafnar hinu án gildrar ástæðu vegna foreldraútilokunaratferlis sem hefur áhrif á trúnaðartraust, upplifun og minningar barns gagnvart útilokuðu foreldri og kallar fram djúpstæðan missi hjá barninu. Foreldraútilokunaratferli getur til að mynda birst með slæmu umtali um hitt foreldrið eða samskiptastýringu. Aukin tíðni slíkra aðferða skapar svo fjarlægð og samskiptaörðuleika í sambandi barnsins við hitt foreldrið sem má tengja við aukna höfnun barnsins á því foreldri. Þá má færa rök fyrir því að foreldraútilokunaratferli sé ein tegund ofbeldis í nánu sambandi vegna þess hve neikvæð áhrif hún hefur á allt fjölskyldusambandið. Upplifun á foreldraútilokunaratferli og tilheyrandi missi má jafnframt tengja við margþætt neikvæð áhrif á börn sem geta fylgt þeim til fullorðinsára, þar á meðal lágt sjálfsmat, vantraust og áunnið bjargarleysi, misnotkun vímuefna, þunglyndi og kvíða. Foreldraútilokunaratferli hefur vítæk áhrif á traust barns á útilokuðu foreldri, skynjun sem og minningar um það. Uppkomin fórnarlömb foreldraútilokunar lýsa tengslarofi og alvarlegum afleiðingum af ýmsu tagi, enda getur tekið verulega á að átta sig á því hvaðan neikvæðu hugmyndirnar um tálmaða foreldrið eru raunverulega komnar. Við hjá Félagi um Foreldrajafnrétti höfum að undanförnu safnað reynslusögum frá fólki sem orðið hefur fyrir foreldraútilokun og umgengnistálmunum, en þetta tvennt á það oftar en ekki til að fylgjast að. Umræddir einstaklingar lýsa miklum vanmætti gagnvart þeim aðstæðum sem þeir finna sig í. Algengt er að þeir upplifi eins og kerfið í heild sinni sé þeim andsnúið. Margir eiga það sameiginlegt að hafa í fjölda ára reynt að leiða mál sín til lykta með hjálp þar til bærra stofnana; sýslumannsembætta, barnaverndarnefnda eða dómstóla, án árangurs. Fólk lýsir því hvernig mál þeirra hafa verið teygð og toguð fram eftir öllu með þeim afleiðingum að þau missa smám saman allt samband við börnin sín. Allar sáttaumleitanir verða að hefjast með sáttameðferð hjá sýslumanni en það getur tekið mánuði að komast þar að. Úrskurðir falla þar sem kveðið er á um að foreldrar skuli deila forræði, en tálmunarforeldrar hunsa þær niðurstöður. Innihaldslausar ásakanir um hvers kyns ofbeldi eru tíðar, en það getur tekið langan tíma að skera úr um það, og á meðan halda tengslin áfram að rofna. Langt og kostnaðarsamt ferli fyrir dómstólum endar með því að tálmunarforeldri er dæmt í dagsektir, en slíkum úrskurðum er áfrýjað til innanríkisráðuneytisins þar sem þeir daga uppi án afleiðinga. Þá eru dæmi um að foreldrar nemi börn á brott og fara með þau til annarra landa að því er virðist án allra afleiðinga. Okkur hjá félaginu hefur lengi verið ljóst að þessi málaflokkur er í algjörum ólestri hér á landi og sú sýn hefur einungis styrkst enn frekar eftir því sem reynslusögur tálmaðra foreldra og barna þeirra hrannast upp. Það er tími til kominn að gera gangskör í þessum málaflokki og virða mannréttindi þeirra foreldra sem orðið hafa fyrir því að skorið er á tengsl þeirra við börn sín að ástæðulausu, og ekki síst barna þeirra sem eiga rétt á samvistum við báða foreldra. Við skuldum þeim að gera svo miklu, miklu betur! Höfundur er formaður Foreldrajafnréttis, félags um foreldrajafnrétti.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar