Formúla 1

Verstappen langbestur á Ítalíu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Verstappen fagnar í dag.
Verstappen fagnar í dag. vísir/Getty

Heimsmeistarinn Max Verstappen kom, sá og sigraði á Ítalíu í dag í fjórða kappakstri tímabilsins í Formúlu 1.

Verstappen var á ráspól og keyrði af miklu öryggi. Hann hélt forystunni allan tímann og vann öruggan sigur.

Þetta var góður dagur fyrir Red Bull því Sergio Perez varð annar og Lando Norris á McClaren í þriðja sæti.

Charles Leclerc á Ferrari en áfram á toppnum í keppni ökuþóra en Verstappen er í öðru sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.