Valkvæður skortur á þekkingu Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 25. apríl 2022 07:30 Það er athyglisvert að sjá hversu sumir stjórnarandstöðuþingmenn eru tilbúnir að ganga langt og jafnvel opinbera fákunnáttu sína, valkvætt eða ekki, vegna þess að formenn stjórnarflokkanna tilkynntu á dögunum að til stæði að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Hafa þessir stjórnarþingmenn hrópað upp að þessir þrír formenn gætu nú bara ekki ákveðið neitt svona, án þess að málið fari fyrir ríkisstjórnina sem tæki sameiginlega ákvörðun um málið. Enda skuli halda ríkisstjórnarfundi um stjórnarmálefni. Þessi yfirlýsing eða efni hennar er ekki svokallað stjórnarmálefni. Heldur var verið að gefa til kynna hvað væri í vændum. Sumsé að fjármálaráðherra myndi leggja fram í ríkisstjórn frumvarp um aflagningu Bankasýslu ríkisins. Ríkisstjórnin mun svo ræða frumvarpið og afgreiða það til umfjöllunar í stjórnarflokkunum sem að munu einnig ræða efni frumvarpsins, og ef að líkum lætur afgreiða það til umræðu í þingsal. Á þessi stigi er málið því bæði orðið stjórnarmálefni og búið verður að ræða það í ríkisstjórn. Það er alþingi sem að mun á endanum ákveða hver örlög bankasýslunnar verða. Enda Bankasýsla ríkisins sett á laggirnar samkvæmt lögum og verður því ekki aflögð nema með lögum. En kannski er sumum þessara stjórnarþingmanna vorkunn. Þeir eru svotil nýbyrjaðir í nýju starfi og hafa kannski ekki lesið sér nægjanlega til þó sumir þeirra veifi nú háskólagráðum ótt og títt, líkt og Bjarnfreðarson forðum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Sjá meira
Það er athyglisvert að sjá hversu sumir stjórnarandstöðuþingmenn eru tilbúnir að ganga langt og jafnvel opinbera fákunnáttu sína, valkvætt eða ekki, vegna þess að formenn stjórnarflokkanna tilkynntu á dögunum að til stæði að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Hafa þessir stjórnarþingmenn hrópað upp að þessir þrír formenn gætu nú bara ekki ákveðið neitt svona, án þess að málið fari fyrir ríkisstjórnina sem tæki sameiginlega ákvörðun um málið. Enda skuli halda ríkisstjórnarfundi um stjórnarmálefni. Þessi yfirlýsing eða efni hennar er ekki svokallað stjórnarmálefni. Heldur var verið að gefa til kynna hvað væri í vændum. Sumsé að fjármálaráðherra myndi leggja fram í ríkisstjórn frumvarp um aflagningu Bankasýslu ríkisins. Ríkisstjórnin mun svo ræða frumvarpið og afgreiða það til umfjöllunar í stjórnarflokkunum sem að munu einnig ræða efni frumvarpsins, og ef að líkum lætur afgreiða það til umræðu í þingsal. Á þessi stigi er málið því bæði orðið stjórnarmálefni og búið verður að ræða það í ríkisstjórn. Það er alþingi sem að mun á endanum ákveða hver örlög bankasýslunnar verða. Enda Bankasýsla ríkisins sett á laggirnar samkvæmt lögum og verður því ekki aflögð nema með lögum. En kannski er sumum þessara stjórnarþingmanna vorkunn. Þeir eru svotil nýbyrjaðir í nýju starfi og hafa kannski ekki lesið sér nægjanlega til þó sumir þeirra veifi nú háskólagráðum ótt og títt, líkt og Bjarnfreðarson forðum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar