Handbolti

Segist geta spilað í Dan­mörku eða Fær­eyjum svo lengi sem heil­brigðis­kerfið haldi velli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Björgvin Páll í leik með Val.
Björgvin Páll í leik með Val. Vísir/Vilhelm

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að hann geti spilað landsleiki í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfi landsins haldi velli.

Björgvin Páll, sem spilar í dag í með Val í Olís-deild karla í handbolta, segist vilja nýja þjóðarhöll jafn mikið og næsti maður. Hins vegar ekki á kostnað heilbrigðiskerfisins.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni, núverið. Hann segir að þetta sé í réttum farveg og við ættum að sjá breytingar á næstu mánuðum eða misserum.

Björgvin Páll fagnar því eflaust en í færslu á Facebook-síðu sinni tók hann fram að við þyrftum líka að geta séð heiminn með augum annarra. Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan.

„Hand­bol­takall­inn ég væri rosa­lega til í að sjá nýja þjóðar­höll rísa. En við þurf­um líka að sjá heim­inn með aug­um annarra. Á tím­um sem þess­um spyr ég mig hvort það sé það mik­il­væg­asta, horf­andi á úr­elt hús­næði geðdeilda, lé­lega þjón­ustu við aldraða og fatlaða og slæma geðheilsu barna og ung­menna.“

„Þó að eitt þurfi ekki að úti­loka annað þá bið ég fólk að skoða hlut­ina út­frá réttri for­gangs­röðun. Ef að ákveðið verður að byggja nýja höll þá er ég klár að grípa í skóflu og hjálpa til svo að ég nái að spila í henni áður en ég hætti,“ skrifaði hann einnig. Fái hand­bolta­landsliðin ekki und­anþágu áfram hef­ur því verið velt upp hvar heima­leik­ir Íslands þyrftu að fara fram, þar sem Dan­mörk og Fær­eyj­ar hafa til að mynda verið nefnd til sög­unn­ar.“

„En ef krón­urn­ar eru ekki til þá er ég líka klár í að spila lands­leiki næstu ára í Dan­mörku eða í Fær­eyj­um ef að það verður til þess að heil­brigðis­kerfið haldi velli.“

Björgvin Páll verður í eldlínunni þegar Valur tekur á móti Fram í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×