Ef ég myndi vilja gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn Sveinn Kristjánsson skrifar 20. apríl 2022 11:31 Þá myndi ég fara um víðan völl því af nógu er að taka. Í Sjálfstæðisflokkinn eða „flokkinn” einsog hann er nefndur í daglegu tali, velst margt vel meinandi og gott fólk sem vill láta gott af sér leiða og bæta samfélagið fyrir okkur öll. Ég þekki nokkra, toppfólk. Það er mikilvægt að hafa það á hreinu að þessi pistill snýr ekki að starfsmanni á plani. Það er leitt þegar fólkið á gólfinu er látið svara fyrir gjörðir siðspilltra flokkssystkyna sinna og ýjað að því að þau þurfi að fórna sínum heilindum til að réttlæta gjörðir flokksystkyna á einhvern mis góðan máta. Verst er þó þegar þau segja ekki neitt. Muniði eftir línunni úr Boondock Saints? „Now, we must all fear evil men. But there is another kind of evil which we must fear most, and that is the indifference of good men.” Jú, þessi pistill sendir þeim kannski íka smá pillu en ég skil að ef þú gagnrýnir forystuna þá er framtíð þín í flokknum í hættu. Ansi er það rússneskt? Allt gott er þeim að þakka, og allt sem aflaga fer er einhverjum öðrum að kenna. Húsnæðismarkaðurinn og salan á Íslandsbanka eru nýjustu dæmin. Svo ég komi þvi að. Muniði þegar Bjarni okkar var gripinn í fjölmennu partýi, grímulaus og nýbúinn að samþykkja Covid umgengnisreglur pöpulsins. Bjarni var ekki í veislu rétt fyrir miðnætti, hann var á sölusýningu. Ég verð hræddur við þann sem er jafn fljótur að réttlæta eigin misgjörðir. Því eins má segja að handrukkarar séu í raun bara að hjálpa öðrum aðilanum að ná fram réttlæti. Rétt áður en þeir láta einhvern kyngja gaffli. Muniði svo hvað Áslaug Arna (þá félagsmálaráðherra) gerði? Þessi flokkur er að verða frægur fyrir símtöl á óþæginlegum augnablikum. Ég myndi benda á af eigin þekkingu, þá eru börn sjálfstæðismanna líklegri en annað fólk til að kjósa eins og mamma og pabbi. Skortur á sjálfstæðri hugsun eða meðvirkni? Sem leiðir mig að næsta punkt. Mætti segja að orðið Sjálfstæðisflokkurinn sé álíka mikið rangnefni og orðið „orkudrykkur” ? Það síðara sem er eitrað sull sem er alls ekki gott fyrir heilsuna þína. Það fyrra pínu líka. Drekk hann samt stundum. Varðandi söluna á Íslandsbanka þá erum við í besta falli að tala um handónýt vinnubrögð fjármálaráðherra eða í versta falli spillingu, það er kvarðinn, vanhæfni til spillingar, hvort um sig er tilefni til breytinga. Ég myndi benda á að Sjálfstæðisflokkurinn í orði, Sjálfstæðisflokkurinn á borði og Sjálfstæðisflokkurinn í huga fólks gefur þrjár mismunandi niðurstöður. Vitur maður sagði eitt sinn að spilling væri falinn skattur. Tjah, ég veit um einn flokk í ríkisstjórn sem segist vera á móti skattahækkunum. Vald spillir. Það er augljóst ef við skoðum forystu flokksins síðustu ár. Fólk sem hefur verið lengi á þingi er mjög ólíkt sjálfu sér er það kom inn á þing. Sjáið bara Kötu eitt sinn var hún reiðubúin að hella vítiseldum úr skál reiði sinnar yfir fyrrnefnda hluti. Nú heyrist ansi lítið. Ég held við þurfum minni „reynslu” því með „reynslu” fylgja oft óvönduð vinnubrögð og vinagreiðar. Við þurfum fleiri eintök af Kristrúnu Frosta inn á þing og Birni Leví, og Simma í Viðreisn. Ég er ekki alltaf samnála þeim en ég virði hvaðan skoðanir þeirra koma. Fólk sem þarf aðstoð við að tengja routerinn heima hjá sér er ekki líklegt til afreka við að stjórna landinu. Sjálfstæðisflokkurinn fær sífellt færri atkvæði. 24% í síðustu alþingiskosningum. Ég myndi alveg vilja sjá Sjálfstæðisflokkinn ná mun meira kjörgengi en án þess að einhver segi við þá sem draga niður heilindi flokksins „stopp” og svona gjörðir fljúga ekki, sé ég það ekki gerast. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara í naflaskoðun því inn á milli í ávaxtakörfunni eru of mörg skemmd epli. Ég lærði eitt sinn kenningu í HR er hét „broken window theory”. Þú ert með yfirgefna verksmiðju sem þú gengur daglega framhjá. Í lengri tíma er húsnæðið óspjallað þar til einn daginn er brotin rúða svo fljótlega bætist við veggjakrot, rusl og fleiri brotnar rúður. Ef skipt hefði verið um eina brotna rúðu í upphafi hefði byggingin fengið að standa lengur óspjölluð og heildar kostnaður lægri. Það er sama með trúverðugleika flokksins. Þegar einn meðlimur er staðinn að opinberum niðurgangi í formi gjörða sinna og hann látinn óáreittur þá er ástandið fljótt að vinda upp á sig. Ég hef í raun ekkert á móti flokknum, ég hef hinsvegar óbeit á fólki sem starfar í almannaþágu en tekur reglulega ákvarðanir um hagsmuni sér og sinna á kostnað fjöldans. Þetta er brot af því sem ég myndi benda á, ef ég ætlaði að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn. Og ef það sem þú lesandi góður tókst út úr þessum pistli er að Áslaug Arna var sko dómsmálaráðherra þegar hún hringdi í lögreglustjórann þá skaltu endilega lesa þetta aftur. Höfundur er rekstrarverkfræðingur eða samfélagsþegn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Þá myndi ég fara um víðan völl því af nógu er að taka. Í Sjálfstæðisflokkinn eða „flokkinn” einsog hann er nefndur í daglegu tali, velst margt vel meinandi og gott fólk sem vill láta gott af sér leiða og bæta samfélagið fyrir okkur öll. Ég þekki nokkra, toppfólk. Það er mikilvægt að hafa það á hreinu að þessi pistill snýr ekki að starfsmanni á plani. Það er leitt þegar fólkið á gólfinu er látið svara fyrir gjörðir siðspilltra flokkssystkyna sinna og ýjað að því að þau þurfi að fórna sínum heilindum til að réttlæta gjörðir flokksystkyna á einhvern mis góðan máta. Verst er þó þegar þau segja ekki neitt. Muniði eftir línunni úr Boondock Saints? „Now, we must all fear evil men. But there is another kind of evil which we must fear most, and that is the indifference of good men.” Jú, þessi pistill sendir þeim kannski íka smá pillu en ég skil að ef þú gagnrýnir forystuna þá er framtíð þín í flokknum í hættu. Ansi er það rússneskt? Allt gott er þeim að þakka, og allt sem aflaga fer er einhverjum öðrum að kenna. Húsnæðismarkaðurinn og salan á Íslandsbanka eru nýjustu dæmin. Svo ég komi þvi að. Muniði þegar Bjarni okkar var gripinn í fjölmennu partýi, grímulaus og nýbúinn að samþykkja Covid umgengnisreglur pöpulsins. Bjarni var ekki í veislu rétt fyrir miðnætti, hann var á sölusýningu. Ég verð hræddur við þann sem er jafn fljótur að réttlæta eigin misgjörðir. Því eins má segja að handrukkarar séu í raun bara að hjálpa öðrum aðilanum að ná fram réttlæti. Rétt áður en þeir láta einhvern kyngja gaffli. Muniði svo hvað Áslaug Arna (þá félagsmálaráðherra) gerði? Þessi flokkur er að verða frægur fyrir símtöl á óþæginlegum augnablikum. Ég myndi benda á af eigin þekkingu, þá eru börn sjálfstæðismanna líklegri en annað fólk til að kjósa eins og mamma og pabbi. Skortur á sjálfstæðri hugsun eða meðvirkni? Sem leiðir mig að næsta punkt. Mætti segja að orðið Sjálfstæðisflokkurinn sé álíka mikið rangnefni og orðið „orkudrykkur” ? Það síðara sem er eitrað sull sem er alls ekki gott fyrir heilsuna þína. Það fyrra pínu líka. Drekk hann samt stundum. Varðandi söluna á Íslandsbanka þá erum við í besta falli að tala um handónýt vinnubrögð fjármálaráðherra eða í versta falli spillingu, það er kvarðinn, vanhæfni til spillingar, hvort um sig er tilefni til breytinga. Ég myndi benda á að Sjálfstæðisflokkurinn í orði, Sjálfstæðisflokkurinn á borði og Sjálfstæðisflokkurinn í huga fólks gefur þrjár mismunandi niðurstöður. Vitur maður sagði eitt sinn að spilling væri falinn skattur. Tjah, ég veit um einn flokk í ríkisstjórn sem segist vera á móti skattahækkunum. Vald spillir. Það er augljóst ef við skoðum forystu flokksins síðustu ár. Fólk sem hefur verið lengi á þingi er mjög ólíkt sjálfu sér er það kom inn á þing. Sjáið bara Kötu eitt sinn var hún reiðubúin að hella vítiseldum úr skál reiði sinnar yfir fyrrnefnda hluti. Nú heyrist ansi lítið. Ég held við þurfum minni „reynslu” því með „reynslu” fylgja oft óvönduð vinnubrögð og vinagreiðar. Við þurfum fleiri eintök af Kristrúnu Frosta inn á þing og Birni Leví, og Simma í Viðreisn. Ég er ekki alltaf samnála þeim en ég virði hvaðan skoðanir þeirra koma. Fólk sem þarf aðstoð við að tengja routerinn heima hjá sér er ekki líklegt til afreka við að stjórna landinu. Sjálfstæðisflokkurinn fær sífellt færri atkvæði. 24% í síðustu alþingiskosningum. Ég myndi alveg vilja sjá Sjálfstæðisflokkinn ná mun meira kjörgengi en án þess að einhver segi við þá sem draga niður heilindi flokksins „stopp” og svona gjörðir fljúga ekki, sé ég það ekki gerast. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara í naflaskoðun því inn á milli í ávaxtakörfunni eru of mörg skemmd epli. Ég lærði eitt sinn kenningu í HR er hét „broken window theory”. Þú ert með yfirgefna verksmiðju sem þú gengur daglega framhjá. Í lengri tíma er húsnæðið óspjallað þar til einn daginn er brotin rúða svo fljótlega bætist við veggjakrot, rusl og fleiri brotnar rúður. Ef skipt hefði verið um eina brotna rúðu í upphafi hefði byggingin fengið að standa lengur óspjölluð og heildar kostnaður lægri. Það er sama með trúverðugleika flokksins. Þegar einn meðlimur er staðinn að opinberum niðurgangi í formi gjörða sinna og hann látinn óáreittur þá er ástandið fljótt að vinda upp á sig. Ég hef í raun ekkert á móti flokknum, ég hef hinsvegar óbeit á fólki sem starfar í almannaþágu en tekur reglulega ákvarðanir um hagsmuni sér og sinna á kostnað fjöldans. Þetta er brot af því sem ég myndi benda á, ef ég ætlaði að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn. Og ef það sem þú lesandi góður tókst út úr þessum pistli er að Áslaug Arna var sko dómsmálaráðherra þegar hún hringdi í lögreglustjórann þá skaltu endilega lesa þetta aftur. Höfundur er rekstrarverkfræðingur eða samfélagsþegn.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun