Of Monsters and Men með nýtt lag og myndband Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. apríl 2022 10:00 Of Monsters and Men voru að gefa út nýtt tónlistarmyndband, það fyrsta sem Arnar trommari sveitarinnar leikstýrir. Skjáskot/Youtube Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur gefið út lagið This Happiness. Lagið er hluti af EP plötunni TÍU sem er gefin út samhliða samnefndri heimildarmynd sem var tekin upp hér á landi á síðasta ári. Myndbandið við lagið This Happiness er það fyrsta myndband sem Arnar Rósenkranz, trommuleikari sveitarinnar leikstýrir. Stella Rónsenkranz er danshöfundur og framleiddi myndbandið. Um kvikmyndatöku sá Hákon Sverrisson og klippari var Guðlaugur Andri Eyþórsson. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Í heimildarmyndinni TÍU, sem er leikstýrð af Dean Deblois (Heima, Lilo & Stitch, How to Train Your Dragon), er sveitinni fylgt eftir víðsvegar um landið eftir að alheimstónleikaferð þeirra var stytt, sökum Covid faraldursins. Í stað þess að ferðast um heiminn að spila fyrir fullum tónleikahöllum og tónlistarhátíðum var ferðin tekin um landið þar sem þau fluttu nýju lögin sín á stöðum víðsvegar um landið. Úr því varð heimildarmyndin „TÍU“ ásamt samnefndri stuttskífu (EP) með vel völdum upptökum úr ferðinni. Hljómsveitin Of Monsters and Men er á leið á Tribeca Film Festival.Aðsent „TÍU“ verður frumsýnd á 2022 Tribeca Film Festival þann 9. júní og kemur EP platan út þann 10. júní. Þá kom 10 ára afmælisútgáfa My Head Is an Animal út í lok síðasta árs en vínyl útgáfa plötunnar er nú loksins væntanleg í verslanir á næstu dögum. Tónlist Of Monsters and Men Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Myndbandið við lagið This Happiness er það fyrsta myndband sem Arnar Rósenkranz, trommuleikari sveitarinnar leikstýrir. Stella Rónsenkranz er danshöfundur og framleiddi myndbandið. Um kvikmyndatöku sá Hákon Sverrisson og klippari var Guðlaugur Andri Eyþórsson. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Í heimildarmyndinni TÍU, sem er leikstýrð af Dean Deblois (Heima, Lilo & Stitch, How to Train Your Dragon), er sveitinni fylgt eftir víðsvegar um landið eftir að alheimstónleikaferð þeirra var stytt, sökum Covid faraldursins. Í stað þess að ferðast um heiminn að spila fyrir fullum tónleikahöllum og tónlistarhátíðum var ferðin tekin um landið þar sem þau fluttu nýju lögin sín á stöðum víðsvegar um landið. Úr því varð heimildarmyndin „TÍU“ ásamt samnefndri stuttskífu (EP) með vel völdum upptökum úr ferðinni. Hljómsveitin Of Monsters and Men er á leið á Tribeca Film Festival.Aðsent „TÍU“ verður frumsýnd á 2022 Tribeca Film Festival þann 9. júní og kemur EP platan út þann 10. júní. Þá kom 10 ára afmælisútgáfa My Head Is an Animal út í lok síðasta árs en vínyl útgáfa plötunnar er nú loksins væntanleg í verslanir á næstu dögum.
Tónlist Of Monsters and Men Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira