Körfubolti

Nei eða Já: „Þurfa hann eins og súr­efni“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Luka var á hliðarlínunni er Dallas Mavericks tók á móti Utah Jazz í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt.
Luka var á hliðarlínunni er Dallas Mavericks tók á móti Utah Jazz í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Tom Pennington/Getty Images

Nei eða Já var á sínum stað í Lögmál leiksins. Mögulega voru spurningarnar í auðveldari kantinum enda úrslitakeppnin farin af stað og búið að ræða mörg málefni. Þá var farið yfir hvernig umspilið sæti í úrslitakeppni Subway-deildar karla hefði verið.

„Ég á auðveldara með að henda í spurningar í deildarkeppninni því nú höfum við klukkað mörg atriði, færri leikir og svona. Þetta eru stundum svolítið auðveld svör held ég. Við byrjum á einu þannig,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í upphafi en ásamt honum voru þeir Hörður Unnsteinsson og Sigurður Orri Kristjánsson í settinu að þessu sinni.

Spurningarnar í Nei eða Já voru svohljóðandi að þessu sinni:

  • Luka Doncic þarf að spila rest til að Dallas Mavericks eigi möguleika gegn Utah Jazz?
  • Tímabilið hjá Cleveland var frábært?

  • Þessi mantra að úrslitakeppnin sé allt öðruvísi en deildarkeppnin?

  • Umspilið er góð hugmynd?

„Þeir þurfa hann eins og súrefni,“ sagði Sigurður Orri aðspurður út í stöðu Dallas án Luka. en Vert er að taka fram að Dallas jafnaði metin án Luka í nótt.

Kjartan Atli spurði Hörð hvort tímabilið hjá Cleveland hefði verið frábært og brá heldur betur í brún yfir svarinu hans Harðar. 

„Er það?“ spurði Kjartan hlessa. Hann tók þó á endanum svar Harðar gott og gilt.

Varðandi umspilið var svo farið yfir hvernig það hefði litið út í Subway-deild karla í körfubolta og hversu gott sjónvarpsefni það væri. 

Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða Já

Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×