Handbolti

Danir fjalla um aðstöðuleysi Íslendinga

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Haukar voru svo almennilegir að lána íslenska landsliðinu húsið sitt, en Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er eðlilega reiður yfir því að liðið eigi engan heimavöll.
Haukar voru svo almennilegir að lána íslenska landsliðinu húsið sitt, en Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er eðlilega reiður yfir því að liðið eigi engan heimavöll. Vísir/Hulda Margrét

Svo virðist sem þrumuræða Guðmundar Guðmundssonar, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, um aðstöðuleysi íslenskra landsliða hafi ekki aðeins vakið athygli hér heima fyrir. Frændur okkar Danir hafa nú fjallað um það aðstöðuleysi sem hér ríkir.

Guðmundur var ómyrkur í máli eftir átta marka sigur Íslands á Austurríki síðastliðinn laugardag. Sigurinn tryggði íslenska landsliðinu sæti á HM sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi í janúar, en að leik loknum gaf þjálfari liðsins stjórnvöldum á Íslandi orð í eyra.

Danski miðillinn TV2 hefur nú fjallað um þrumuræðu Guðmundar, en þjálfarinn fór ófögrum orðum um aðgerðarleysi stjórnvalda hér á landi seinustu áratugi þegar kemur að aðstöðu fyrir afreksfólk í íþróttum.

Miðillinn fer í saumana á viðtali sem RÚV tók við Guðmund eftir leikinn og undrar sig á því að landslið sem hefur vegnað svona vel í handbolta á síðustu árum og áragum skuli hvergi eiga heima.

Umfjöllun TV2 um aðstöðuleysi Íslendinga má finna með því að smella HÉR.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.