„Ég get ekki leynt því að ég er svekktur, ég vildi vinna þennan titil“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 10. apríl 2022 20:19 Aron Kristjánsson var ánægður með sigur í Hafnarfjarðarslagnum. Vísir/Hulda Margrét Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur með sigurinn er liðið tók á móti nágrönnum sínum í FH í Olís-deild karla í handbolta í dag. Eftir erfiða byrjun náðu Haukar forystunni undir lok fyrri hálfleiks og héldu henni út seinni hálfleikinn. Lokatölur 32-31. „Ég er auðvitað glaður, glaður að vinna FH. Það var markmiðið fyrir leik og við spiluðum að mörgu leyti góðan leik og náðum upp 5 marka forystu í seinni hálfleik. Við vorum klaufar að missa þetta niður í lokin og við gerðum okkur seka um tæknifeila sem kostuðu okkur í hinn endann. En við sýndum mikinn styrk að landa báðum stigunum en ekki að missa þetta niður í jafntefli.“ Það voru blendnar tilfinningar í leikslok. Haukar sem voru í dauðafæri að landa deildarmeistaratitlinum töpuðu fyrir Val í síðustu umferð og eru Valsmenn deildarmeistarar 2022. „Þessi deild er búin að vera upp og niður í allan vetur þannig að, fyrst vorum við kannski í 3. eða 4. sæti og náðum að vinna okkur upp og vorum að berjast með FH og Val lengi vel. Þar sem FH hafði kannski víst frumkvæði og svo náum við frumkvæði. Við vorum ekki nógu sterkir á móti Val í þessum báðum leikjum, fyrst gerum við jafntefli hérna heima og töpum úti sem gerir það að verkum að þeir fá þennan innbyrðis sigur.“ Aron sagðist vera svekktur með að hafa ekki unnið deildarmeistaratitilinn en nú væri næsta verkefni vera Íslandsmeistaratitilinn. „Ég get alveg týnt nokkra leiki þar sem að ég hefði vilja fá stig eða bæði stig þar sem við gerðum jafntefli. Það er svolítið svekkjandi en að sama skapi erum við að spila deild, okkur finnst við ekkert búnir að vera frábærir samt erum við jafnir liðinu sem var að vinna deildarmeistaratitilinn, það segir eitthvað um okkur. Svo erum við búnir að vera berjast við meiðsl eins og svo margir aðrir. Ég get ekki leynt því að ég er svekktur, ég vildi vinna þennan titil. Ég óska Valsmönnum til hamingju með það. Nú snýst þetta um okkur að gera okkur klára fyrir úrslitakeppnina, mæta klárir í hana og þar þurfum við að reyna selja okkur dýrt.“ Til þess að vera Íslandsmeistarar segir Aron strákana þurfa að mæta með baráttu hugafar og gefa sig alla í verkefnið. „Við þurfum að koma til leiks með gott virkilega gott hugafar, baráttu hugafar, þar sem við erum að gefa okkur í hverja einustu vörn og hverja einustu sókn. Við erum búnir að vera aðeins sveiflukenndir finnst mér og við erum búnir að fá rosalega mikið af tveimur mínútum eða í öðrum hálfleiknum, sem þarf að laga. Við þurfum að ná upp okkar leik og þessum baráttu anda svo sjáum við hvað setur. Valsararnir eru búnir að vera spila hvað best núna og mörg lið sem eiga tilkall til þess. Við þurfum að vinna í okkar málum og gera eins vel og við getum.“ Haukar FH Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - FH 32-31 Haukar sigruðu Hafnarfjarðarslaginn Haukar sigruðu nágranna sína í FH í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. FH-ingar voru með forystuna bróðurpart fyrri hálfleiks en Haukar snéru blaðinu við undir lok fyrri hálfleiks og héldu forystunni út allan leikinn. Lokatölur 32-31. 10. apríl 2022 17:15 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Sjá meira
„Ég er auðvitað glaður, glaður að vinna FH. Það var markmiðið fyrir leik og við spiluðum að mörgu leyti góðan leik og náðum upp 5 marka forystu í seinni hálfleik. Við vorum klaufar að missa þetta niður í lokin og við gerðum okkur seka um tæknifeila sem kostuðu okkur í hinn endann. En við sýndum mikinn styrk að landa báðum stigunum en ekki að missa þetta niður í jafntefli.“ Það voru blendnar tilfinningar í leikslok. Haukar sem voru í dauðafæri að landa deildarmeistaratitlinum töpuðu fyrir Val í síðustu umferð og eru Valsmenn deildarmeistarar 2022. „Þessi deild er búin að vera upp og niður í allan vetur þannig að, fyrst vorum við kannski í 3. eða 4. sæti og náðum að vinna okkur upp og vorum að berjast með FH og Val lengi vel. Þar sem FH hafði kannski víst frumkvæði og svo náum við frumkvæði. Við vorum ekki nógu sterkir á móti Val í þessum báðum leikjum, fyrst gerum við jafntefli hérna heima og töpum úti sem gerir það að verkum að þeir fá þennan innbyrðis sigur.“ Aron sagðist vera svekktur með að hafa ekki unnið deildarmeistaratitilinn en nú væri næsta verkefni vera Íslandsmeistaratitilinn. „Ég get alveg týnt nokkra leiki þar sem að ég hefði vilja fá stig eða bæði stig þar sem við gerðum jafntefli. Það er svolítið svekkjandi en að sama skapi erum við að spila deild, okkur finnst við ekkert búnir að vera frábærir samt erum við jafnir liðinu sem var að vinna deildarmeistaratitilinn, það segir eitthvað um okkur. Svo erum við búnir að vera berjast við meiðsl eins og svo margir aðrir. Ég get ekki leynt því að ég er svekktur, ég vildi vinna þennan titil. Ég óska Valsmönnum til hamingju með það. Nú snýst þetta um okkur að gera okkur klára fyrir úrslitakeppnina, mæta klárir í hana og þar þurfum við að reyna selja okkur dýrt.“ Til þess að vera Íslandsmeistarar segir Aron strákana þurfa að mæta með baráttu hugafar og gefa sig alla í verkefnið. „Við þurfum að koma til leiks með gott virkilega gott hugafar, baráttu hugafar, þar sem við erum að gefa okkur í hverja einustu vörn og hverja einustu sókn. Við erum búnir að vera aðeins sveiflukenndir finnst mér og við erum búnir að fá rosalega mikið af tveimur mínútum eða í öðrum hálfleiknum, sem þarf að laga. Við þurfum að ná upp okkar leik og þessum baráttu anda svo sjáum við hvað setur. Valsararnir eru búnir að vera spila hvað best núna og mörg lið sem eiga tilkall til þess. Við þurfum að vinna í okkar málum og gera eins vel og við getum.“
Haukar FH Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - FH 32-31 Haukar sigruðu Hafnarfjarðarslaginn Haukar sigruðu nágranna sína í FH í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. FH-ingar voru með forystuna bróðurpart fyrri hálfleiks en Haukar snéru blaðinu við undir lok fyrri hálfleiks og héldu forystunni út allan leikinn. Lokatölur 32-31. 10. apríl 2022 17:15 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Sjá meira
Leik lokið: Haukar - FH 32-31 Haukar sigruðu Hafnarfjarðarslaginn Haukar sigruðu nágranna sína í FH í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. FH-ingar voru með forystuna bróðurpart fyrri hálfleiks en Haukar snéru blaðinu við undir lok fyrri hálfleiks og héldu forystunni út allan leikinn. Lokatölur 32-31. 10. apríl 2022 17:15