Rannsókn á bankasölu Oddný G. Harðardóttir skrifar 8. apríl 2022 15:01 Hugtakið einkavinavæðing var á allra vörum síðast þegar Sjálfstæðismenn og Framsókn seldu bankana með alþekktum afleiðingum. Nú kemur það hugtak aftur upp í hugann þegar listi yfir þá sem fengu að kaupa hluti í Íslandsbanka með afslætti er orðinn opinber. Það var í september 2012 þegar ég sat í stóli fjármálaráðherra að ég mælti fyrir frumvarpi þar sem kveðið var á um það eftir hvaða ferlum skyldi fara ef tekin yrði ákvörðun um að selja hlut ríkisins í bönkunum. Mér fannst ekki nóg að fjármálaráðherra hefði heimild í fjárlögum til að selja hluti heldur þyrfti að tryggja aðkomu Alþingis og umsögn Seðlabankans og síðan þyrfti fjármálaráðherrann að gefa út skýrslu um söluna. Tryggja þyrfti gagnsæi, réttar upplýsingar til almennings og traust. Lögin eru enn í fullu gildi og í 3. grein þeirra er fjallað um meginreglur við sölumeðferð. Þar segir: „Þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skal áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði þau sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði.“ Nú þegar fleiri og fleiri upplýsingar verða opinberar um lokað útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka vakna efasemdir um að lögunum hafi verið fylgt. Það er ekki bara það að þeir sem fengu að kaupa hafi verið fyrrum eigendur banka sem ráku þá í strand og íslenskt samfélag um leið sem gerir söluna umdeilda. Ekki bara það að faðir ráðherrans sem ber ábyrgð á sölunni hafi fengið hlut á afslætti. Eða að fjárfestar sem keyptu og seldu strax í fyrra útboði með miklum hagnaði hafi fengið að leika aftur sama leikinn. Heldur einnig það að söluferlið virðist ekki vera í samræmi við lögin sem setja reglur og skýra umgjörð um sölu banka. Í kjölfar birtingar lista yfir þá sem fengu að kaupa hluti ríkisins í Íslandsbanka á afslætti í lokuðu útboði hefur vantrausti verið lýst á söluferlinu úr öllum áttum. Ef lög hafa verið brotin verður fjármála- og efnahagsráðherra að axla ábyrgð. Ríkir almannahagsmunir eru undir. Það er afar brýnt að Alþingi skipi rannsóknarnefnd með ríkar heimildir sem tekur til starfa sem allra fyrst. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gert um þetta kröfu. Það er von mín að stjórnarþingmenn taki undir þá kröfu og almannahagur verði settur framar sérhagsmunum í þessum efnum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Alþingi Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hugtakið einkavinavæðing var á allra vörum síðast þegar Sjálfstæðismenn og Framsókn seldu bankana með alþekktum afleiðingum. Nú kemur það hugtak aftur upp í hugann þegar listi yfir þá sem fengu að kaupa hluti í Íslandsbanka með afslætti er orðinn opinber. Það var í september 2012 þegar ég sat í stóli fjármálaráðherra að ég mælti fyrir frumvarpi þar sem kveðið var á um það eftir hvaða ferlum skyldi fara ef tekin yrði ákvörðun um að selja hlut ríkisins í bönkunum. Mér fannst ekki nóg að fjármálaráðherra hefði heimild í fjárlögum til að selja hluti heldur þyrfti að tryggja aðkomu Alþingis og umsögn Seðlabankans og síðan þyrfti fjármálaráðherrann að gefa út skýrslu um söluna. Tryggja þyrfti gagnsæi, réttar upplýsingar til almennings og traust. Lögin eru enn í fullu gildi og í 3. grein þeirra er fjallað um meginreglur við sölumeðferð. Þar segir: „Þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skal áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði þau sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði.“ Nú þegar fleiri og fleiri upplýsingar verða opinberar um lokað útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka vakna efasemdir um að lögunum hafi verið fylgt. Það er ekki bara það að þeir sem fengu að kaupa hafi verið fyrrum eigendur banka sem ráku þá í strand og íslenskt samfélag um leið sem gerir söluna umdeilda. Ekki bara það að faðir ráðherrans sem ber ábyrgð á sölunni hafi fengið hlut á afslætti. Eða að fjárfestar sem keyptu og seldu strax í fyrra útboði með miklum hagnaði hafi fengið að leika aftur sama leikinn. Heldur einnig það að söluferlið virðist ekki vera í samræmi við lögin sem setja reglur og skýra umgjörð um sölu banka. Í kjölfar birtingar lista yfir þá sem fengu að kaupa hluti ríkisins í Íslandsbanka á afslætti í lokuðu útboði hefur vantrausti verið lýst á söluferlinu úr öllum áttum. Ef lög hafa verið brotin verður fjármála- og efnahagsráðherra að axla ábyrgð. Ríkir almannahagsmunir eru undir. Það er afar brýnt að Alþingi skipi rannsóknarnefnd með ríkar heimildir sem tekur til starfa sem allra fyrst. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gert um þetta kröfu. Það er von mín að stjórnarþingmenn taki undir þá kröfu og almannahagur verði settur framar sérhagsmunum í þessum efnum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun