Viðskipti erlent

Bjarni búinn að óska eftir út­tekt á út­boðinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra hefur óskað eftir því formlega að Ríkisendurskoðun geri úttekt á nýafstöðnu útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanska.

Fyrirkomulag útboðsins, svokallað tilboðsfyrirkomulag, hefur verið gagnrýnt, ekki síst eftir að listi yfir þá sem fengu tækifæri til að taka þátt í útboðinu var birtur.

Alls var 22,5 prósent af heildarhlutafé bankans selt fyrir tæpa 53 milljarða króna. Mikil eftirspurn var eftir hlutum í bankanum í útboðinu en alls buðu 430 fjárfestar í 50 milljón hluti þar sem verð á hverjum hlut var 117 krónur eða fjórum prósentum lægra en þáverandi markaðsgengi.

Lífeyrissjóðir, fjárfestingasjóðir og fjölmargir þekktir aðilar úr fjármálaheiminum innanlands voru á meðal kaupenda, þar á meðal faðir Bjarna, fjárfestirinn Benedikt Sveinsson.

Stjórnarandstaðan gagnrýndi útboðið harðlega á Alþingi í dag og þar boðaði Bjarni að Ríkisendurskoðun yrði fengin til að fara yfir framkvæmd útboðsins.

Á að leggja mat á hvort salan hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum

Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að Bjarni hafi í dag sent beiðni um úttekt á málinu til Ríkisendurskoðunar.

„Þann 22. mars sl. fór fram útboð og sala á 22,5% hlut í Íslandsbanka. Umræða hefur skapast um hvort framkvæmd sölunnar hafi verið í samræmi við áskilnað laga og upplegg stjórnvalda semborið var undir fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til umsagnar.

Þess er hér með farið á leit við Ríkisendurskoðun að hún kanni og leggi mat á hvort framangreind sala hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum,“ segir í bréfinu sem Bjarni undirritar.

Stjórnarandstaðan vill reyndar ganga skrefinu lengra og stofna sérstaka rannsóknarnefnd þingsins til þess að fara ofan í saumana á útboðinu. Sú hugmynd fékk ágætan hljómgrunn á þingi í dag, meðal annars frá þingmönnum stjórnarflokkanna þriggja.


Tengdar fréttir

Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda

Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans.

Sam­hljómur um skipan rann­sóknar­nefndar vegna út­boðsins

Samhljómur virðist vera á Alþingi um að koma á fót rannsóknarnefnd á vegum þingsins til að rannsaka framvæmd nýafstaðins útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka, ef marka má umræður á þinginu í dag.  Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og VG segja sjálfsagt að styðja stofnun slíkrar nefndar telji þingið að ekki sé nóg að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið

Bjarni vill að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að það sé „langbest“ að Alþingi fái Ríkisendurskoðun til þess að fara yfir framkvæmd nýafstaðins útboðs á stórum hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Hluthafar Íslandsbanka koma úr ólíkum áttum

Björn Bragi Arnarson, sjónvarpsmaður og grínisti, er á meðal þeirra fjárfesta sem fengu boð um að kaupa í Íslandsbanka. Björn Bragi keypti fyrir sautján og hálfa milljón króna í Íslandsbanka í gegnum félag sitt Bananalýðveldið. Hann er einn af fjölmörgum sem keyptu hlut í bankanum í nýafstöðunu útboði.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.