Ríkið selur í Íslandsbanka fyrir tæplega 53 milljarða króna Árni Sæberg skrifar 22. mars 2022 22:37 Söluferlinu, sem hófst í dag, lauk klukkan 21:30 í kvöld. Vísir/Vilhelm Umsjónaraðilar söluferlis Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem hófst upp úr klukkan fjögur í dag, hafa lagt til 117 króna leiðbeinandi lokaverð fyrir útboðið og að stærð útboðsins verði 22,5 prósent af heildarhlutafé bankans. Það þýðir að ríkissjóður fær um 52,65 milljarða króna fyrir söluna. Tilkynnt var um það í dag að Bankasýsla ríkisins hefði hafið söluferli á minnst tuttugu prósent hlut í Íslandsbanka. Um var að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, gátu tekið þátt í. Tekið var fram að ferlinu gæti lokið hvað úr hverju og klukkan 21:30 í kvöld var því lokið. Niðurstaða umsjónaraðila söluferlisins var að leiðbeinandi verð skyldi vera 117 krónur á hlut og að stærð útboðsins skyldi vera 22,5 prósent af heildarhlutafé bankans eða 450 milljónir hluta. lagt var upp með að seldar yrðu 400 milljónir hluta eða tuttugu prósent heildahlutafjár. Í tilkynningu segir að líkur séu fyrir því að lægri tilboð verði ekki samþykkt. Fyrir söluna fer íslenska ríkið með 65 prósent hlut í Íslandsbanka og ríkið mun því fá minnst 52,65 milljarða króna fyrir 34,6 prósent af hlutafé sínu í bankanum. Eftir stendur að ríkið fer með 42,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Þess má geta að við lokun markaða í dag var verð hlutabréfa í bankanum 122 krónur á hlut eða fimm krónum lægra en leiðbeinandi verð í útboðinu. Miðað við 122 krónur á hlut er virði seldra hluta í útboðinu 54,9 milljarðar króna, eða 2,35 milljörðum hærra en miðað við leiðbeinandi verð. Samkvæmt tilkynningu er búist við að niðurstöður söluferlisins verði birtar fyrir opnun markaða þann 23. mars 2022 klukkan 09:30. Áætlað uppgjör viðskiptanna fer fram þann 28. mars 2022. Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Hlutur ríkisins í Íslandsbanka fer niður fyrir fimmtíu prósent Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt að söluferli á minnst tuttugu prósent af hlutríkisins í Íslandsbanka sé hafið. Um er að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, geta tekið þátt í. Viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars og fer hlutur ríkisins í bankanum þá undir fimmtíu prósent. 22. mars 2022 18:07 Mest lesið Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Viðskipti innlent ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Samstarf Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Viðskipti innlent Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Sjá meira
Tilkynnt var um það í dag að Bankasýsla ríkisins hefði hafið söluferli á minnst tuttugu prósent hlut í Íslandsbanka. Um var að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, gátu tekið þátt í. Tekið var fram að ferlinu gæti lokið hvað úr hverju og klukkan 21:30 í kvöld var því lokið. Niðurstaða umsjónaraðila söluferlisins var að leiðbeinandi verð skyldi vera 117 krónur á hlut og að stærð útboðsins skyldi vera 22,5 prósent af heildarhlutafé bankans eða 450 milljónir hluta. lagt var upp með að seldar yrðu 400 milljónir hluta eða tuttugu prósent heildahlutafjár. Í tilkynningu segir að líkur séu fyrir því að lægri tilboð verði ekki samþykkt. Fyrir söluna fer íslenska ríkið með 65 prósent hlut í Íslandsbanka og ríkið mun því fá minnst 52,65 milljarða króna fyrir 34,6 prósent af hlutafé sínu í bankanum. Eftir stendur að ríkið fer með 42,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Þess má geta að við lokun markaða í dag var verð hlutabréfa í bankanum 122 krónur á hlut eða fimm krónum lægra en leiðbeinandi verð í útboðinu. Miðað við 122 krónur á hlut er virði seldra hluta í útboðinu 54,9 milljarðar króna, eða 2,35 milljörðum hærra en miðað við leiðbeinandi verð. Samkvæmt tilkynningu er búist við að niðurstöður söluferlisins verði birtar fyrir opnun markaða þann 23. mars 2022 klukkan 09:30. Áætlað uppgjör viðskiptanna fer fram þann 28. mars 2022.
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Hlutur ríkisins í Íslandsbanka fer niður fyrir fimmtíu prósent Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt að söluferli á minnst tuttugu prósent af hlutríkisins í Íslandsbanka sé hafið. Um er að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, geta tekið þátt í. Viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars og fer hlutur ríkisins í bankanum þá undir fimmtíu prósent. 22. mars 2022 18:07 Mest lesið Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Viðskipti innlent ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Samstarf Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Viðskipti innlent Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Sjá meira
Hlutur ríkisins í Íslandsbanka fer niður fyrir fimmtíu prósent Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt að söluferli á minnst tuttugu prósent af hlutríkisins í Íslandsbanka sé hafið. Um er að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, geta tekið þátt í. Viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars og fer hlutur ríkisins í bankanum þá undir fimmtíu prósent. 22. mars 2022 18:07