Lárus: Tekur á að spila gegn Ronny Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2022 23:30 Þórsarar tryggðu sér sigurinn í kvöld með góðum lokafjórðungi. Vísir/Bára Dröfn „Við spiluðum betri vörn og hittum úr sniðskotum,“ sagði Lárus Jónsson þegar hann var spurður að því hvað hans menn í Þór hefðu gert betur undir lokin í leiknum gegn Grindavík en góður lokafjórðungur gerði gæfumuninn fyrir heimamenn í kvöld. „Ég held það hafi verið einhver sex eða sjö sniðskot sem við brenndum af. Við vorum svolítið að flýta okkur, þegar við vorum komnir fimm stigum undir þá var eins og himinn og jörð væru að farast og við ætluðum að redda málunum aðeins of hratt. Flýttum okkur á hringinn og klúðruðum þessum skotum,“ sagði Lárus þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. Þórsarar voru undir lengi vel og það þrátt fyrir að Grindvíkingar hefðu á köflum verið afar mistækir í sókninni og tapað mörgum boltum. „Við náðum einhverjum auðveldum körfum útaf þessum töpuðu boltum. Vörnin var lek hjá okkur í fyrri hálfleik, við vorum að skilja Kidda (Kristin Pálsson) eftir því við vorum að hjálpa of mikið á sterku hliðinni.“ „Þetta voru grundvallarhlutir en mér finnst þetta góður karakter hjá okkur að klára leikinn. Við vorum að frákasta vel og fá tvöfaldan séns og svo náðum við góðum varnartakti í fjórða leikhluta. Það var erfitt fyrir þá að skora og þeir skoruðu svona einhverjar ævintýrakörfur.“ Ivan Aurrecoechea var að valda Þórsurum vandræðum lengi vel en menn Lárusar náðu að loka vel á hann í fjórða leikhlutanum. „Hann er frábær leikmaður og er rosalega sterkur. Það tekur á að spila á móti Ronny (Ronaldas Rutkauskas) þannig að einhvern tíman verður hann þreyttur,“ sagði Lárus að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Grindavík 93-88 | Góður endasprettur Þórsara tryggði þeim sigur í fyrsta leik Þór Þorlákshöfn er komið í 1-0 gegn Grindavík í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar eftir sigur í Þorlákshöfn í kvöld. Grindavík leiddi á löngum köflum en heimamenn sigu fram úr í lokafjórðungnum. 6. apríl 2022 22:31 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Sjá meira
„Ég held það hafi verið einhver sex eða sjö sniðskot sem við brenndum af. Við vorum svolítið að flýta okkur, þegar við vorum komnir fimm stigum undir þá var eins og himinn og jörð væru að farast og við ætluðum að redda málunum aðeins of hratt. Flýttum okkur á hringinn og klúðruðum þessum skotum,“ sagði Lárus þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. Þórsarar voru undir lengi vel og það þrátt fyrir að Grindvíkingar hefðu á köflum verið afar mistækir í sókninni og tapað mörgum boltum. „Við náðum einhverjum auðveldum körfum útaf þessum töpuðu boltum. Vörnin var lek hjá okkur í fyrri hálfleik, við vorum að skilja Kidda (Kristin Pálsson) eftir því við vorum að hjálpa of mikið á sterku hliðinni.“ „Þetta voru grundvallarhlutir en mér finnst þetta góður karakter hjá okkur að klára leikinn. Við vorum að frákasta vel og fá tvöfaldan séns og svo náðum við góðum varnartakti í fjórða leikhluta. Það var erfitt fyrir þá að skora og þeir skoruðu svona einhverjar ævintýrakörfur.“ Ivan Aurrecoechea var að valda Þórsurum vandræðum lengi vel en menn Lárusar náðu að loka vel á hann í fjórða leikhlutanum. „Hann er frábær leikmaður og er rosalega sterkur. Það tekur á að spila á móti Ronny (Ronaldas Rutkauskas) þannig að einhvern tíman verður hann þreyttur,“ sagði Lárus að lokum.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Grindavík 93-88 | Góður endasprettur Þórsara tryggði þeim sigur í fyrsta leik Þór Þorlákshöfn er komið í 1-0 gegn Grindavík í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar eftir sigur í Þorlákshöfn í kvöld. Grindavík leiddi á löngum köflum en heimamenn sigu fram úr í lokafjórðungnum. 6. apríl 2022 22:31 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Grindavík 93-88 | Góður endasprettur Þórsara tryggði þeim sigur í fyrsta leik Þór Þorlákshöfn er komið í 1-0 gegn Grindavík í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar eftir sigur í Þorlákshöfn í kvöld. Grindavík leiddi á löngum köflum en heimamenn sigu fram úr í lokafjórðungnum. 6. apríl 2022 22:31