Steinunn vildi fara fyrr af stað en sjúkraþjálfarinn hélt aftur af henni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2022 15:30 Steinunn Björnsdóttir hefur verið einn allra besta leikmaður Olís-deildarinnar undanfarin ár og endurkoma hennar eflir Framliðið til muna. stöð 2 sport Fram fékk heldur betur búbót fyrir lokasprett tímabilsins þegar Steinunn Björnsdóttir sneri aftur á völlinn í stórsigri liðsins á Aftureldingu, 20-39. Steinunn hefur ekkert spilað í tæpt ár eftir að hafa slitið krossband í hné. Lítið ryð var í henni í fyrsta leiknum eftir þetta langa hlé og hún skoraði sex mörk gegn Aftureldingu. „Þetta var æðisleg tilfinning og ég trúi því eiginlega ekki að það sé komið ár síðan ég sleit. Ég ótrúlega þakklát hvað þetta gekk vel. Mér líður ótrúlega vel og líkaminn svaraði vel,“ sagði Steinunn í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Þurfti að hlusta á sérfræðingana Hún segir að hún hafi getað snúið aftur á völlinn fyrr en engin áhætta hafi verið tekin vegna hættunar á bakslagi. „Það er svolítið síðan en maður þarf að hlusta á sérfræðingana sína. Þannig ég þurfti aðeins að bíða lengur og láta tímann líða því maður er líklegri til að slíta eftir því sem maður fer fyrr af stað. En ég er með mjög góðan sjúkraþjálfara sem hélt aftur af mér. Hann hleypti mér núna af stað og ég held að þetta hafi verið réttur tími,“ sagði Steinunn. Klippa: Seinni bylgjan - Steinunn Björnsdóttir Fram er með eins stigs forskot á Val á toppi Olís-deildarinnar. Liðin mætast í næstu umferð í hálfgerðum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn næsta laugardaginn. Steinunn verður með í þeim leik. „Ég ætla ekki að stoppa núna,“ sagði Steinunn brosandi. „Ég er ótrúlega spennt fyrir laugardeginum. Það var gott að fá þennan leik í gær [á laugardaginn] til að fá smá sjálfstraust og tilfinningu fyrir þessu. Leikurinn á laugardaginn verður hörkuleikur og ég hlakka hrikalega mikið til.“ Útilokar ekki landsleikina Íslenska landsliðið mætir Svíþjóð og Serbíu í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM síðar í mánuðinum. Steinunn vonast til að vera með í leikjunum enda á Ísland enn möguleika á að komast á EM. „Ég viðurkenni að ég hef hugsað um það og pælt í því. Addi [Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari] hefur sýnt mér smá áhuga en ég ætla ekki að taka neina ákvörðun strax. Ég ætla að sjá hvernig Valsleikurinn fer og hvernig dagarnir á næstunni verða. Ég upplifi mig að einhverju leyti tilbúna en það verður gaman að máta sig við Valsliðið sem er að spila ótrúlega vel,“ sagði Steinunn. „Ég ætla bara sjá hvar styrkurinn manns liggur og nákvæmlega hvernig formi maður er í. Það er kannski ekki hægt að segja neitt til um það fyrr en eftir þann leik.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Fram Seinni bylgjan Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Steinunn hefur ekkert spilað í tæpt ár eftir að hafa slitið krossband í hné. Lítið ryð var í henni í fyrsta leiknum eftir þetta langa hlé og hún skoraði sex mörk gegn Aftureldingu. „Þetta var æðisleg tilfinning og ég trúi því eiginlega ekki að það sé komið ár síðan ég sleit. Ég ótrúlega þakklát hvað þetta gekk vel. Mér líður ótrúlega vel og líkaminn svaraði vel,“ sagði Steinunn í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Þurfti að hlusta á sérfræðingana Hún segir að hún hafi getað snúið aftur á völlinn fyrr en engin áhætta hafi verið tekin vegna hættunar á bakslagi. „Það er svolítið síðan en maður þarf að hlusta á sérfræðingana sína. Þannig ég þurfti aðeins að bíða lengur og láta tímann líða því maður er líklegri til að slíta eftir því sem maður fer fyrr af stað. En ég er með mjög góðan sjúkraþjálfara sem hélt aftur af mér. Hann hleypti mér núna af stað og ég held að þetta hafi verið réttur tími,“ sagði Steinunn. Klippa: Seinni bylgjan - Steinunn Björnsdóttir Fram er með eins stigs forskot á Val á toppi Olís-deildarinnar. Liðin mætast í næstu umferð í hálfgerðum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn næsta laugardaginn. Steinunn verður með í þeim leik. „Ég ætla ekki að stoppa núna,“ sagði Steinunn brosandi. „Ég er ótrúlega spennt fyrir laugardeginum. Það var gott að fá þennan leik í gær [á laugardaginn] til að fá smá sjálfstraust og tilfinningu fyrir þessu. Leikurinn á laugardaginn verður hörkuleikur og ég hlakka hrikalega mikið til.“ Útilokar ekki landsleikina Íslenska landsliðið mætir Svíþjóð og Serbíu í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM síðar í mánuðinum. Steinunn vonast til að vera með í leikjunum enda á Ísland enn möguleika á að komast á EM. „Ég viðurkenni að ég hef hugsað um það og pælt í því. Addi [Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari] hefur sýnt mér smá áhuga en ég ætla ekki að taka neina ákvörðun strax. Ég ætla að sjá hvernig Valsleikurinn fer og hvernig dagarnir á næstunni verða. Ég upplifi mig að einhverju leyti tilbúna en það verður gaman að máta sig við Valsliðið sem er að spila ótrúlega vel,“ sagði Steinunn. „Ég ætla bara sjá hvar styrkurinn manns liggur og nákvæmlega hvernig formi maður er í. Það er kannski ekki hægt að segja neitt til um það fyrr en eftir þann leik.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Fram Seinni bylgjan Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira