Bréf til Svandísar Svavarsdóttur um brotastafsemi, dýraníð og skemmdarverk á ímynd Íslands Ole Anton Bieltvedt skrifar 5. apríl 2022 08:00 Við í Jarðarvinum höfum rekið tvö sakamál gegn forráðamönnum Hvals hf, vegna brota þeirra á reglugerðum fyrir matvælaöryggi við verkun hvals og skilyrðum og ákvæðum hvalveiðileyfa, þar sem sekt forráðamanna félagsins hefur sannast. Er annars vegar um lögreglumál nr. 313-2018-19923 að ræða, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði í nær áratug brotið ákvæði 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 489/2009 um það, að hval skyldi verka undir þaki, í lokuðu rými, til að tryggja hreinlæti og matvælaöryggi, en það var ekki gert, heldur verkað úti, undir berum himni. Refsirammi fyrir þessi brot: Sektir eða fangelsi allt að 2 árum skv. 22. gr. reglugerðarinnar. Hins vegar er um lögreglumál nr. 313-2019-8012 að ræða, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði brotið 5. gr. veiðileyfis fyrir árin 2014-2018, um skilaskyldu veiðidagbóka fyrir þetta tímabil, sem félagið virti að vettugi. Því máli var lokið með lögreglustjórasekt í júlí 2020. Það liggur því fyrir, að forveri þinn, Kristján Þór Júlíusson, vann ekki á grundvelli heilinda og góðrar og heiðarlegrar stjórnsýslu, þegar hann veitti Hval hf nýtt og umfangsmikið veiðileyfi fyrir ári 2019-2023, til veiða á allt að 2.130 hvölum, 5. júlí 2019. Skilasvik Hvals hf á veiðidagbókum, skv. veiðileyfi, sem fyrirtækið fékk 5. maí 2014, horfa svona við: Veiðidagbækurnar átti að færa fyrir hvern veiðitúr, og áttu þær að sýna um 16 atriði varðandi staðsetningu, upphaf veiða, framkvæmd veiða, þ.á.m. hversu mörgum skutlum var skotið á hvert dýr, á hversu löngum tíma, hversu mörg dýr gátu rifið sig laus og sluppu, en út frá þessum upplýsingum mátti dæma, hversu skjótur eða langur dauðdagi dýranna hafi verið, hvort þau hafi sloppið illa særð, hvort kýr hafi verið með kálfi, sem var drepinn með, hvort á alfriðaða steypireyði hefði verið skotið, í stað langreyðar, o.s.frv.; hvort flokka mætti veiðar undir dýraníð (sem þær í grundvallar atriðum auðvitað eru). Þessar veiðidagbækur voru einasta gagnið, sem Fiskistofa og ráðuneytið höfðu til aðhalds og eftirlits með því, að rétt og löglega væri staðið að veiðum og ákvæðum veiðileyfis fylgt. Afhending dagbókanna var því algjört skilyrði fyrir veiðileyfinu. Átti að afhenda bækurnar árlega, eftir hvert veiðitímabil. Hvalur hf afhenti hins vegar aldrei eina einustu veiðidagbók fyrir nefnt árabil, þrátt fyrir eftirgangsmuni og kröfugerð Fiskistofu. Á góðri Íslenzku sagt: Hvalur hf gaf skít í Fiskistofu, ráðuneytið og skyldur sínar við þessar stofnanir skv. því veiðileyfi, sem veiðar 2014-2018 byggðu á og Hvalur hf hafði þó samþykkt og staðfest fyrir veiðar. Hefði þetta athæfi Hvals hf auðvitað átt að leiða til afturköllunar leyfa og stöðvun veiða. En í stað þess að afturkalla, veitti Kristjáns Þór Júlíusson Hval hf hærri hvalveiðikvóta en nokkru sinni fyrr, fyrir árin 2019 til 2023, þann 5. júlí 2019, sem teljast verður siðlaus og forkastanleg gjörð, stjórnsýslulegt hneyksli og hneysa fyrir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Við viljum því trúa því og treysta, að þú, Svandís Svavarsdóttir, nýr sjávarútvegsráðherra, hafir snör og heiðarleg handtök með það, að leiðrétta misgjörðir forvera þíns og koma stjórnun hvalveiðimála í rétt, siðlegt og löglegt form, með því að afturkalla gildandi veiðileyfið fyrir 2019-2023 og stöðva þá brotastarfsemi, það dýraníð og þau skemmdarverk á ímynd landsins, sem viðgengist hafa allt of lengi. Loks má minna á, að engin önnur þjóð leyfir veiðar á langreyði, næst stærsta og einhverju þróaðasta spendýri veraldar. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Hvalveiðar Mest lesið Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Við í Jarðarvinum höfum rekið tvö sakamál gegn forráðamönnum Hvals hf, vegna brota þeirra á reglugerðum fyrir matvælaöryggi við verkun hvals og skilyrðum og ákvæðum hvalveiðileyfa, þar sem sekt forráðamanna félagsins hefur sannast. Er annars vegar um lögreglumál nr. 313-2018-19923 að ræða, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði í nær áratug brotið ákvæði 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 489/2009 um það, að hval skyldi verka undir þaki, í lokuðu rými, til að tryggja hreinlæti og matvælaöryggi, en það var ekki gert, heldur verkað úti, undir berum himni. Refsirammi fyrir þessi brot: Sektir eða fangelsi allt að 2 árum skv. 22. gr. reglugerðarinnar. Hins vegar er um lögreglumál nr. 313-2019-8012 að ræða, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði brotið 5. gr. veiðileyfis fyrir árin 2014-2018, um skilaskyldu veiðidagbóka fyrir þetta tímabil, sem félagið virti að vettugi. Því máli var lokið með lögreglustjórasekt í júlí 2020. Það liggur því fyrir, að forveri þinn, Kristján Þór Júlíusson, vann ekki á grundvelli heilinda og góðrar og heiðarlegrar stjórnsýslu, þegar hann veitti Hval hf nýtt og umfangsmikið veiðileyfi fyrir ári 2019-2023, til veiða á allt að 2.130 hvölum, 5. júlí 2019. Skilasvik Hvals hf á veiðidagbókum, skv. veiðileyfi, sem fyrirtækið fékk 5. maí 2014, horfa svona við: Veiðidagbækurnar átti að færa fyrir hvern veiðitúr, og áttu þær að sýna um 16 atriði varðandi staðsetningu, upphaf veiða, framkvæmd veiða, þ.á.m. hversu mörgum skutlum var skotið á hvert dýr, á hversu löngum tíma, hversu mörg dýr gátu rifið sig laus og sluppu, en út frá þessum upplýsingum mátti dæma, hversu skjótur eða langur dauðdagi dýranna hafi verið, hvort þau hafi sloppið illa særð, hvort kýr hafi verið með kálfi, sem var drepinn með, hvort á alfriðaða steypireyði hefði verið skotið, í stað langreyðar, o.s.frv.; hvort flokka mætti veiðar undir dýraníð (sem þær í grundvallar atriðum auðvitað eru). Þessar veiðidagbækur voru einasta gagnið, sem Fiskistofa og ráðuneytið höfðu til aðhalds og eftirlits með því, að rétt og löglega væri staðið að veiðum og ákvæðum veiðileyfis fylgt. Afhending dagbókanna var því algjört skilyrði fyrir veiðileyfinu. Átti að afhenda bækurnar árlega, eftir hvert veiðitímabil. Hvalur hf afhenti hins vegar aldrei eina einustu veiðidagbók fyrir nefnt árabil, þrátt fyrir eftirgangsmuni og kröfugerð Fiskistofu. Á góðri Íslenzku sagt: Hvalur hf gaf skít í Fiskistofu, ráðuneytið og skyldur sínar við þessar stofnanir skv. því veiðileyfi, sem veiðar 2014-2018 byggðu á og Hvalur hf hafði þó samþykkt og staðfest fyrir veiðar. Hefði þetta athæfi Hvals hf auðvitað átt að leiða til afturköllunar leyfa og stöðvun veiða. En í stað þess að afturkalla, veitti Kristjáns Þór Júlíusson Hval hf hærri hvalveiðikvóta en nokkru sinni fyrr, fyrir árin 2019 til 2023, þann 5. júlí 2019, sem teljast verður siðlaus og forkastanleg gjörð, stjórnsýslulegt hneyksli og hneysa fyrir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Við viljum því trúa því og treysta, að þú, Svandís Svavarsdóttir, nýr sjávarútvegsráðherra, hafir snör og heiðarleg handtök með það, að leiðrétta misgjörðir forvera þíns og koma stjórnun hvalveiðimála í rétt, siðlegt og löglegt form, með því að afturkalla gildandi veiðileyfið fyrir 2019-2023 og stöðva þá brotastarfsemi, það dýraníð og þau skemmdarverk á ímynd landsins, sem viðgengist hafa allt of lengi. Loks má minna á, að engin önnur þjóð leyfir veiðar á langreyði, næst stærsta og einhverju þróaðasta spendýri veraldar. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun