Handbolti

ÍBV sneri leiknum við í síðari hálf­leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elísa Elíasdóttir átti góðan leik í liði ÍBV.
Elísa Elíasdóttir átti góðan leik í liði ÍBV. Vísir/HULDA MARGRÉT

ÍBV vann fimm marka sigur á Stjörnunni í Olís-deild kvenna í handbolta, lokatölur 29-24.

Heimakonur byrjuðu leikinn hins vegar ekki vel og voru gestirnir úr Garðabæ með öll tök á vellinum í fyrri hálfleik. Staðan 10-13 er flautað var til loka hans og benti lítið til að ÍBV myndi landa sigri.

Leikurinn snerist algjörlega við í síðari hálfleik og eftir að ÍBV hafði jafnað metin þá sigldu þær fram úr og unnu á endanum öruggan fimm marka sigur, lokatölur 29-24.

Elísa Elíasdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir voru markahæstar í liði ÍBV með sjö mörk hvor. Eva Björk Davíðsdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir skoruðu sex mörk hvor í liði Stjörnunnar.

ÍBV fer með sigrinum upp í 4. sæti á kostnað Hauka á meðan Stjarnan er áfram í 6. sæti Olís-deildar kvenna.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.