Hver er glæpur forsetans? Signý Jóhannesdóttir skrifar 31. mars 2022 17:30 Drífa Snædal forseti ASÍ hefur setið undir linnulausum árásum einstakra forystumanna félaga innan ASÍ. Fyrrum forseti ASÍ, samstarfsmaður minn og félagi Gylfi Arnbjörnsson varð fyrir skítkasti og árásum víða að úr samfélaginu, þó mun minna innan úr hreyfingunni sjálfri, en í tilfelli Drífu. Það skal tekið fram að undirrituð var ekki stuðningsmaður Drífu þegar hún bauð sig fram til forseta ASÍ haustið 2018. Hún fór í viðtal í Vísi þegar hún tilkynnti um framboð og í því viðtali fór hún að mínu mati mjög frjálslega með staðreyndir. Það varð til þess að ég sendi henni lítið lettersbréf og las henni pistilinn. Ég hvatti hana til að kynna sér m.a. Salek áður en hún héldi áfram að bulla um eðli þess og gildi. Ég fer ekkert leynt með það að ég er stuðningsmaður þess að aðilar vinnumarkaðarins afli upplýsinga um anda Saleks. Þeir sem vilja í alvöru kynna sér málið geta t.d. leitað á meðfylgjandi slóð, í stað þess að éta bullið upp eftir nettröllunum. https://www.asi.is/media/243038/Spurt-og-svarad-um-SALEK-GA.pdf SALEK er skammstöfun fyrir samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. SALEK er afrakstur vinnu sem hófst 2013 með úttekt BSRB, KÍ, BHM, ASÍ, SA og samninganefnda ríkis, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á umhverfi kjarasamninga á hinum Norðurlöndunum, þar sem áhersla var lögð á heildarendurskoðun samningalíkansins. Ég hef haldið því fram að með undirritun svokallaðra Lífskjarasamninga hafi menn samþykkt lélega útgáfu af Salek, t.d. Kjaratölfræðinefnd https://www.stjornarradid.is/raduneyti/nefndir/nanar-um-nefnd/?itemid=111d7e64-3b86-11ea-9451-005056bc530c Vandinn var bara sá að þegar þetta samkomulag var gert, þá var ekki haft samráð við stóran hluta vinnumarkaðarins og eins virðist mér leika vafi á að stórleikararnir í nefndum samningi 2019 hafi vitað hvað þeir voru að samþykkja. Allt er þetta fortíðin og stoðar lítt að rekja fram og til baka nema til að læra af því. Ég hef verið að reyna að festa fingur á hvað veldur því að núverandi forseti ASÍ, sem mér hefur virst vaxa í starfi við hverja raun, situr nú undir þeim árásum sem raun ber vitni. Drífa er einn 15 miðstjórnarmanna sem kjörnir eru á þingum ASÍ. Miðstjórnin fer með vald sambandsins milli þinga. Miðstjórn er bundin af þingsamþykktum og hefur sér til halds og trausts málefnanefndir, sem móta stefnuna og leggja mál undir miðstjórn og síðan undir þing eða formannafundi. Sumir forystumenn einstakra félaga hafa að mínu mati aldrei skilið þessa uppbyggingu á valdakerfi innan ASÍ. Fyrir þessum sömu aðilum hefur skilgreining á lýðræðinu líka farið fyrir ofan garð og neðan. Fulltrúalýðræðið virðist einnig trufla þessa einstaklinga mikið. Ef taka á stefnumarkandi ákvarðanir innan ASÍ þá þarf að hafa fyrir því meirihluta þessara 15 miðstjórnarmanna, þeirra atkvæði eru eitt á mann, án tillits til þess hvort þeir koma frá litlum eða stórum félögum. Á formannafundum er fyrirkomulagið þannig að vigta þarf fjölda félagsmanna í hreyfingunni og fjölda þeirra aðildarfélaga sem eru innan hennar. Ég ætla að sleppa því að reyna að útskýra hvernig atkvæðavægið er svo reiknað á þingum ASÍ, það væri efni í aðra grein. Glæpur Drífu er sagður sá að haga sér engu betur en Gylfi Arnbjörnsson. Hann þurfti að eiga það við hina 14 miðstjórnarmennina að ná samkomulagi og Drífa þarf að gera það líka. Vorið 2018 gekk á með vantraustsyfirlýsingum á þáverandi forseta m.a. frá núverandi nýkjörnum formanni SGS og fylgisveinum hans. Ég átti þá sæti í miðstjórn og reyndi að koma því á framfæri að það að lýsa vantrausti á Gylfa jafngilti því að lýsa vantrausti á alla miðstjórnina. Á sama hátt er það einfaldlega þannig að formenn einstakra stórra félaga eða landssambanda sem sitja í miðstjórn, ráða þar ekki meiru en sessunauturinn sem kemur e.t.v frá litlu félagi. Andstæðingar Drífu innan ASÍ virðast rugla saman orðunum ”fulltrúalýðræði” og ”foringjalýðræði”. Drífa geldur þess að hafa fengið gott málfarslegt og lýðræðislegt uppeldi, kann ég hennar fólki þakkir og get fúslega viðurkennt að hún er í þeim hópi sem vinnur á við frekari kynni. Höfundur er fyrrverandi varaforseti ASÍ og miðstjórnarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Kjaramál Signý Jóhannesdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Drífa Snædal forseti ASÍ hefur setið undir linnulausum árásum einstakra forystumanna félaga innan ASÍ. Fyrrum forseti ASÍ, samstarfsmaður minn og félagi Gylfi Arnbjörnsson varð fyrir skítkasti og árásum víða að úr samfélaginu, þó mun minna innan úr hreyfingunni sjálfri, en í tilfelli Drífu. Það skal tekið fram að undirrituð var ekki stuðningsmaður Drífu þegar hún bauð sig fram til forseta ASÍ haustið 2018. Hún fór í viðtal í Vísi þegar hún tilkynnti um framboð og í því viðtali fór hún að mínu mati mjög frjálslega með staðreyndir. Það varð til þess að ég sendi henni lítið lettersbréf og las henni pistilinn. Ég hvatti hana til að kynna sér m.a. Salek áður en hún héldi áfram að bulla um eðli þess og gildi. Ég fer ekkert leynt með það að ég er stuðningsmaður þess að aðilar vinnumarkaðarins afli upplýsinga um anda Saleks. Þeir sem vilja í alvöru kynna sér málið geta t.d. leitað á meðfylgjandi slóð, í stað þess að éta bullið upp eftir nettröllunum. https://www.asi.is/media/243038/Spurt-og-svarad-um-SALEK-GA.pdf SALEK er skammstöfun fyrir samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. SALEK er afrakstur vinnu sem hófst 2013 með úttekt BSRB, KÍ, BHM, ASÍ, SA og samninganefnda ríkis, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á umhverfi kjarasamninga á hinum Norðurlöndunum, þar sem áhersla var lögð á heildarendurskoðun samningalíkansins. Ég hef haldið því fram að með undirritun svokallaðra Lífskjarasamninga hafi menn samþykkt lélega útgáfu af Salek, t.d. Kjaratölfræðinefnd https://www.stjornarradid.is/raduneyti/nefndir/nanar-um-nefnd/?itemid=111d7e64-3b86-11ea-9451-005056bc530c Vandinn var bara sá að þegar þetta samkomulag var gert, þá var ekki haft samráð við stóran hluta vinnumarkaðarins og eins virðist mér leika vafi á að stórleikararnir í nefndum samningi 2019 hafi vitað hvað þeir voru að samþykkja. Allt er þetta fortíðin og stoðar lítt að rekja fram og til baka nema til að læra af því. Ég hef verið að reyna að festa fingur á hvað veldur því að núverandi forseti ASÍ, sem mér hefur virst vaxa í starfi við hverja raun, situr nú undir þeim árásum sem raun ber vitni. Drífa er einn 15 miðstjórnarmanna sem kjörnir eru á þingum ASÍ. Miðstjórnin fer með vald sambandsins milli þinga. Miðstjórn er bundin af þingsamþykktum og hefur sér til halds og trausts málefnanefndir, sem móta stefnuna og leggja mál undir miðstjórn og síðan undir þing eða formannafundi. Sumir forystumenn einstakra félaga hafa að mínu mati aldrei skilið þessa uppbyggingu á valdakerfi innan ASÍ. Fyrir þessum sömu aðilum hefur skilgreining á lýðræðinu líka farið fyrir ofan garð og neðan. Fulltrúalýðræðið virðist einnig trufla þessa einstaklinga mikið. Ef taka á stefnumarkandi ákvarðanir innan ASÍ þá þarf að hafa fyrir því meirihluta þessara 15 miðstjórnarmanna, þeirra atkvæði eru eitt á mann, án tillits til þess hvort þeir koma frá litlum eða stórum félögum. Á formannafundum er fyrirkomulagið þannig að vigta þarf fjölda félagsmanna í hreyfingunni og fjölda þeirra aðildarfélaga sem eru innan hennar. Ég ætla að sleppa því að reyna að útskýra hvernig atkvæðavægið er svo reiknað á þingum ASÍ, það væri efni í aðra grein. Glæpur Drífu er sagður sá að haga sér engu betur en Gylfi Arnbjörnsson. Hann þurfti að eiga það við hina 14 miðstjórnarmennina að ná samkomulagi og Drífa þarf að gera það líka. Vorið 2018 gekk á með vantraustsyfirlýsingum á þáverandi forseta m.a. frá núverandi nýkjörnum formanni SGS og fylgisveinum hans. Ég átti þá sæti í miðstjórn og reyndi að koma því á framfæri að það að lýsa vantrausti á Gylfa jafngilti því að lýsa vantrausti á alla miðstjórnina. Á sama hátt er það einfaldlega þannig að formenn einstakra stórra félaga eða landssambanda sem sitja í miðstjórn, ráða þar ekki meiru en sessunauturinn sem kemur e.t.v frá litlu félagi. Andstæðingar Drífu innan ASÍ virðast rugla saman orðunum ”fulltrúalýðræði” og ”foringjalýðræði”. Drífa geldur þess að hafa fengið gott málfarslegt og lýðræðislegt uppeldi, kann ég hennar fólki þakkir og get fúslega viðurkennt að hún er í þeim hópi sem vinnur á við frekari kynni. Höfundur er fyrrverandi varaforseti ASÍ og miðstjórnarmaður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar