Elsku seðlabankastjóri... Vilhjálmur Birgisson skrifar 30. mars 2022 13:01 Að hugsa sér þessi ummæli frá seðlabankastjóra um að hagvaxtaraukinn, sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót, skuli ekki koma sér vel! En í Lífskjarasamningnum var samið um svokallaðan hagvaxtarauka og nú liggur fyrir að hagvöxtur pr. mann hækkaði fyrir árið 2021 um 2,53% milli ára. Þessi hækkun á hagvexti tryggir hækkun samkvæmt lífskjarasamningnum á mánaðarlaunataxta um 10.500 kr. og hækkun á almenn laun um 7.875 kr. á mánuði skv. áðurnefndum samningi. Það er svo grátbroslegt að sjá seðlabankastjóra agnúast yfir 10.500 kr. launahækkun hjá lágtekjufólki en segja nánast ekkert yfir stjarnfræðilegum hækkunum á mánaðarlaunum hjá hinum ýmsu forstjórum. En samkvæmt frétt frá Kjarnanum frá 3. mars á þessu ári þá hækkuðu mánaðarlaun forstjóra þeirra 20 félaga sem skráð voru á aðalmarkað Kauphallar Íslands á síðasta ári að meðaltali um 444 þúsund krónur og voru þeir með rúmlega 5,6 milljónir króna í mánaðarlaun. Hvernig á verkafólk á hinum almenna vinnumarkaði að takast á við verðlagshækkanir á öllum sviðum og sem dæmi þá hefur aðili á leigumarkaði sem leigir á 250 þúsund á mánuði þurft að þola 16.750 króna hækkun á leigu vegna hækkunar á vísitölunni. Ég tel að seðlabankastjóri eigi að byrja á því að gagnrýna af krafti þær gríðarlegu launahækkanir hjá efri lögum samfélagsins áður en hann gagnrýnir örlitlar launahækkanir sem verkafólk er að fá sem hrökkva skammt upp í allar þær kostnaðarhækkanir sem dynja á almenningi um þessar mundir. Einnig væri ráðlegt að gagnrýna þær gríðarlegu arðgreiðslur sem nú eiga sér stað til eigenda og fjárfesta fyrirtækja en áætlað er að þær muni nema 200 milljörðum í ár. Elsku Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, byrjaðu að gagnrýna þessa þætti áður en þú finnur að 10.500 kr. hækkun til handa launafólki. Meðan þú ekki gerir það er ekki hægt annað en að segja að öll þín gagnrýni á hagvaxtaraukann sé grátbrosleg hræsni! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Að hugsa sér þessi ummæli frá seðlabankastjóra um að hagvaxtaraukinn, sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót, skuli ekki koma sér vel! En í Lífskjarasamningnum var samið um svokallaðan hagvaxtarauka og nú liggur fyrir að hagvöxtur pr. mann hækkaði fyrir árið 2021 um 2,53% milli ára. Þessi hækkun á hagvexti tryggir hækkun samkvæmt lífskjarasamningnum á mánaðarlaunataxta um 10.500 kr. og hækkun á almenn laun um 7.875 kr. á mánuði skv. áðurnefndum samningi. Það er svo grátbroslegt að sjá seðlabankastjóra agnúast yfir 10.500 kr. launahækkun hjá lágtekjufólki en segja nánast ekkert yfir stjarnfræðilegum hækkunum á mánaðarlaunum hjá hinum ýmsu forstjórum. En samkvæmt frétt frá Kjarnanum frá 3. mars á þessu ári þá hækkuðu mánaðarlaun forstjóra þeirra 20 félaga sem skráð voru á aðalmarkað Kauphallar Íslands á síðasta ári að meðaltali um 444 þúsund krónur og voru þeir með rúmlega 5,6 milljónir króna í mánaðarlaun. Hvernig á verkafólk á hinum almenna vinnumarkaði að takast á við verðlagshækkanir á öllum sviðum og sem dæmi þá hefur aðili á leigumarkaði sem leigir á 250 þúsund á mánuði þurft að þola 16.750 króna hækkun á leigu vegna hækkunar á vísitölunni. Ég tel að seðlabankastjóri eigi að byrja á því að gagnrýna af krafti þær gríðarlegu launahækkanir hjá efri lögum samfélagsins áður en hann gagnrýnir örlitlar launahækkanir sem verkafólk er að fá sem hrökkva skammt upp í allar þær kostnaðarhækkanir sem dynja á almenningi um þessar mundir. Einnig væri ráðlegt að gagnrýna þær gríðarlegu arðgreiðslur sem nú eiga sér stað til eigenda og fjárfesta fyrirtækja en áætlað er að þær muni nema 200 milljörðum í ár. Elsku Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, byrjaðu að gagnrýna þessa þætti áður en þú finnur að 10.500 kr. hækkun til handa launafólki. Meðan þú ekki gerir það er ekki hægt annað en að segja að öll þín gagnrýni á hagvaxtaraukann sé grátbrosleg hræsni! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambands Íslands.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar